8.5.2025 11:18

Hringlandagháttur Ingu Sæland

Það fór eins með þetta lögbrot Ingu Sæland að eftir gagnrýni snerist henni hugur. Í dag 8. maí var tilkynnt að hún hefði skipað TR nýja stjórn.

Hér var þriðjudaginn 6. maí rætt um hvernig Kristrún Frostasóttir forsætisráðherra talaði á þinginu mánudaginn 5. maí til varnar Ingu Sæland húsnæðismálaráðherra sem fór á svig við lög við skipan stjórnar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Inga virti ekki jafnréttislög. Hún sá hins vegar að sér 6. maí, vék karlmanni úr stjórninni og skipaði konu í staðinn. Málið leystist en hitt stendur eftir að forsætisráðherrann samþykkti ólögmæta ástandið.

Inga Sæland, leiðtogi Flokks fólksins, er einnig félagsmálaráðherra. Því embætti fylgir sú lagaskylda að skipa stjórn Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Eftir harða gagnrýni sinnti hún henni í dag 8. maí.

Kristrún Frostadóttir stendur einnig með Ingu Sæland við það lögbrot að skipa TR ekki nýja stjórn. Á alþingi 5. maí sagði Kristrún að það lægi „alveg fyrir“ að Inga hefði skýrar „yfirstjórnarheimildir“ gagnvart TR. Þá lægi líka fyrir, meðal annars í nafni hagræðingar, „að reyna að vera ekki með allt of margar nefndir, allt of mikið af stjórnum sem [hefðu] kannski í sumum tilvikum takmarkað hlutverk — eins og í þessu tilviki þegar ljóst [væri] að yfirstjórnarheimildir ráðherra eru skýrar þá [væri] tekin ákvörðun um að fella niður þessa stjórn“.

Þarna gerði forsætisráðherra lítið úr hlutverki stjórnar TR enda hefði Inga lagt til að fella ákvæði um stjórnina úr lögum og teldi því ekki „skynsamlegt að fara í það að skipa nýja stjórn undir þeim kringumstæðum“.

Screenshot-2025-05-08-at-11.16.32

Í greinargerð með frumvarpi félagsmálaráðherra þar sem lagt er til að stjórn TR verði lögð niður segir að stjórnir stofnana sem heyri beint undir ráðherra þyki almennt hafa óljósa stöðu og hlutverk, hætta sé á óljósum ábyrgðarskilum stjórnar og forstöðumanns. Í stjórnsýsluúttektum ríkisendurskoðunar hafi reglulega verið gerðar athugasemdir við skipan slíkra stjórna þar sem stjórnskipuleg staða þeirra sé oft ekki nógu skýr.

Hvergi er nefnt að ríkisendurskoðun hafi gert athugasemd við stöðu stjórnar TR, sem kom til sögunnar árið 2004. Þyki staðan ekki nægilega skýr getur alþingi ákveðið að auka á skýrleikann eða að láta stjórnina hverfa.

Í greinargerð frumvarpsins segir að skipun seinustu stjórnar TR hafi runnið út í nóvember 2024, eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hafi ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda sé „yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk“.

Þeir sem gefa umsögn um þetta frumvarp ráðherrans víkja ekki að ákvæðinu um brotthvarf stjórnar TR enda beinist athygli þeirra að öðrum ákvæðum og eru umsagnir almennt neikvæðar og varað við að frumvarpið nái fram að ganga.

„Að framansögðu leggur ASÍ til þess að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir í lok umsagnar alþýðusambandsins. „Viðskiptaráð leggst gegn því að frumvarpið nái fram að ganga,“ eru lokaorð umsagnar ráðsins.

Það er alls ekki borðleggjandi að þetta illa unna og umdeilda frumvarp verði afgreitt á þingi og þess vegna verða yfirlýsingar forsætisráðherra til réttlætingar á lögbroti félagsmálaráðherra enn undarlegri en ella.

Það fór eins með þetta lögbrot Ingu Sæland að eftir gagnrýni snerist henni hugur. Í dag 8. maí var tilkynnt að hún hefði skipað TR nýja stjórn. Að þetta gerist ekki nema eftir þann herkostnað sem að ofan er lýst og framgöngu forsætisráðherra til stuðnings Ingu ber vott um einstakt dómgreindarleysi og vanmat á því hvað er heimilt eða óheimilt í stjórnsýslunni,