25.12.2020 11:25

Jólin og sóttvarnavarúð

Öll kynntumst við því á aðventunni að talið var inn í verslanir og eigendur veitingastaða gættu þess að ekki væru þar fleiri en mátti.

Öll kynntumst við því á aðventunni að talið var inn í verslanir og eigendur veitingastaða gættu þess að ekki væru þar fleiri en mátti.

Þorláksmessa hefur sínar hefðir og þær kalla á margir komi saman. Þá var eins og slakað væri á kröfunni um að telja inn á staði eins og sannaðist í Ásmundarsal þar sem fjármálaráðherra sýndi ámælisvert aðgæsluleysi og var á staðnum þegar lögregla kom og sinnti skyldu sinni. Í sérstöku varnaðarskyni lét hún þess getið að í hópi gesta í Ásmundarsal hefði verið „háttvirtur ráðherra“. Þetta var lagt þannig út af blaðamanni á visir.is að lögreglan hefði „komið upp um ráðherrann“ eins og hann hefði ætlað að leyna einhverju með því að sýna þetta gáleysi sem hann hefur síðar skýrt og afsakað. Ráðherrann hagaði sér óvarlega og það gerir blaðamaðurinn einnig í spuna sínum vegna atviksins.

A-group-of-people-standing-in-front-of-a-building-maitrise-notre-dame-de-paris-soprani-singer-julie-_206955_Að kvöldi aðfangadags 2020 fengu fáeinir söngvarar og sellóleikari leyfi til að flytja jólalög í Notre Dame dómkirkjunni í París en þar er unnið að viðgerðum eftir brunann mikla í apríl 2019. Allrar varúðar var gætt.

Aðfangadagskvöld hefur einnig sínar hefðir og að morgni jóladags birtust fréttir reistar á dagbók lögreglunnar. Á mbl.is sagði í dag, jóladag:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjölmenni í kirkju í miðborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tilkynnt hafði verið um hugsanlegt brot á sóttvarnarlögum og þegar lögreglumenn komu á vettvang töldu þeir um 50 manns sem voru að ganga frá kirkju og um 70-80 manns inn í kirkjunni. Samtals höfðu því verið því á annað hundrað manns í kirkjunni. Tekið er fram að bæði hafi verið um börn og fullorðna að ræða.

Ekki er tekið fram hvaða kirkju er um að ræða, aðeins að hún sé í póstnúmeri 101.“

Í þessari dagbókarfærslu lögreglunnar er ekki „komið upp“ um neinn kirkjugest svo að notað sé orðalag blaðamannsins sem kann að gefa til kynna að þar hafi enginn þjóðþekktur einstaklingur verið á ferð.

Afskiptin af messunni minna á sögulegan dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 25. nóvember 2020.

Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri í New York, gaf fyrirmæli um að takmarka bæri fjölda kirkjugesta eða þátttakenda í öðrum trúarlegum athöfnum. Á rauðu hættusvæði máttu aðeins allt að 10 taka þátt í athöfnum, á rauðgulu allt að 25. Með fimm atkvæðum gegn fjórum sögðu hæstaréttardómararnir að bannið bryti gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um frelsi manna til að iðka trú sína.

Í maí og júlí hafði meirihluti dómaranna sagt að ríkisstjórar hefðu vald til að takmarka fjölda við trúarlegar athafnir.

Með skipun Coney Barrett í réttinn eftir andlát Ruth Bader Ginsburg í september breyttust valdahlutföll innan hæstaréttarins og þar með afstaðan til mála af þessu tagi. Atkvæði Coney Barrett með íhaldssamari hluta dómaranna réð þarna úrslitum. Sóttvarnir viku fyrir réttinum til trúariðkunar.

Neil M. Gorsuch dómari rökstuddi afstöðu sína meðal annars á þennan veg:

„Það er tímabært – raunar löngu tímabært – að taka af skarið um að þótt margar alvarlegar áskoranir skapist vegna farsóttarinnar er ekki neins staða hægt að finna því stoð að stjórnarskráin heimili framkvæmdavaldinu að gefa litamerkt fyrirmæli um að opna megi vínbúðir eða reiðhjólaverslanir að nýju en loka kirkjum, bænahúsum og moskum.“