27.2.1995

Listaháskóli Íslands: Nýr áfangi í listasögunni.

Morgunblaðsgrein í febrúar 1995.

Alþingi samþykkti í síðustu viku frumvarp til laga umlistmenntun á háskólastigi. Í því felst heimild fyrir menntamálaráðherratil að ganga til samninga við einakaaðila um að koma á fót ListaháskólaÍslands. Tillögur um skipulag á slíkum skóla og fjármögnun hans er aðfinna í greinargerð með frumvarpinu. Menntamálanefnd Alþingis hafði máliðtil meðferðar og fékk jákvæðar umsagnir um það. Um margra ára skeið hefur verið rætt, hvernig unnt væri að færa listnámhér á háskólastig. Hafa margir komið að málinu og frumvörp verið samin,sem annað hvort hafa dagað uppi á Alþingi eða aðeins lagst í skjalasafnmenntamálaráðuneytisins. Að frumkvæði Ólafs G. Einarssonarmenntamálaráðherra var enn skipuð nefnd til að fjalla um málið og skilaðihún samhljóða áliti eftir nokkurra mánaða starf vorið 1993. Við, sem sátum í nefndinni, gerðum tillögu, um að Listaháskóli Íslandsyrði sjálfseignarstofnun, sem gerði samning við ríki, Reykjavíkurborg ogfleiri aðila um fjármögnun, en þróaðist eftir eigin lögmálum undirgæðaeftirliti menntamálaráðuneytisins. Ríkið legði skólanum til fullbúiðhúsnæði í Laugarnesi, en þangað hefur hluti Myndlista- og handíðaskólaÍslands þegar flutt.


Góðar viðtökur


Eftir að tillögur okkar lágu fyrir voru þær rækilega kynntarfyrir listamönnum og samtökum þeirra. Tóku þær nokkrum breytingum íviðræðum menntamálaráðuneytisins við forráðamenn listamanna. Bandalagíslenskra listamanna undir forystu Hjálmars H. Ragnarssonar tónskáldslýsti við svo búið eindregnum stuðningi sínum við framgang málsins. Þóttieinsdæmi í sögu þess, hve einhuga öll aðildarfélögin voru. Þessistuðningur listamanna var ákaflega mikilvægur og gefur góðar vonir, um aðtafarlaust verði ráðist í að nýta þær heimildir, sem felast í nýsamþykktufrumvarpi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir, að ríkisvaldið hafi allt frumkvæði ímálinu, eftir að Alþingi hefur veitt menntamálaráðherra hinar nauðsynlegulagaheimildir og mælt fyrir um háskólakennslu í listmenntun. Nú er komiðað öðrum að stofna félag um Listaháskóla Íslands og semja við ríkið,Reykjavíkurborg og aðra aðila um fjármögnun hans. Er við því að búast, aðBandalag íslenskra listamanna hafi þar forystu. Ákveða þarf endanlegainnra skipulag skólans, ráða skólameistara og setja skólanum þau markmið,sem hæfa listaháskóla. Tillögur um þetta allt liggja fyrir, en það varekki Alþingis að taka afstöðu til þeirra. Aðild Bandalags íslenskra listamanna að undirbúningi málsins, eindreginsamstaða meðal allra samtaka listamanna og mikilli áhugi innan þeirraskóla, sem nú starfa og koma helst við sögu, Myndlista- og handíðaskólaÍslands, Leiklistarskóla Íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík eru tilmarks um eindreginn vilja til að hrinda lögunum sem fyrst í framkvæmd.


Samið um fjármögnun


Alþingi samþykkti frumvarpið um listmenntun á háskólastigisamhljóða. Í umræðum um það kom fram, að málatilbúnaður værisérkennilegur, af því að ekki væri mælt fyrir um fjármögnun ListaháskólaÍslands í frumvarpinu. Þeir, sem þannig tala, átta sig einfaldlega ekki ágrunnhugmyndinni að baki frumvarpinu. Ríkisvaldið er ekki að skorast undanað leggja fram fé til listmenntunar á háskólastigi. Af hálfu ríkisinsliggur fyrir heit um að gera fjármögnunar- eða þjónustusamning við hinnnýja skóla. Reykjavíkurborg hefur til þessa lagt fram fé til Myndlista- oghandíðaskóla Íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík. FulltrúiReykjavíkurborgar átti sæti í nefndinni, sem undirbjó tillögurnar að bakihinu nýsamþykkta lagafrumvarpi. Í tillögunum er gert ráð fyrir, aðReykjavíkurborg eigi einn fulltrúa í stjórn skólans, enda leggibrogarsjóður skólanum til fé samkvæmt samningi um það efni. Gengið er aðþví sem vísu, að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki aðild höfuðborgarinnarað Listaháskóla Íslands.


Nýr áfangi í listasögunni


Með samþykkt frumvarpsins um listmenntun á háskólastigi hefstnýr áfangi í listasögu þjóðarinnar. Hans hefur lengi verið beðið. Þaðhefur staðið listnámi hér fyrir þrifum, að ekki sé unnt að stunda það áháskólastigi. Samruni listnáms í einum skóla verður í sjálfu sér til aðörva enn frekar íslenska listsköpun og listalíf. Menningar- og listalíf þjóðarinnar er gróskumikið. Hvort heldur ítónlist, leiklist, myndlist eða bókmenntum sækja menn ótrauðir fram.Viðurkenning sú, sem Einar Már Guðmundsson hlýtur nú meðbókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs, er enn ein staðfesting á því, að nýkynslóð íslenskra listamanna stendur hinum eldri ekki að baki. ÍListaháskóla Íslands á ekki aðeins að leggja rækt við það, sem þegar hefurþróast hjá okkur um aldir eða áratugi, heldur einnig takast á við nýviðfangsefni eins byggingarlist. Miklu skiptir, að markið verði sett hátt strax í upphafi.