Ræður og greinar

Mánudagur 02. 09. 13 - 2.9.2013

Viðtal mitt á ÍNN við Ragnar Axelsson (Rax) ljósmyndara um nýja bók hans, Fjallamenn er komið á netið og má sjá hann hér.

Björn Valur Gíslason er furðulegt fyrirbæri í stjórnmálum og netheimum. Hann er varaformaður VG þótt hann hafi kolfallið í prófkjöri flokks síns Reykjavik. Hann segir meðal annars á vefsíðu sinnig mánudaginn 30. ágúst:

---

„ Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu Íslenskra útgerðarmanna. Morgunblaðinu er ritsýrt af fyrrverandi formanni sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Morgunblaðið er ekki hlutlaust blað. Morgunblaðið er flokksblað. Morgunblaðið er áróðursblað.
Margir skólar (jafnvel flestir?) hafa bannað eða takmarkað mjög dreifi- og kynningarrit utan að komandi aðila í skólum. Þetta á t.d. við um íþróttafélög, trúfélög, stjórnmálaflokka og hverskonar auglýsingar. Hvað margir skólar kenna Morgunblaðið? Í hvað mörgum skólum fá kennarar Morgunblaðið „skólum að kostnaðarlausu“ í hendur sem námsgagn? Hvernig er námsmati háttað við kennslu í Morgunblaðinu?“

---

Heiftin sem birtist í þessum texta er til marks um dæmigerða sósíalíska ritskoðunaráráttu sem ástæða er til að mótmæla. Hver má eiga blað sem lesið er í grunnskólum?  Hvernig á að kenna börnum lífsleikni sem mælt er fyrir um í námskrá ef ekki má leyfa þeim að lesa dagblöð? Björn Valur nefnir ekki neitt efni í Morgunblaðinu sem skaðar lesendur heldur eigendur og ritstjóra sem hann treystir ekki til vinna

Öryggis- og varnarmál - 3.4.2013

Hér er brugðið ljósi á stöðuna í öryggis- og varnarmálum. Í fyrsta lagi er farið orðum um það sem ber hæst í öryggismálum norðurslóða. Í öðru lagi er stöðunni í íslenskum öryggismálum lýst. Í þriðja lagi eru nefnd nokkur almenn atriði sem hafa ber í huga við víðtækara mat á stöðunni.

Lesa meira

Bildt, Össur, EES og Kýpur - 27.3.2013

Grein birtist í Fréttablaðinu 27. mars 2013
Lesa meira

Ný Snorrasýning - 16.3.2013

Hér er ávarp sem ég flutti í Reykholti sem formaður stjórnar Snorrastofu þegar sýningin Saga Snorra var opnuð
Lesa meira

Hannes Hólmsteinn 60 ára, 19. febrúar 2013   - 19.2.2013

Hér er ávarp sem ég flutti til heiðurs dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor á 60 ára afmæli hans.
Lesa meira

Minningarorð – Stefán P. Eggertsson - 17.1.2013

Stefán Pétur Eggertsson verkfræðingur var jarðsettur 17. janúar 2013. Hann lést af krabbameini 66 ára að aldri, sr. Birgir Ásgeirsson jarðsöng frá Dómkirkjunni. Ég skrifaði þessi minningarorð í Morgunblaðið.

Lesa meira