14.1.2022 9:58

Háskólastofnanir í nýtt ráðuneyti

Þegar grannt er skoðað er breytingin á mennta- og menningarmálaráðuneytinu viðamest. Hér verða nefnd málefni sem varða nýja ráðuneytið sem ákveðið er að heiti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

Stefnt er að því að nýskipan á Stjórnarráði Íslands komi til sögunnar 1. febrúar 2022, 118 árum eftir að ráðuneyti íslenskra mála fluttist til landsins með heimastjórninni og fyrsta íslenska ráðherranum, Hannesi Hafstein. Þessi nýja skipan ráðuneyta var ákveðin við stjórnarmyndunina 28. nóvember 2021. Í samræmi við stjórnarráðslög ber forsætisráðherra að fá samþykki alþingis við breytingunni og er það gert með þingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir þingi.

Þegar grannt er skoðað er breytingin á mennta- og menningarmálaráðuneytinu viðamest. Hér verða nefnd málefni sem varða nýja ráðuneytið sem ákveðið er að heiti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

C2B01F153D0F342298BD867FBB1F0ED39B0E95D1CE9B9A49E3FA63F5572D2653_713x0Í umsögn um þingsályktunartillögu forsætisráðherra bendir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, réttilega á að háskólastofnanirnar Landsbókasafn Íslands - háskólabókasafn, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðminjasafn Íslands, allar á háskólalóðinni, séu „órjúfanlegur hluti fræða- og vísindastarfs háskólans“.

Það yrði stórt skref gegn markmiðum breytinganna á stjórnarráðinu nú um meiri samræmingu og samhæfingu að skilja þessar stofnanir frá háskólasamfélaginu með því að skilgreina þær sem hluta af ráðuneyti menningar- og viðskipta, þótt vissulega séu þær merkar menningarstofnanir. Sé ráðið í það sem fram kemur í tillögum forsætisráðherra eru skil dregin milli vísinda og rannsókna annars vegar og svonefndra skapandi greina hins vegar sem verða í ráðuneyti menningarmála. Þó hlýtur að vakna spurning um kvikmyndagerð sem nýtur endurgreiðslu úr sjóðum iðnaðarráðuneytisins. RANNÍS annast umsýslu sjóða skapandi greina, hvers vegna ekki kvikmyndagerðar?

Forstöðumenn Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns og Þjóðminjasafns, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, leggja til að stofnanirnar falli undir háskólaráðuneytið.

Í umsögn landsbókavarðar kemur fram að fulltrúar safnsins unnu að mótun nýlegrar menningarstefnu, Menningararfurinn, sem menningarstofnanir ríkisins tóku þátt í að móta árið 2020 undir forystu Minjastofnunar. Það er tímanna tákn að nú er gert ráð fyrir að Minjastofnun færist undir ráðuneyti umhverfis- orku og loftslagsmála og segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður hennar, að

stofnunin sjái „marga kosti og möguleika á samstarfi við stofnanir nýs ráðuneytis og væntir þess að starfsemin eigi eftir að þróast á jákvæðan hátt á næstu árum í þágu góðrar og öflugrar minjaverndar“.

Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, segir í umsögn sinni að hann vilji að stofnun sín fari frá menningarráðuneytinu undir annaðhvort umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

Fylgi hugur máli við uppstokkun á stjórnarráðinu í þeim anda sem birtist í stjórnarsáttmálanum hlýtur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis að taka mið af þessum umsögnum í áliti sínu á tillögu forsætisráðherra um breytingar á stjórnarráðinu.