25.10.2019 13:13

Deilt um samkeppniseftirlit

Þáttaskil urðu í afstöðunni til samkeppnismála hér á landi með aðildinni að EES. Þar til að hún kom á dagskrá og EES-samningurinn var gerður átti að stuðla að samkeppni með verðlagseftirliti.

Frumvarp um breytingar á samkeppnislögum hefur verið lagt fram í samráðsgátt stjórnarráðsins. Viðbrögðin við frumvarpinu bera að nokkru með sér að annaðhvort viti gagnrýnendur þess ekki hver er tilgangur að leggja mál fram í gáttina eða þeir misnoti sér þá stöðu til að reka upp kveinstafi á opinberum vettvangi í stað þess að stuðla að málefnalegum, rökstuddum umræðum.

Eitt er að þingmenn uppnámsflokka taki reiðiköst vegna málefna sem eru kynnt annað að opinberir aðilar, háskólakennarar eða hagsmunasamtök skipi sér í uppnámshópinn.

SamkForráðamenn samkeppniseftirlitsins fyrrverandi og núverandi eru í hópi gagnrýnenda. Almennt ætti að líta á þá sem vanhæfa til að skipa sér í dómarasæti um ágæti starfsramma stofnunarinnar. Það er einmitt reynslan af framgöngu þessara manna sem er að nokkru undirrót þess að frumvarpið er samið og lagt fram til kynningar.

Þáttaskil urðu í afstöðunni til samkeppnismála hér á landi með aðildinni að EES. Þar til að hún kom á dagskrá og EES-samningurinn var gerður átti að stuðla að samkeppni með verðlagseftirliti. Árið 1993 breyttist Verðlagsstofnun í Samkeppnisstofnun sem síðan varð að Samkeppniseftirliti 1. júlí 2005. Fyrir þann tíma fóru samkeppnisyfirvöld einnig með eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Neytendastofa fer nú með þau verkefni.

Opinbera verðlagseftirlitið sem hér var við lýði frá 1939 til 1993 fólst í beinum og óbeinum afskiptum af verðlagningu í stað þess að lögð væri áhersla á að örva samkeppni. Með EES-aðildinni komu samkeppnisreglur í stað verðlagsafskipta.

Þeir sem muna þá tíma verðlagseftirlits þegar ráðherrar sátu yfir ákvörðunum um verðhækkanir opinberra aðila átta sig á gjörbreytingunni sem varð 1993 í þessu efni.

Við breytinguna 1993 þótti þó ýmsum sárt að missa þennan „öryggisventil“ til að hafa stjórn á verðlagi. Trúin á að samkeppni skilaði því sem að var stefnt var ekki mikil hjá mörgum. Sem betur fer mælir enginn með verðlagseftirliti núna en sú spurning vaknar þegar hlustað er á röksemdir sumra andstæðinga frumvarpsins í samráðsgáttinni hvort þeir hafi ekki staðnað á einhverju stigi.

Stjórnvöld segja að frumvarpið færi samkeppnisregluverkið nær því er annars staðar innan EES. Þá sé það liður í stuðningi stjórnvalda við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á árinu, höfum við orðið vitni að þessu.

Umræðunum á samráðsstigi er ekki lokið. Í leiðara Fréttablaðsins í dag (25. október) segir Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri blaðsins:

„Það er skoðun ákveðins hóps í samfélaginu að Ísland skuli, byggt á hugmyndafræði um að meira eftirlit sé ávallt betra en minna, frekar en nokkurn tíma einhverjum haldbærum rökum, vera eftirbátur okkar nágrannaríkja á flestum þeim sviðum sem máli skipta þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og þá um leið styrkja samkeppnisstöðu landsins. Allt tal um að nú standi til að veikja Samkeppniseftirlitið stenst enga skoðun. Frumvarp ráðherra, sem er í senn hófstillt og skynsamlegt, er skref í rétta átt og ætti að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og um leið tryggja hagsmuni neytenda. Því ber að fagna – og styðja.“