Brothættar viðræður
Það lofar ekki góðu um framhaldið sé þessi spá haldreipi til að skýra vandræðin í viðræðunum. Í þessu sambandi má minnast þess að 12 ársfjórðunga í röð hafa bráðabirgðatölur hagstofunnar verið vanmat.
Stjórnarkreppan í Frakklandi varð vegna þess að meirihluti þingsins samþykkti á dögunum í fyrsta sinn síðan 1962 vantraust á ríkisstjórnina. Markmið stjórnarinnar var að ná fram lækkun ríkisútgjalda en hallinn á þeim stefnir að óbreyttu í 6% af vergri landsframleiðslu sem er helmingi meiri halli en leyfilegur er samkvæmt evrureglum. Vextir sem franska ríkið þarf að greiða af lánum sínum verða hærri en gríska ríkið neyddist til að greiða á kreppuárunum eftir hrunið 2008. Þá var rætt um að fyrir önnur evruríki kynni að verða best að svipta Grikki evrunni.
Engar slíkar umræður eru um evruna og Frakka núna – að taka evruna af Frökkum jafngilti því að þurrka út hugsjónina um eina mynt innan ESB. Þessi hugsjón rætist þó líklega aldrei, að minnsta kosti vilja Danir ekki afsala sér krónunni. Þeir sömdu á sínum tíma, eins og Bretar, um fyrirvara vegna Maastricht-sáttmálans um evruna og eru ekki skuldbundnir til að innleiða hana. Svíar hafa engan slíkan fyrirvara en þeir halda þó enn í sænsku krónuna og neita að ganga inn í gjaldmiðlasamstarfið sem er forsenda þess að taka upp evru.
Þorgerður Katrín ræðir við blaðamann Morgunblaðsins (mynd; mbl.is/Árni Sæberg),
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), formaður Viðreisnar, talaði 11. desember eins og það hefði syrt í álinn í viðræðunum um stjórnarmyndun en birt að nýju; nú hefði hún trú á því að ríkisstjórn yrði mynduð fyrir áramót. Hvað gerðist? Hvers vegna er ekki spurt um það?
ÞGK sagði í Morgunblaðinu í morgun (12. desember) að efnahagsmálin væru „stærsti málaflokkurinn“ og ný afkomuspá hagstofunnar um að heildarafkoma A1-hluta ríkissjóðs árið 2025 væri nú áætluð neikvæð um 1,2% af vergri landsframleiðslu „hjálpaði ekki“. Spáin gerði „verkefnið snúnara“ og hefði „aðeins tafið“ viðræðurnar. Þetta væri þó „bara áskorun og verkefni“ sem hún, Inga Sæland og Kristrún Frostadóttir tækju „af festu og ábyrgð og hæfilegri bjartsýni“.
Það lofar ekki góðu um framhaldið sé þessi spá haldreipi til að skýra vandræðin í viðræðunum. Í þessu sambandi má minnast þess að 12 ársfjórðunga í röð hafa bráðabirgðatölur hagstofunnar verið vanmat. Hvergi hefur neitt haldfast komið fram sem bendir til þess að glímt sé við óvenjuleg eða ófyrirséð vandræði í hagstjórninni um þessar mundir.
Öll efnahagsleg óvissa á nú rætur í samtölum þeirra sem vinna að myndun ríkisstjórnar. Verður evrustefna Viðreisnar leiðarljósið í efnahagsmálum? Slær Inga Sæland af útgjaldakröfum sínum? Hafa þær verið reiknaðar og settar inn í spálíkan hagstofunnar? Hvað með plan Samfylkingarinnar? Á ekki að skýra opinberlega frá efnahagslegum áhrifum þess?
Það er hreinn fyrirsláttur að spá hagstofu um afkomu ríkissjóðs vegna hugsanlega minnkaðra tekna árið 2026 setji strik í viðræður þriggja flokka sem allir boða aukin ríkisútgjöld en neita að segja skattgreiðendum hvernig þeir ætla að afla aukinna tekna.
Að aðalhagfræðingur Landsbanka Íslands ýti undir slíkar ranghugmyndir til að réttlæta tafir við stjórnarmyndunina eins og hún gerði á Vísi 11. desember er fáheyrt.