Fimmtudag 7. og föstudag 8. apríl sat ég 26. fund dómsmálaráðherra Evrópuráðsins, sem að þessu sinni var haldinn í Helsinki. Um 30 ráðherrar sóttu fundinn, þar sem rætt var um hættur af of mikilli skuldasöfnun almennings, uppbyggilega réttvísi (restorative justice), baráttu gegn hryðjuverkum og fangelsismál. Ég flutti tvær ræður, sem hér birtast. Hina fyrri um uppbyggilega réttvísi og hin síðari um hryðjuverk.
Lesa meira