31.8.1996 0:00

Laugardagur 31.8.1996

Klukkan 9.15 að morgni laugardagsins 31. ágúst hófst ráðstefna Skýrslutæknifélagsins um skólastarf og upplýsingatækni. Flutti ég ávarp við upphaf hennar og hlýddi síðan á nokkur erindi, þar til ég varð að fara til að búa mig undir för á Kirkjubæjarklaustur, þar sem við Rut voru gestgjafar í kvöldverði á ársfundi norrænu UNESCO-nefndanna. Komum við aftur síðdegis sunnudaginn 1. september. Á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins var ánægjulegt að heyra mikið lof borið á rit menntamálaráðuneytisins Í krafti upplýsinga, þar sem gerð er grein fyrir stefnunni við notkun upplýsingatækni í þágu mennta og menningar.