Ræður og greinar

Þingvellir á heimsminjaskrá - 28.8.2004

Klukkan 14.30 laugardaginn 28. ágúst var efnt til athafnar á Þingvöllum, þar sem formlega var gengið frá skráningu þeirra á heimsminjaskrá UNESCO. Upphaflega var stefnt að þessari athöfn 27. ágúst en ákveðið var að fresta henni vegna útfarar Gylfa Þ. Gíslasonar. Hátíðarkór Bláskógabyggðar og Barna- og kammerkór Biskupstungna sungu, Hljómskálakvintettinn lék, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng, Steindór Andersen kvað rímur og Gunnar Eyjólfsson flutti ljóð og texta. Auk mín töluðu Francesco Bandarin, Sigurður K. Oddsson og Margrét Hallgrímsdóttir en séra Kristján Valur Ingólfsson fór með bæn.

Lesa meira

Minningarorð um Gylfa Þ. Gíslason - 27.8.2004

Gylfi Þ. Gíslason var jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. ágúst klukkan 16.00 og skrifaði ég þessa minningargrein í Morgunblaðið af því tilefni, sendi hana frá Slóveníu en efni hennar sótti ég í ræðu, sem ég flutti til heiðurs Gylfa áttræðum. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng og fléttaði lög Gylfa og  hringingingatón farsíma inn í ræðu sína.

Lesa meira

Minningargrein um Sigurjón Sigurðsson - 17.8.2004

Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju af sr. Sigurði Pálssyni, ég var einn líkmanna.

Lesa meira

Hnigna tekr heims magn? - 15.8.2004

Í þessari ræðu, sem ég flutti á Hólahátíð, leitast ég við að flétta saman sögu og samtíð. Ég velti fyrir mér frelsi og félagslegu aðhaldi og tel réttlætanlegt að beita þessu aðhaldi gagnvart fjölmiðla- og upplýsingamiðlun samtímans. Þá minnist ég auðvitað Jóns biskups Arasonar, eins og ég hef oft gert í ræðum mínum. Frelsið eftir John Stuart Mill setur einnig svip á ræðuna.

Lesa meira