7.1.2003 0:00

Þriðjudagur 07. 01. 03

Klukkan 12.00 var fundur í borgarráði, þar sem Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur gerði grein fyrir niðurstöðu svonefndrar eigendanefndar, sem var sett á laggirnar til að meta arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Var niðurstaða nefndarinnar, að áætlanir Landsvirkjunar um 11% arðsemi væru vel úr garði gerðar.