14.4.2017 16:57

Föstudagurinn langi í Keldnakirkju

Í dag, föstudaginn langa, skruppum við í Keldnakirkju kl. 14.00 þar sem fluttir voru valdir Passíusálmar og kaflar píslarsagan auk þess sem sunginn var sálmurinn Ég kveiki á kertum mínum.

Í dag, föstudaginn langa, skruppum við í Keldnakirkju kl. 14.00 þar sem fluttir voru valdir Passíusálmar og kaflar píslarsagan auk þess sem sunginn var sálmurinn Ég kveiki á kertum mínum.

Þetta var hátíðleg stund sem sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, leiddi en Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, las úr Passíusálmunum. G. Halldór Óskarsson organisti lék á orgelið.

Veðrið var fallegt eins og myndirnar bera með sér en sannkallað gluggaveður um 3° hiti sem minnkaði vegna kælingar af norðan vindinum.

Keldur eru sögufrægur bær og kirkjustaður á Rangárvöllum. Vegna sandfoks hafa bændur þar lengi barist harðri baráttu til að bjarga landinu frá því að verða örfoka. Skammt frá Keldum er Gunnarsholt þar sem eru höfuðstöðvar Landgræðslunnar. Þar hefur náðst ótrúlega mikill árangur við að endurheimta örfoka land.

Fyrir norðan Keldur og Gunnarsholt var áður gróið land og nokkrar jarðir en nú eru þar hraun orpin sandi. Þetta svæði var gróið fram yfir miðja 19. öld en þá stórjókst sandfokið, sem talið er að hafi byrjað eftir Heklugosið 1511, þegar þykkt vikurlag lagðist yfir landið suður og suðvestur af Heklu. Á því landi sem nú er gróðurlaust voru áður margar jarðir og hafa allt að 18 bæjarrústir verið taldar í hinu mikla landflæmi sem tilheyrir nú Keldum.

Fyrsti bóndi sem getið er um á Keldum var Ingjaldur Höskuldsson og kemur hann við sögu í Njálu. Keldur koma oft við sögu í Njálu og í landi Keldna voru ýmsir frægir bardagar sögunnar háðir. Hér eru tvær myndir sem teknar eru af Þríhyrningí úr vestri frá Keldum. Tiltölulega stutt leið er að fjallinu en Eystri Rangá rennur milli þess og Keldna. Hvort heldur farið er norðan eða sunnan við Þríhyrning er greiðfært á hestum yfir í Fljótshlíð og austur að Hlíðarenda.

TrihyTriKeldur voru á sínum tíma eitt af höfuðbólum Oddaverja. Jón Loftsson (1124-1197) af norskri konungsætt og mesti höfðingi landsins á sinni tíð er talinn grafinn á Keldum þar sem hann vildi stofna klaustur þegar hann dró sig í hlé fyrir aldurs sakir.

Gamli bærinn á Keldum er að stofni talinn vera frá elleftu öld og því elsta hús sem enn stendur á Íslandi. Hann fellur nú undir Þjóðminjasafnið.  Frá bænum liggja gömul jarðgöng að bæjarlæknum. Þau eru talin frá söguöld og voru týnd í margar aldir en fundust fyrir tilviljun á 20. öld.

Gamli bærinn er til vinstri á myndinni. Þessi kirkja á Keldum var reist árið 1875, hún er úr járnvörðu timbri. Á neðstu myndinni sést yngri bær við hliðina á sögualdarbænum.

 Keldnakirkja

Keldur