MR64 í Toledo
Þriðjudaginn 19. september fór hópur ferðafélaga úr MR64-árgangi í hópferðarbíl í rúmlega klukkustundar ökuferö til borgarinnar Toledo fyrir sunnan Madrid.
Þriðjudaginn 19. september fór hópur ferðafélaga úr MR64-árgangi í hópferðarbíl í rúmlega klukkustundar ökuferö til borgarinnar Toledo fyrir sunnan Madrid.
Borgin er oft kennd við þrjá menningarheima, kristinna, múslima og gyðinga. Eftir fall Rómaveldis var borgin, árin 542 til 725, setur konunga Visigota sem Márar hröktu frá völdum þegar þeir lögðu undir sig Spán. Alfonsó VI. konungur náði borginni á sitt vald árið 1085. Karl V. , keisari Heilaga rómverska ríkisins lagði Spán undir sig árið 1516 og varð konungur þar (Karl I.). Hirð hans hafði aðsetur í Toledo. Sonur hans Filippus II. settist að í Madrid 1561. Þar varð síðar höfuðborg Spánar.
Í Toledo er mikil gotnesk dómkirkja, Catedral Primada de Espana - fremsta dómkirkja Spánar. Er hún reist þar sem áður var mikil moska. Styrkur þeirra sem tryggðu völd sín með aðsetri í Toledo fólst í hve erfitt var að sækja að borginni á hæð við fljótið Tagus (sem rennur til sjávar Lissabon) og hve vel þeir voru vopnum búnir með sverðum Toledosmiða auk þess sem veraldlegir og trúarlegir valdsmenn gættu sameiginlegra hagsmuna,
Hér fylgja nokkrar myndir frá Toledo.
Séð upp til Toledo og fljótið Tagus sem rennur í gljúfrum við borgina,
Ferðamenn geta notað rúllustiga til að spara sér sporin upp borgarhæðina.
Dómkirjan fyrir enda göngugötunnar.
Heilagur Kristófer með Jesúbarnið í dómkirkjunni.
Nýja testamentið er myndskreyttur dýrgripur við háaltarið.
Í sakrastíunni eru málverk eftir El Greco.
Ekið var fram hjá ólífutrjám. Þau gefa lítið af sér í ár vegna þurrka og hækkar líter af olífolíu úr 6 evrum í 10 sem setur alvarlegt strik í heimilisbókhald Spánverja,