1.4.1995

Sýnishornastefna Alþýðubandalagsins

Morgunblaðið 1. apríl, 1995.

Þeir, sem horfðu á umræður formanna stjórnmálaflokkanna áStöð 2 á fimmtudagskvöld, sáu, að Ólafur Ragnar Grímsson, formaðurAlþýðubandalagsins, var í miklum vanda. Hann hafði ekkert sérstakt fram aðfæra og var raunar sleginn út af laginu í upphafi þáttarins, þegar minntvar á framgöngu hans á Alþingi annars vegar og siðbótarstefnu flokks hanshins vegar. Alþýðubandalagið hefur reynt að brjótast „inn í umræðuna“ meðútspili Ólafs Ragnars með málefnasamning fyrir nýja vinstri stjórn.Fyrirheit um slíkan samning og lítt trúverðug, á meðan hvorki er vitað umefni hans né á hvaða flokkaforsendum hann er reistur. Raunar hafði ÓlafurRagnar það helst fram að færa í sjónvarpsþættinum, að hann ætlaði að ráðaBryndísi Hlöðversdóttur, annan mann á lista flokksins í Reykjavík, tilstarfa hjá ríkinu, kæmist hann til valda! Sérverkefnamenn Ólafs Ragnarslenda yfirleitt í öðrum flokkum, eins og framboð Þjóðvaka sýnir nú.

Útúrsnúningur en ekki leiðrétting

Miðvikudaginn 29. mars birtist hér í blaðinu á þeim stað, þar semsagt er frá hinu markverðasta í kosningabaráttunni, lítil klausa undirfyrirsögninni: Björn Bjarnason leiðréttur. Var þetta bréf til ritstjóraMorgunblaðsins frá Einari Karli Haraldssyni, framkvæmdastjóraAlþýðubandalagsins, sem samdi þessa fyrirsögn á texta, þar sem hann snýrút úr grein eftir mig í blaðinu 28. mars. Í grein minni velti ég því fyrir mér, hvort Ólafur Ragnar Grímssonhefði nokkru sinni gengið frá fullbúnum texta að tvíhliða samningi Íslandsog Evrópusambandsins, þegar hann, höfundur útflutningsleiðarinnar, sneristgegn aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Fullyrti ég aldrei, aðeinhver texti hefði ekki verið saminn. Ólafur Ragnar, sem á sæti íutanríkismálanefnd, hefur þó ekki séð ástæðu til að kynnameðnefndarmönnum sínum þar slíkan texta, sem nú er auðvitað úreltur og tileinskis nýtur. Hann hefur að því leyti leikið sama laumuspilið og nú meðstjórnarsáttmála vinstri stjórnarinnar. Mér hefur nú borist í pósti frá Alþýðubandalaginu: Sýnishorn afhugsanlegum samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti og samvinnufrá því í júní 1992.

Skil ég nú, hvers vegna Ólafur Ragnar lagði þettaskjal aldrei fram utanríkismálanefnd, þar sem menn eru gjörkunnugirEES-samningnum.. Í plagginu er aðeins að finna umorðun á ákvæðumsamningsins um evrópska efnahagssvæðið með einhverjum stílbrögðumAlþýðubandalagsins. Það er því rétt, sem ég sagði í grein minni, þessi samningur ÓlafsRagnars við ESB var aldrei fullsaminn. Hins vegar er til eitthvertsýnishorn af samningi, sem er í raun hvorki fugl né fiskur. Ólafur Ragnar Grímsson getur lagt stund á slíka sýnishornastefnugagnvart erlendum ríkjum, sem ekkert vita um brölt hans. Hann getur hinsvegar ekki haldið sáttmála nýrrar ríkisstjórnar leyndum fyrir íslenskum kjósendum. Hann hlýtur að leggja hann fram fyrir kosningar.