19.5.2021 9:29

Fiskeldisþrautir við Djúpið

Þessi stofnanaskógur er hluti af opinbera eftirlitskerfinu sem vex jafnt og þétt. Þótt skógurinn sé þéttvaxinn reyna margir að brjóta sér leið í gegnum hann.

Í mars 2020 heimilaði hafrannsóknastofnunin allt að 12.000 tonna lífmassa í sjókvíum í Djúpinu. Áður hafði stofnunin áætlað að svæðið bæri allt að 30.000 tonna eldi. Innsta hluti Djúpsins var lokað fyrir eldi á frjóum laxi.

Árið 2019 breytti alþingi lögum um fiskeldi, laxeldisleyfi skyldu auglýst á nýjum svæðum, sett voru viðmið við úthlutun leyfa. Áður gilti reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Bráðabirgðaákvæði var í lögunum frá 2019 um að gamla reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær, skyldi gilda væri umhverfismat á umsóknum langt komið, frummatsskýrslu hefði að minnsta kosti verið skilað fyrir gildistöku laganna.

Skipulagsstofnun verður að leggja blessun sína yfir frummatsskýrslu áður en sótt er um rekstrarleyfi til matvælastofnunar.

1161091Helgi Bjarnason blaðamaður á Morgunblaðinu tók þessa mynd af sjókvíaeldi á Vestfjörðum.

Nokkur fyrirtækju kepptu um leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og féllu undir bráðabirgðaákvæðið.

Skipulagsstofnun gaf fyrst álit á frummatsskýrslu Háafells, því næst Arctic Fish og loks Arnarlax.

Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi fyrir Háafell. Arnarlax mótmælti röðun skipulagsstofnunar og krafðist þess að matvælastofnun rannsakaði málið. Matvælastofnun hefur ein hafið þessa rannsókn. Öll afgreiðsla á leyfum fyrir Ísafjarðardjúp er í bið vegna þess.

Óvíst er hvað rannsókn matvælastofnunar á starfsháttum skipulagsstofnunar tekur langan tíma. Hver sem niðurstaðan verður er talið líklegt að hún verði kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og jafnvel dómstóla.

Umhverfisstofnun gefur venjulega út starfsleyfi samhliða útgáfu matvælastofnunar á rekstrarleyfi.

Arnarlax bendir á að skipulagsstofnun hafi fjórar vikur til að gefa rökstutt álit á því hvort matsskýrsla uppfylli skilyrði laga og reglugerða. Stofnunin hafi tekið sér 27 vikur í mál fyrirtækisins án málefnalegra skýringa á drættinum. Telur Arnarlax að ríkið verði bótaskyld, fáist ekki leiðrétting.

Þessi stofnanaskógur er hluti af opinbera eftirlitskerfinu sem vex jafnt og þétt. Þótt skógurinn sé þéttvaxinn reyna margir að brjóta sér leið í gegnum hann. Vegna viðbragða innan kerfisins taka menn að jafnaði þegjandi út þjáningar sínar á ferðalaginu. Stundum opnast þó þykknið eins og þarna við Ísafjarðardjúp. Þarf þetta að vera svona?