4.3.2020 13:52

Fjölþátta hernaður Erdogans gegn ESB

Fólkið kýs frekar að eiga viðskipti við smyglarana sem starfa fyrir opnum tjöldum á tyrkneska árbakkanum. Þeir segja að Erdogan hafi gefið „þjónustu“ þeirra grænt ljós.

Skilningur á því sem felst í hugtakinu fjölþátta hernaður (e, hybrid warfare) ræðst af þeim skýringum sem gefnar eru hverju sinni. Hér er almennt um aðgerðir að ræða sem þar sem ekki er beitt hervaldi. Þeim er þó beitt til að bæta hernaðarlega stöðu sína.

Þetta blasir nú við á landamærum Tyrklands og Grikklands. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill að ESB-ríkin standi með sér í hernaðarátökum í Sýrlandi. Til að knýja á um það hefur hann að engu samkomulag við ESB um dvöl sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og stuðlar þess í stað að för þeirra að grísku landamærunum bæði á sjó og landi. ESB samdi árið 2016 við Erdogan um að hann stöðvaði ferðir farandfólksins gegn aðstoð sem metin var þá sex milljarða evru virði.

52625126_7Smyglarar á fólki yfir landamærin til Grikklands starfa nú fyrir opnum tjöldum í Tyrklandi. Þriðjudaginn 3. mars sögðu grísk yfirvöld að þau hefðu komið í veg fyrir meira en 1.000 tilraunir fólks til að komast yfir landamærin þá um nóttina.

Talið er að um 3,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna séu í Tyrklandi auk fjölmargra Afgana. Á landi eru um 200 km löng landamæri Tyrklands og Grikklands. Margir reyna þar að komast yfir Evros-ána þrátt fyrir viðvaranir – þrátt fyrir viðvaranir grísku landamæravarðanna. Fólkið kýs frekar að eiga viðskipti við smyglarana sem starfa fyrir opnum tjöldum á tyrkneska árbakkanum. Þeir segja að Erdogan hafi gefið „þjónustu“ þeirra grænt ljós. Kappsmál þeirra sé að hafa tekjur af því að losa Tyrkland við að bera kostnað af dvöl flótta- og farandfólksins segir í frétt á vefsíðu Euronews.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði þriðjudaginn 3. mars að ESB mundi ekki láta undan þessum þrýstingi af hálfu Tyrkja.

Erdogan greip til vopna í Sýrlandi sem skapaði nýja bylgju flóttamanna þaðan. Hann telur þetta styrkja stöðu sína á heimavelli. Að því leyti minnir hann á Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Stjórnarhættir þeirra sýnast stundum svipaðir þótt nú berjist herir þeirra hvor gegn öðrum í Sýrlandi í stað þess að leitað sé friðsamlegra lausna.

Von der Leyen sagði: „Við höldum okkar striki og höfum betur. Tyrkir eru ekki óvinir og ekki á að nota fólk til þess eins að ná markmiði sínu. Okkur er hollt að hafa þetta í huga næstu daga.“

Landamærastofnun Evrópu, Frontex, ætlar að fjölga landamæravörðum sínum í Grikklandi úr 500 í 600 auk þess fá grísk stjórnvöld 700 milljón evrur úr viðlagasjóði ESB til að bregðast við þessum aðgerðum Erdogans.