2.8.2025

Trump beitir tollavopninu

Morgunblaðið, laugardagur 2. ágúst 2025.

Það er til marks um áhrifa­mátt viðskipta­legs þátt­ar hnatt­væðing­ar­inn­ar hvernig Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti beit­ir efna­hags­leg­um styrk Banda­ríkj­anna og tolla­vopni til að ná sínu fram eða stilla til friðar hvarvetna í heim­in­um.

Hernaðaraðgerðir Ísra­ela og Banda­ríkja­manna auk efna­hags­legra hót­ana Trumps settu Írön­um ný­lega stól­inn fyr­ir dyrn­ar. Gegn Írön­um hef­ur Trump hótað að beita því sem á ensku kall­ast second­ary sancti­ons, af­leidd­ar refsiaðgerðir. Þá refs­ar Banda­ríkja­stjórn fyr­ir­tækj­um sem stunda viðskipti við ríki und­ir refsi­vendi, til dæm­is Íran. Fyr­ir­tæk­in gjalda þess að taka af­stöðu með einu ríki á móti öðru.

Trump seg­ist hafa átt þátt í að koma á vopna­hléi milli Ind­verja og Pak­ist­ana í maí 2025 með því að beita viðskipta­vopni sínu sam­hliða af­skipt­um banda­rískra stjórn­ar­er­ind­reka. Ind­verj­ar hafna þess­um full­yrðing­um hans harðlega og segja að um tví­hliða sam­komu­lag hafi verið að ræða milli her­stjórna land­anna. Pak­ist­an­ar hafa hins veg­ar þakkað Banda­ríkja­stjórn op­in­ber­lega fyr­ir að stuðla að friðsam­legri lausn.

Miðviku­dag­inn 23. júlí stefndi í óefni milli herja Taí­lands og Kambódíu og þá ræddi Trump við for­sæt­is­ráðherra land­anna og sagði þeim að ófriður milli þeirra myndi stöðva viðskiptaviðræður Banda­ríkja­stjórn­ar við þá og hugs­an­lega leiða til þess að toll­ar yrðu lagðir á helstu út­flutn­ings­vör­ur þeirra til Banda­ríkj­anna. Kom þessi hót­un hans til fram­kvæmda 25. júlí. Stjórn Malas­íu beitti sér fyr­ir vopna­hlésviðræðum 27. júlí að viðstödd­um sendi­herr­um Banda­ríkj­anna og Kína sem áheyrn­ar­full­trú­um og óform­leg­um ábyrgðarmönn­um. Dag­inn eft­ir var til­kynnt að stjórn­ir Taí­lands og Kambódíu hefðu samið um taf­ar­laust en brot­hætt vopna­hlé án nokk­urra skil­yrða. Við blasti að af­skipti Banda­ríkja­stjórn­ar höfðu vegið þyngst og 29. júlí heim­ilaði Trump fram­hald viðskiptaviðræðna við full­trúa Taí­lands og Kambódíu. Kín­verj­ar voru þarna í aft­ur­sæt­inu sem vin­ir Kambódíu­manna.

57830733208e479d2aa55f8aa9946fd0

Í maí tók Trump af skarið um að refsiaðgerðum og viðskiptaþving­un­um gegn Sýr­landi skyldi hætt og síðan hef­ur hann unnið að því að skapa frið og stöðug­leika milli Ísra­ela og Sýr­lend­inga. Þegar drús­ar sættu of­beldi og grimmd á landa­mær­um ríkj­anna um miðjan júlí beitti Banda­ríkja­stjórn sér fyr­ir friði milli þeirra og skapaði drús­um þannig svig­rúm til ör­ygg­is að nýju.

Banda­ríkja­stjórn tók af­stöðu gegn loft­árás Ísra­ela á stjórn­ar­bygg­ing­ar í Dam­askus, höfuðborg Sýr­lands. Hún hef­ur hins veg­ar staðið fast við hlið Ísra­els­stjórn­ar vegna átak­anna við Ham­as á Gaza. Trump hef­ur lýst stuðningi við 60 daga vopna­hlé en hann hef­ur hvorki beitt Ísra­els­stjórn diplóma­tísk­um né efna­hags­leg­um þrýst­ingi til að þröngva henni til að samþykkja mála­miðlun af nokkru tagi.

