26.11.2018 10:29

Lítil stórfrétt um uppgjör fjármálahrunsins

Heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs séu nú 30% af lands­fram­leiðslu og eru all­ar skuld­ir bein­tengd­ar fjár­mála­hrun­inu full­greidd­ar

Fjármálaráðuneytið birtir birtir stuttorða tilkynningu á vefsíðu sinni föstudaginn 23. nóvember. Þar sagði:

„Ríkissjóður keypti í vikunni eigin skuldabréf af Seðlabanka Íslands samtals að fjárhæð 24 ma.kr. Um er að ræða óverðtryggð ríkisbréf í flokkunum RIKB 20, RIKB 22, RIKB 25 og RIKB 31 fyrir samtals um 22,5 ma.kr. að nafnvirði og í flokknum RIKS 21 fyrir um 0,3 ma.kr. að nafnvirði. Uppgjör viðskipta fer fram í dag.

Heildarkaupverð bréfanna með áföllnum vöxtum nemur um 25 ma.kr. Kaupin eru annars vegar fjármögnuð með andvirði stöðugleikaeigna eða 17,5 ma.kr. og hins vegar með lækkun á almennri sjóðsstöðu ríkissjóðs um 7,5 ma.kr. Ríkissjóður mun í kjölfarið innleysa bréfin og lækka útistandandi skuldir um samsvarandi fjárhæð.

Eftir þessi viðskipti nema heildarskuldir ríkissjóðs um 843 ma.kr., eða sem samsvarar rétt rúmlega 30% af landsframleiðslu. Hrein staða ríkissjóðs reiknuð á grundvelli laga um opinber fjármál, þ.e. þegar sjóðir og innstæður eru dregnar frá heildarskuldum, nemur eftir viðskiptin um 653 ma.kr., eða sem nemur um 23% af VLF.“

1092995Í lítilli frétt á mbl.is um þessa tilkynningu sama dag og hún birtist:

„Fjár­málaráðuneytið bend­ir á, að á síðustu sex árum hafi skuld­ir á hvern íbúa í land­inu lækkað um helm­ing. Heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs séu nú 30% af lands­fram­leiðslu, sem fyrr seg­ir, og eru all­ar skuld­ir bein­tengd­ar fjár­mála­hrun­inu full­greidd­ar.“

Lokasetningin í þessari litlu frétt á mbl.is ætti að gera hana að stórfrétt og verða tilefni til þess að rætt yrði við fjármála- og hagfræðinga í ljósi alls þess sem sagt var fyrir réttum 10 árum um framtíðarstöðu þjóðarbúsins.

Sigurður Már Jónsson ritaði um fréttina á vefsíðu sinni og Hannes Hólmsteinn Gissurarson vakti athygli á henni á FB-síðu sinni.

Að það þyki ekki stórfrétt að allar skuldir ríkissjóðs beintengdar fjármálahruninu séu fullgreiddar heildarskuldir ríkissjóðs nema rétt rúmlega 30% af landsframleiðslu er einfaldlega stórundarlegt. Fréttin er ef til vill of stór? Álitsgjafar nái ekki utan um hana?