15.9.2018 10:54

Draumsýn sósíalista í heilbrigðismálum

Stefna Svandísar er reist á hugsjón vinstri grænna. Hún birtist meðal annars í ályktun þings ungra vinstri grænna.

Í samtali við Kristján Guðmundsson, formann samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur (LR), í Morgunblaðinu í morgun (15. september) segir að um 2.000 manns leiti sérhvern virkan dag til sérfræðilækna, eða um 10 þúsund í viku hverri. Um 30% af öllum læknisviðtölum á Íslandi fari fram hjá sérfræðingum. Þá séu meðtalin viðtöl hjá spítölum, heilsugæslu og á bráðamóttöku.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra neitar að ræða við samninganefnd læknanna um gerð nýs samnings fyrir sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands, núgildandi samningur rennur út um áramót.

Www.dreams.metroeve.com-medicine-dreams-meaningSteingrímur Ari Arason, forstjóri sjúkratrygginga, reynslumikill og vel metinn embættismaður, lætur af embætti 31. október vegna ágreinings við ráðherrann sem rekja má til andstöðu Svandísar við starfsemi sérfræðilækna. Samningsleysi læknanna við ríkið leiðir ekki til þess að þeir leggi hendur í skaut. Þeir halda áfram hér eða flytja til útlanda. Verði þeir hér geta menn keypt þjónustu af þeim án hlutdeildar ríkisins og þá kemur til tvöfalt heilbrigðiskerfi.

Nú eru sérfræðingar bundnir af einkaréttarsamningi. Hann tryggir að ekki verði til tvöfalt kerfi. Þeim er óheimilt að bjóða þjónustu utan samnings. Án samnings bjóða þeir þjónustu fyrir fullt verð.

Stefna Svandísar er reist á hugsjón vinstri grænna. Hún birtist meðal annars í ályktun þings ungra vinstri grænna þar sem þeir mótmæltu að læknar hefðu fjárhagslegan hag af því að veita þjónustu sína og töldu hag sjúklinga best borgið í biðlistahagkerfi sósíalismans.  Í gein í Fréttablaðinu 13. september sagði heilbrigðisráðherra:

„Við þurfum að fara úr brotakenndu [heilbrigðis]kerfi, þar sem tilviljun ein ræður því hvaða þjónusta er veitt hvar og af hverjum, og yfir í kerfi þar sem heildarsýn ríkir.“

Orðin „tilviljun ein“  og „heildarsýn“ eru lykilorðin í þessum texta. Fyrir ráðherranum vakir miðstýring í krafti fjárveitinga ríkisins. Ráðuneyti er betur til þess fallið að ákvarða hvar og hverjir veita þjónustu en þeir sem bjóða hana og njóta hennar. Þessu markmiði á að ná með því að nota skattfé almennings í fjárhagslega aðför sem minnkar þjónustuna við skattgreiðendur. Láta á draumsýn sósíalista rætast með því að umturna íslenska heilbrigðiskerfinu.