21.7.2008 22:06

Mánudagur, 21. 07. 08.

Í blaðinu The Irish Times birti föstudaginn 18. júlí samtal við Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, og hófst hún á þennan hátt:

„THE EUROPEAN Central Bank (ECB) will not change the course of its monetary policy to assist those euro area members such as Ireland, Spain or Portugal that are currently experiencing economic difficulties, the president of the ECB, Jean-Claude Trichet, has told The Irish Times. Paul Tansey Economics Editor reports.

"The ECB has to care for the superior interest of the euro area," Mr Trichet said, adding: "Our monetary policy must be optimal at the level of the whole euro area - exactly like the Fed [ the US central bank] would not look at what is in the interest of Missouri, California or Texas."“
Seðlabankastjórinn líkir sem sé Írlandi, Spáni og Portúgal við Missouri, Kaliforníu og Texas í Bandaríkjunum og segir bandaríska seðlabankann aldrei mundu haga ákvörðunum sínum með hagsmuni þessara ríkja innan Bandaríkjanna að leiðarljósi - hið sama eigi við evrópska seðlabankann, hann verði að hafa háleitari markmið en huga að hagsmunum einstakra þjóðríkja.
 
Hvað skyldu málsvarar íslenskrar evruaðildar segja um þessa afstöðu?
 
Ég skrifaði í dag pistil um sýnilega löggæslu.