12.3.2019 11:12

Mannréttindadómstóll vegna landsréttardómara

Meirihluti MDE skilar í raun auðu þegar að því kemur að meta áhrif niðurstöðu hans á stöðu dóma í landsrétti. Hvort það skapar réttaróvissu hér kemur í ljós.

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) felldi í dag (12. mars) dóm í landsréttarmálinu svonefnda sem höfðað var fyrir hönd Guðmundar Andra Ástráðsssonar vegna þess hvernig staðið var að skipan dómara í landsrétt.

Meirihluti dómaranna í Strassborg, fimm af sjö, tók undir með því sem sagði í dómi hæstréttar 19. desember 2017 um að dómsmálaráðherra hefði ekki farið að stjórnsýslulögum við skipan landsréttardómaranna. Þetta bryti gegn 6. gr. 1. tl. mannréttindasáttmála Evrópu:

„Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum. Dóm skal kveða upp í heyranda hljóði, en banna má fréttamönnum og almenningi aðgang að réttarhöldunum að öllu eða nokkru af siðgæðisástæðum eða með tilliti til allsherjarreglu eða þjóðaröryggis í lýðfrjálsu landi eða vegna hagsmuna ungmenna eða verndar einkalífs málsaðila eða, að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til, í sérstökum tilvikum þar sem opinber frásögn mundi torvelda framgang réttvísinnar.“

Tveir dómaranna töldu ekki um slíkt brot að ræða.

771729Aðsetur Mannréttindadómstóls Evrópu.

Hafnað var kröfu um miskabætur til Guðmundar Andra en honum dæmdar 15.000 evrur í málskostnað, aðeins hluta af því sem fram á var farið. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi fá 46.945 evrur greiddar vegna kostnaðar.

Ríkisútvarpið sagði fyrst frá dómsniðurstöðunni í fréttum klukkan 09.00. Fréttastofan sagði síðan á ruv.is: „íslenska ríkið er bótaskylt um 15 þúsund evrur eða rúmlega tvær milljónir króna“ þarna er ruglað saman bótum annars vegar, kröfu um þær hafnaði dómstóllinn, og greiðslu málskostnaðar hins vegar.

Minnihluti MDE er harorður um meirihlutann: „The judgment is in our opinion an example of “overkill”. The pilot in this case (the Minister of Justice, followed by Parliament) made a navigation mistake, but that is not a reason to shoot down the plane (the Court of Appeal),“ segir þar og einnig:

This case is not about the independence of the judiciary as such. Neither is it about the right of candidates for a post in the judiciary to a fair and equal assessment and comparison of their applications. Finally, it is not about the remedies to be offered to candidates who have not been appointed and who contest the legality of the appointment process.

The complaint now before this Court was already put before the Supreme Court. That court rejected it by judgment of 24 May 2018...“

Í málinu 24. maí 2018 kom fram að hæstiréttur taldi að ekki væri næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að Guðmundur Andri hefði, þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð dómsmálaráðherra við skipan dómara, fengið notið í landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlutdrægum dómendum.

Meirihluti MDE skilar í raun auðu þegar að því kemur að meta áhrif niðurstöðu hans á stöðu dóma í landsrétti. Hvort það skapar réttaróvissu hér kemur í ljós.

Uppfært:

Davíð Þór Björgvinsson, dómari við landsrétt og fyrrv. dómari við MDE, birti þessa hugleiðingu þegar þessu mál var skotið til MDE. Niðurstöður hans eru vel rökstuddar. Ekki verður haggað við stöðu dómara við landsrétt og þeir sem una ekki dómum sem þeir hafa hlotið geta óskað eftir endurupptöku.