22.6.2019 10:13

Aðskilnaður í sundi – hustings

Blaðið segir að með þessu vilji sundfélagið stuðla að aðlögun en í þessu tilviki sé hún framkvæmd með því að sundra.

Í leiðara Jyllands-Posten sem birtist laugardaginn 22. júní er fjallað um vanda sem skapast hefur í borgarhlutanum Tingberg við Kaupmannahöfn þar sem fjöldi innflytjenda er búsettur.

Tilefni leiðarans er að Hovedstadens Svømmeklub, sundfélag höfuðborgarinnar, hefur gefið út fyrirmæli sem fela í sér að stúlkur geti stundað sund án þess að karlar fylgist með þeim. Reglurnar eru settar til að unnt sé að fá múslima-stúlkur til að stunda sund – aðeins mæður hafa fylgjast með dætrum sínum í lauginni, feður mega ekki láta sjá sig.

Blaðið segir að með þessu vilji sundfélagið stuðla að aðlögun en í þessu tilviki sé hún framkvæmd með því að sundra.

Vitnað er til orða menningarmála-borgarstjóra Kaupmannahafnar um nauðsyn þess að „rými“ borgarinnar sé eins „lýðræðislegt, fjölbreytt og opið“ og frekast sé kostur. Til að ná því marki sé ef til vill nauðsynlegt að grípa til úrræða sem leysi ekki allt, án þeirra verði þó aldrei unnt á ná til sumra hópa.

Risenga02Blaðið segir að í þessum orðum felist sá misskilningur að islam stuðli að fjölbreytni, í islam felist allt annað en fjölbreytni. Þar séu dregin skil milli þess sem sé hreint og óhreint, leyfilegt og bannað, milli okkar og þeirra og ekki síst milli karla og kvenna eins og gert hafi verið í sundhöllinni í Tingbjerg.

Blaðið varar við óþægilegum öfugmælum í boðskap menningar-borgarstjórans. Frelsi felist ekki í bönnum, sannleikur sé ekki lygi og trúarleg kynskipting í sundhöllum leiði ekki til fjölbreytni og aðlögunar. Þar sé um að ræða stuðning sveitarfélags við aðgreiningu og við „samhliða-samfélag“.

*

Þeir sem fylgjast með kosningabaráttunni milli Boris Johnsons og Jeremys Hunts um leiðtogasætið í breska Íhaldsflokknum í breskum fjölmiðlum sjá og heyra að þeir ætli að efna til hustings með flokksmönnum víða um land til að afla sér fylgis.

Orðið husting(s) er til marks um forn áhrif íslensku á ensku, þarna er um að ræða orðið húsþing.

Í íslenskri nútímamálsorðabók Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er orðið skýrt á þennan hátt: fundur starfsfólks í stofnun, starfsmannafundur. Í reglum stofnunarinnar segir að þeir sem ráðnir séu til rannsóknarstarfa við stofnunina myndi húsþing sem forstöðumaður kalli saman. Þá nota stjórnendur mennta- og framhaldsskóla þetta forna orð frá víkingatímanum um fundi með kennurum og nemendum um mál sem varða skólana og innra starf þeirra.

Í ensku virðist orðið einkum notað um fundi stjórnmálamanna með stuðningsmönnum flokks síns.