9.8.2025

Vinnsluleyfi á hafsbotni

Morgunblaðið, laugardagur 9. ágúst 2025.

Kenn­ing­in um að smáríki þurfi skjól í heimi hnatt­væðing­ar hef­ur vissu­lega nokkra skír­skot­un. Inn­an ESB yrði slíkt skjól fyr­ir Ísland ekki vernd held­ur yfirþyrm­andi um­gjörð.

Kvart­an­ir und­an reglu­verki EES-samn­ings­ins sýna það sem í vænd­um væri með ESB-aðild. Þyki EES-reglu­verkið þung­bært myndi ESB-aðild leiða til þess að stór hluti laga­setn­ing­ar og stjórn­sýslu flytt­ist ein­fald­lega frá Reykja­vík til Brus­sel. Lítið ís­lenskt stjórn­kerfi kiknaði und­an flækj­u­stigi og um­fangi þess reglu­verks sem leiðir af aðild að ESB.

Freist­ing­in til að láta mál al­farið ráðast á vett­vangi ESB yrði mik­il. Aust­ur­rísk­ur stjórn­ar­er­ind­reki lýsti henni fyr­ir mér í Brus­sel fyr­ir mörg­um árum. Hann sagði að heima fyr­ir þætti stjórn­mála­mönn­um og emb­ætt­is­mönn­um þægi­legt að óvin­sæl­ar en nauðsyn­leg­ar ákv­arðanir birt­ust sem til­skip­an­ir frá ESB – þær væru inn­leidd­ar umræðulaust í Vín­ar­borg eins og ann­ars staðar.

Hér á landi er aðild að þessu kerfi rétt­lætt með því að hún veiti „sæti við borðið“. Raun­veru­leik­inn er sá að Íslend­ing­ar hefðu lít­il sem eng­in áhrif við þetta borð – aðeins skyldu til að gleypa allt sem þaðan kæmi.

Við hefðum fram­selt vald til yfirþjóðlegra meg­in­lands­stofn­ana sem hafa enga reynslu eða þekk­ingu á viðfangs­efn­um fá­mennr­ar eyþjóðar í Norður-Atlants­hafi.

Tök­um dæmi: ís­lensk stjórn­mál hafa reglu­lega logað vegna ágrein­ings um hval­veiðar. Með inn­göngu í ESB hyrfu hvala­mál af póli­tísk­um vett­vangi – ekki í sátt, held­ur vegna þess að ESB er and­vígt veiðunum. Dett­ur nokkr­um í hug að ís­lensk­ir diplómat­ar und­ir for­ystu at­vinnu­vegaráðherra myndu leggja fram kröfu um var­an­lega eða tíma­bundna und­anþágu fyr­ir hval­veiðar í ESB-aðlög­un­ar­viðræðum?

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is- og orku­málaráðherra, hef­ur lýst sig hlynnt­an aðild að ESB – og um leið já­kvæðan gagn­vart olíu- og gas­leit á ís­lenska land­grunn­inu. Með aðild að ESB yrði ráðherr­ann bund­inn af svo ströng­um regl­um um leit og nýt­ingu orku­linda á hafi úti að hann hefði ekk­ert um málið að segja. Að ætla að fá und­anþágu á þessu sviði er óraun­hæft.

Screenshot-2025-08-09-at-21.21.41Enn strang­ari eru regl­ur sam­bands­ins um námu­vinnslu á hafs­botni – þar gild­ir bann.

Í sept­em­ber 2024 skilaði Mario Drag­hi, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri evr­unn­ar og for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, 393 blaðsíðna skýrslu til Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, um sam­keppn­is­hæfni Evr­ópu.

Í skýrsl­unni er ESB meðal ann­ars hvatt til að kanna kosti þess að heim­ila „um­hverf­is­lega sjálf­bæra“ námu­vinnslu á djúp­sjáv­ar­botni. Á hafs­botni megi finna kop­ar, mang­an, nikk­el, kó­bolt, tít­an og fáséð jarðefni í meira magni en finn­ist á landi.

