17.3.1999 0:00

Miðvikudagur 17.3.1999

Ég boðaði fólk til viðtala bæði fyrir og eftir hádegi þennan miðvikudag en vegna ýmissa anna undanfarnar vikur hafði bæst nokkuð á viðtalsbeiðnalistann, sem mér hefur almennt tekist að halda bærilega stuttum allt kjörtímabilið, þannig að ég vona, að það heyri til undantekninga, að menn þurfi að bíða um of eftir að komast á minn fund.