Mánudagur, 06. 10. 08.
Ríkisstjórnin var boðuð til fundar klukkan 08.30 í morgun og fyrir hann var lagt frumvarp til laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o. fl. eins og frumvarpið um heimild til fjármálaeftirlitsins til inngrips í starfsemi fjármálastofnana heitir. Ríkisstjórnin gekk frá frumvarpinu af sinni hálfu fyrir klukkan 09.30 en þá héldu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, til fundar við formenn stjórnarandstöðunnar.
Ríkisstjórn hafði komið saman til fundar að kvöldi sunnudags 05. 10. 06 í Ráðherrabústaðnum og síðan var efnt til funda í þingflokkum stjórnarinnar fram undir miðnætti. Þá töldu menn, að íslenska fjármálakerfið gæti staðist áraun heims-bankakreppunnar án beinnar íhlutunar ríkisins. Síðar kom í ljós, að vonir um þetta voru tálvonir.
Vissulega hafði það komið til tals í umræðum síðustu daga, að ef til vill yrði nauðsynlegt að grípa inn í fjármálakerfið á annan hátt en þegar Glitnir banka var bjargað. Ríkisstjórnin vildi hins vegar í lengstu lög segja nokkuð eða gera, sem gæti truflað baráttu bankanna fyrir eigin lífi. Þess vegna var Geir H. Haarde mjög varkár í sínum orðum og mátti sæta gagnrýni á þann veg, að hann hefði ekki neitt að segja, þegar eftir var gengið um lánalínur frá útlöndum og annað slíkt.
Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman klukkan 15.00 og þar var frumvarpið lagt fyrir þingmenn og kynnti Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra það í fjarveru Geirs H. Haarde, sem var að búa sig undir ávarp til þjóðarinnar, sem hann flutti í sjónvarpi og útvarpi klukkan 16.00. Þar lýsti hann því, hvernig fyrir fjármálakerfi þjóðarinnar væri komið. Við hlustuðum á hann í þingflokksherberginu og að máli hans loknu var honum klappað verðskuldað lof í lófa.
Þingfundur var settur klukkan 16.30 og þar var frumvarpinu dreift, rétt fyrir klukkan 17.00 var settur nýr fundur og frumvarpið tekið til umræðu og hafði Geir H. Haarde framsögu, formenn stjórnarandstöðu flokkanna fluttu stuttar ræður og lýstu stuðningi við, að frumvarpið fengi skjóta ferð í gegnum þingið.
Klukkan 18.00 efndi Geir H. Haarde til blaðamannafundar í þinghúsinu fyrir innlenda og erlenda fjölmiðlamenn. Þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar vekur nokkra athygli erlendis.
Klukkan 21.30 var boðað til þingfundar að nýju og varð frumvarpið að lögum 23. 20. Síðan efndum við sjálfstæðismenn til þingflokksfundar í tæpa klukkustund og ræddum atburði dagsins. 62 þingmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, en óvenjulegt er, að þingfundir séu svo vel sóttir.
Á vefsíðu The Economist má meðal annars lesa þetta í dag:
„While governments on mainland Europe were trying to save their banks, Iceland was trying to save the country after it had overextended itself trying to bail-out its banking system. Its economy had been doing well, but its banks had expanded rapidly abroad, amassing foreign liabilities some ten times larger than the country’s economy, many funded in fickle money markets. Since the country nationalised Glitnir, its third-largest bank, last week the whole Icelandic economy has come under threat. Its currency is tumbling and the cost of insuring its national debt against default is soaring. As of Monday it was desperately calling for help from other central banks and was considering radical actions including using the foreign assets of pension funds to bolster the central bank’s reserves. These stand at a meagre ?4 billion or so, according to Fitch, a rating agency, and in effect are now pledged to back more than a ?100 billion in foreign liabilities owed by its banks.
Although no other European country is as exposed as Iceland, all should heed it tale. In their desperation to shore up their banking systems, several governments have made reckless promises that they would be hard pressed to make good on. After loudly denouncing Ireland’s beggar-thy-neighbour decision last week to guarantee all the liabilities of its banks, Germany on Sunday promised to stand behind all retail deposits in its banking system, though the government gave few details of how this would be funded. Denmark set up a fund to insure deposits. Britain has also raised the level on its deposit insurance to £50,000, from £35,000, in a bid to stem an outflow of deposits to Irish banks.“
Feitletrun er mín, en þar hvetur The Economist ríkisstjórnir annarra landa til að taka vel eftir því, sem gert hefði verið á Íslandi. Blaðið segir síðan í næstu setningu, að í örvæntingu sinni til að koma bankakerfi sínu í skjól, hafi ýmsar ríkisstjórnir gefið ábyrgðarlaus fyrirheit, sem sé þeim mjög erfitt að efna.