Drag­hi legg­ur ekki til að taf­ar­laust sé gef­in heim­ild til leit­ar og vinnslu. Hann seg­ir hins veg­ar að jarðefni á hafs­botni beri að skoða sem nýt­an­lega auðlind til að stuðla að vexti og sam­keppn­is­hæfi Evr­ópu og þess vegna sé þörf á að rann­saka haf­djúp­in bet­ur.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sex­tán evr­ópsk um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök sendu von der Leyen harðort bréf þar sem þessi áform um námu­vinnslu voru for­dæmd sem úr­elt og skaðleg. Fram­kvæmda­stjórn­in ít­rekaði strax í októ­ber 2024 þá af­stöðu sína, sem fyrst var kynnt árið 2022, að öll námu­vinnsla á út­haf­inu væri bönnuð þar til vís­inda­legri óvissu hefði verið eytt og skaðleysi vegna vinnslu tryggt.

Með þessu set­ur ESB sig í sér­staka stöðu gagn­vart Banda­ríkj­un­um og Kína.

Kín­verj­ar stunda djúp­sjávar­rann­sókn­ir utan eig­in lög­sögu og ætla ekki að tapa for­ystu sinni í málm- og jarðefna­öfl­un. Í fe­brú­ar 2025 til­kynntu yf­ir­völd á Cook-eyj­um í Suður-Kyrra­hafi að þau hefðu gert fimm ára samn­ing við Kín­verja um að þeir rann­sökuðu hvort finna mætti nýt­an­leg jarðefni á hafs­botni í eyja­klas­an­um. Í samn­ingn­um felst ekki vinnslu­leyfi en til þess kann að koma.

Banda­ríkja­for­seti, Don­ald Trump, gaf 24. apríl 2025 út til­skip­un um heim­ild til námu­vinnslu á hafs­botni, bæði inn­an efna­hagslög­sögu Banda­ríkj­anna og á alþjóðleg­um svæðum. Banda­ríkja­menn ættu að verða leiðandi í heim­in­um við vinnslu steinefna á og í hafs­botni, sér­stak­lega kóbalts, nikk­els, mang­ans, kop­ars, tít­an­íums og fáséðra jarðefna. Þetta væri þjóðarör­ygg­is­mál, tryggja yrði nægt aðgengi að þess­um efn­um.

Þótt um­hverf­issinn­ar for­dæmi þessa ákvörðun for­set­ans og hóti mála­ferl­um búa fyr­ir­tæki sig und­ir að sækja um leyfi. NOAA, banda­rísk stofn­un sem veit­ir slík leyfi og hef­ur eft­ir­lit, vinn­ur nú að verklags­regl­um á grunni banda­rískra laga og alþjóðlegra skuld­bind­inga.

Á Íslandi hef­ur einnig verið vak­in at­hygli á málm­in­um mang­an. Sig­urður Steinþórs­son, pró­fess­or emer­it­us, sagði árið 2004 á Vís­inda­vef HÍ að rann­sókn­ir á Reykja­nes­hrygg sýndu að mang­an hefði sest þar í mó­bergs­set en ekki myndað kúl­ur (hnyðlinga) eins og víðast ann­ars staðar. Árin 1990 og aft­ur 1991 voru gerðar leiðang­urs­rann­sókn­ir á svæðinu. Áður hafði mangangrýti komið í vörpu tog­ara um 75 km sunn­ar á hryggn­um.

Í mars 2025 samþykkti land­grunns­nefnd SÞ að ís­lensk yf­ir­ráð næðu 570 míl­ur suður á Reykja­nes­hrygg. Spurn­ing­in er þessi: Ætlum við að horfa til reglu­verks­ins í Brus­sel eða sókn­ar­krafts­ins í Washingt­on vegna rann­sókna og nýt­ing­ar nátt­úru­auðlinda þarna og á öðrum mik­il­væg­um hafsvæðum í ís­lenskri lög­sögu? Frek­ari rann­sókna er vissu­lega þörf.

Full­veld­is­rétt­indi og for­ræði Íslands yfir risa­stóru land­grunni, 1,2 millj­ón ferkm, eru tryggð. Íslensk stjórn­völd ákveða nú ráðstöf­un auðlinda þar. Með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hyrfi for­ræðið und­ir skri­fræði og í skjól Brus­selmanna.