Minjavernd auglýsir Ólafsdal
Undanfarin ár hefur verið unnið að glæsilegri uppbyggingu í Ólafsdal sunnan Gilsfjarðar. Ólafsdalur er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð.
Í Morgunblaðinu birtist frétt 15. apríl um að ræplega 107 millj. kr. afgangur hefði orðið af rekstri A- og B-hluta sveitarsjóðs Dalabyggðar í fyrra og væri niðurstaðan um 70% yfir þeirri áætlun sem starfað var eftir.
Erlendum ferðamönnum sem fara um Dalabyggð fjölgar – flestir eru á leið til Vestfjarða. Tækifæri Dalabyggðar til að laða ferðamenn til sín ráðast af gististöðum, matarmenningu og afþreyingu. Þar skiptir tenging staða við menningu til forna og í samtímanum miklu.
Endurreist skólahús í Ólafsdal (mynd: Minjavernd).
Undanfarin ár hefur verið unnið að glæsilegri uppbyggingu í Ólafsdal sunnan Gilsfjarðar. Ólafsdalur er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð.
Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til ársins 1907. Þar stunduðu 154 skólapiltar nám og komu þeir af öllu landinu. Myndarlegt skólahús frá 1896 stendur í Ólafsdal.
Við skýrslu sem við Hlédís Sveinsdóttir unnum í fyrra um leiðir til byggðafestu, meðal annars í Dalabyggð, leituðum við til Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar, til upplýsinga um það sem Minjavernd hefur gert í Ólafsdal undanfarin ár og hvert stefnir.
Endurreisninni hefur verið skipt í tvo áfanga:
Í fyrri áfanganum eru Jarðskemma, um 100 m2. Lækjarhús, sem er nýtt um 50 m2 hús vegna tæknimála nyrst í húsaþyrpingunni á staðnum. Smíðastofa, 50 m2 hús þar sem upphaflega smíðastofa Torfa Bjarnasonar stóð. Mjólkurhús þar sem Torfi og Guðlaug Zakaríasdóttir, eiginkona hans, höfðu mjólk og osta í kæli, manngerður lækur var leiddur þar í gegn, er húsið nú hugsað fyrir saunu, kaldan pott, sturtur og hvíldarrými. Heitur pottur hefur verið steyptur þar utan við. Fjósið er einnig sem næst klárt. Það var áður eitt vandaðasta fjós landsins og steinhlaðið tvöfaldri hleðslu og rúmaði 16 gripi.
Upphaflega var gert ráð fyrir því að ástand Skólahússins væri þokkalegt – þar sem það var tekið í gegn að utan laust fyrir aldamótin. Þetta reyndist verulegur misskilningur. Hefur markvisst verið unnið að endurreisn þess m. a. með glæsilegri aðstöðu fyrir veitingarekstur.
Í seinni áfanganum eru Hlaða, Hesthús, Hjallur og svokallaði Gamli skólinn. Þessi fjögur hús eru nú sem næst fullteiknuð.
Fornleifastofnun Íslands hefur rannsakað staði þar sem byggingar hafa risið eða hróflað hefur verið við jarðvegi. Það sem kom mest á óvart var uppgötvun um 10 húsa síns tíma ásamt görðum og umhverfi frá upphafi landnáms.
Fornumhverfisrannsókn í dalnum leiðir í ljós hvert gróðurfar var í dalnum frá því um árið 600 til nútíma.
Í fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi er horft til þess að á staðnum megi með tilgreindum hætti hafa gistingu fyrir um 100 manns – þá í um 50 gistirýmum.
Í Morgunblaðinu í dag (20. apríl) auglýsir Minjavernd eftir samstarfsaðila og framtíðareiganda að hóteli í húsunum í Ólafsdal. Allar kannanir sýna að náttúra Íslands dregur að flesta ferðamenn. Þeir ættu að una sér vel í Ólafsdal.