Vopna­hlésviðræður um Gaza hafa farið fram með hlé­um. Und­ir lok júlí hættu full­trú­ar Trumps þátt­töku í viðræðunum með þeim orðum að Hamassam­tök­in vildu ekki ná neinu sam­komu­lagi.

Trump skellti sjálf­ur 25. júlí allri skuld­inni á for­ystu­menn Ham­as, þeir vildu ekki samn­ing. „Ég held þeir vilji deyja… staðan er orðin þannig að það verður að ljúka verk­inu.“ Hann sagði einnig að það yrði að leita allra Ham­as­for­ingja uppi. Var þetta túlkað á þann veg að hann kysi frek­ar hernaðarlega lausn en diplóma­tíska.

Hörm­ung­arn­ar og neyðin á Gaza eru óbæri­leg­ur blett­ur á sam­tím­an­um. Friður er löngu tíma­bær. Sömu sögu er að segja um stríðið í Úkraínu þar sem Rúss­ar herja á al­menna borg­ara úr fjar­lægð með drón­um og flug­skeyt­um en víg­lín­an sjálf er djúp­fryst.

Frægt er að Trump sagðist ætla að ljúka Úkraínu­stríðinu á ein­um sól­ar­hring eft­ir að hann yrði for­seti öðru sinni. Nú hef­ur hann gegnt embætt­inu í sjö mánuði. Fyrstu mánuðina sýndi hann Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seta vin­ar­hót og hafnaði vopna­send­ing­um til Úkraínu. Hann mildaðist eft­ir að til sög­unn­ar kom samn­ing­ur um aðgang Banda­ríkj­anna að fá­gæt­um jarðefn­um í Úkraínu. Enn mild­ari varð hann eft­ir rík­is­odd­vita­fund NATO í Haag und­ir lok júní þegar ákveðið var að rík­in skyldu verja allt að 5% vergr­ar lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála. Eft­ir að hann ákvað 15% toll á ESB 27. júlí sneri hann sér að Rúss­um. Holl­usta hans við ör­yggi Evr­ópu er skýr.

Trump til­kynnti 14. júlí að hann gæfi Rúss­um 50 daga frest til að gera vopna­hlés­samn­ing við Úkraínu, ann­ars gripi hann til af­leiddra refsiaðgerða með því að leggja 100% toll á ol­íu­kaup þriðju ríkja af Rúss­um, það er á ríki eins og Kína og Ind­land.

Trump til­kynnti síðan á fundi í Skotlandi mánu­dag­inn 28. júlí þar sem hann sat við hliðina á sir Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Breta, að hann ætlaði að stytta 50 daga frest­inn fyr­ir Pút­in niður í 10 til 12 daga. Hann leyfði Pút­in ekki leng­ur að sýna sér óvirðingu og árás­ir hans á hjúkr­un­ar­heim­ili og al­menna borg­ara væru óþolandi.

Biðin eft­ir friðargerð vegna Gaza stytt­ist þótt Ham­asliðum ber­ist póli­tísk­ur stuðning­ur úr ólík­leg­ustu átt­um. Gagn­semi hans er þó ef til vill frek­ar til heima­brúks en fyr­ir þá sem þjást í rúst­un­um.

Trump hef­ur samið um tolla­mál við banda­menn sína í Bretlandi, ESB og Jap­an. Hann á enn ósamið við Suður-Kór­eu, Mexí­kó og Kan­ada fyr­ir utan ríkið sem hef­ur staðið uppi í hár­inu á hon­um, Kína.

Beit­ing tolla­vopns er í and­stöðu við stefnu frjálsra heimsviðskipta sem mótuð var við lok annarr­ar heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hún kann að minnka spennu og skapa stund­arfrið. Til langs tíma vegn­ar heims­byggðinni þó bet­ur án tolla eða hót­ana um þá. Far­sæld­in á liðnum toll­frjáls­um ára­tug­um sann­ar það.