25.1.2025

Tímaskekkja að sýsla við ESB-möppur

Morgunblaðið, laugardagur 25. janúar 2925.

Í vik­unni hafa skil­in á milli fram­taks­semi í Banda­ríkj­un­um og reglu­veld­is í Evr­ópu orðið skýr­ari en áður. Í Banda­ríkj­un­um er boðað að allt að 500 millj­örðum doll­ara verði varið í að þróa vit­vél­ar (gervi­greind) en í Evr­ópu­sam­band­inu er rætt um hvernig komið verði bönd­um á þess­ar vél­ar.

Stjórn­ar­stefna Kristrún­ar Frosta­dótt­ur fel­ur í sér aft­ur­hvarf til stjórn­mála­deilna um staðreynd­ir sem eru aug­ljós­ar þótt ESB-sinn­ar láti eins og þær eigi ekki við hér á landi. Hvarvetna í ESB-um­sókn­ar­ríkj­um er ráðamönn­um ljóst að þeim beri að laga stefnu sína og stjórn­ar­hætti að skil­yrðum ESB. Þau eru sett til að ráða aðild­ar­ferli allra um­sókn­ar­ríkja. Spurn­ing­in er ekki hvort virða beri skil­yrðin held­ur hvort ríki fái svig­rúm til að laga sig að ein­hverj­um þeirra eða ekki. ESB-aðild­ar­viðræður snú­ast um tíma­bundið svig­rúm til að fresta inn­leiðingu en ekki hafna henni.

240_F_68166563_0zN99uwTQJzRlH4pGw5TC8h9IV2YZG9QStrandveiðibátar við Möltu.

Í umræðum um kröf­una um að eitt skuli yfir alla ganga er gjarn­an nefnt hér að Möltu­bú­um sé leyft að stunda ein­ir strand­veiðar á smá­bát­um við eyju sína í Miðjarðar­hafi. Þess­ir bát­ar eru flest­ir inn­an við 12 metr­ar að lengd. Þeir voru alls 859 árið 2021, 404 voru gerðir út allt árið en 455 hluta úr ári. All­ur flot­inn var sam­tals 6.421 tonn að stærð. Fram­kvæmda­stjórn ESB ákveður leyfi­leg­an há­marks­afla í sam­ræmi við sam­eig­in­lega sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins. Að leyfa sér að bera þetta á borð sem viðun­andi for­dæmi vegna fyr­ir­vara um var­an­leg yf­ir­ráð á Íslands­miðum er ein­fald­lega aðför að heil­brigðri skyn­semi.

Með slíku tali er reynt að blekkja al­menn­ing og gefið til kynna að full­trú­ar Íslands verði und­anþágu­smiðir gagn­vart ESB. Ekk­ert slíkt er í boði. Eng­in þjóð verður aðili að ESB vegna fyr­ir­vara sem hún set­ur og engri þjóð dett­ur í hug að sækja um aðild til að láta reyna á ósk­ir sín­ar um fyr­ir­vara. Þjóðir sækja um ESB-aðild til að verða full­gild­ir aðilar á öll­um sviðum þess.

Efn­is­lega er sjálft upp­leggið sem ESB-aðild­arsinn­ar kynna því stór­gallað. Það knýr auk þess ekk­ert á um nauðsyn þess að sækja um aðild að ESB. Tíma­setn­ing­in er al­röng í ljósi heimsviðburða og þarfar þjóðar­inn­ar fyr­ir ör­ygg­is­trygg­ingu. Stríð í Evr­ópu hafa ávallt rofið tengsl Íslands við meg­in­land álf­unn­ar. Banda­ríkja­menn ein­ir geta veitt þá trygg­ingu sem dug­ar, vilji þjóðir skapa vörn gegn ásókn stjórn­enda alræðis­ríkja, Rúss­lands og Kína.

Græn­lend­ing­ar gera sér fulla grein fyr­ir þessu. Afstaða þeirra til ör­ygg­is- og varn­ar­mála bar árum sam­an svipað yf­ir­bragð og sumra her­stöðva­and­stæðinga hér á landi. Það væri dýr­mætt fram­lag til friðar að vera á móti NATO og banda­rísk­um her­stöðvum.

Í til­efni af áhuga Don­alds Trumps á Græn­landi og gildi lands­ins fyr­ir þjóðarör­yggi Banda­ríkj­anna ræddi blaðamaður danska blaðsins Berl­ingske við Ole Wæ­ver, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla og alþjóðlega viður­kennd­an fræðimann á sviði friðar- og ör­ygg­is­mála. Wæ­ver seg­ir aug­ljóst að Græn­lend­ing­ar taki nú af­stöðu á grund­velli eig­in geópóli­tískra hags­muna og stöðu bæði í umræðum á heima­velli og við mót­un stefnu sinn­ar.

Hann seg­ist undr­andi á að það setji ekki meiri svip á umræðurn­ar núna að Græn­lend­ing­ar hafi greini­lega sýnt að þeir skilji hvernig heims­mál­um sé í raun háttað. Í fyrstu ut­an­rík­is-, ör­ygg­is- og varn­ar­mála­stefnu Græn­lands sem hafi verið birt fyr­ir einu ári sé veru­leg áhersla lögð á að sanna að Græn­land sé traust sam­starfs­land Banda­ríkj­anna og NATO og ekki til sölu fyr­ir Rússa eða Kín­verja. Græn­lend­ing­ar vilji mynda ör­ugg­an hlekk í keðjunni. Í þessu fel­ist einnig að Banda­ríkja­menn þurfi ekki að ótt­ast áhrifa­leysi sitt verði Græn­land sjálf­stætt.

„Gamla and­hernaðarlega afstaðan fól í sér gagn­rýni á hernaðarlega viðveru Banda­ríkja­manna og Thule-stöðina. Græn­lend­ing­ar hafa hins veg­ar lagt sig fram um að sanna fyr­ir Banda­ríkja­mönn­um að þrátt fyr­ir að þeir elski friðinn og friðarstarf sé hluti af þjóðlegri sjálfs­mynd þeirra hafi þeir skiln­ing á því sem sé nauðsyn­legt fyr­ir vestrið, NATO, ESB, Banda­rík­in og Dan­mörku,“ seg­ir Ole Wæ­ver.

Þarna er lýst svipaðri af­stöðu og þeirri sem birt­ist í ágæt­um sjón­varpsþátt­um um Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur þegar lagt var hart að henni í for­seta­kosn­inga­bar­átt­unni vorið 1980 að skilja á milli sín og her­stöðva­and­stæðinga, bar­áttu­manna gegn NATO og varn­ar­sam­starf­inu við Banda­rík­in. Hún sagðist í lokakapp­ræðunum í sjón­varpi berj­ast fyr­ir friði en ill nauðsyn krefðist varna.

Þá ríkti friður í Evr­ópu en tek­ist var á um leiðir til að tryggja hann. Í des­em­ber 1979 samþykkti topp­fund­ur NATO svo­nefnda tvíþætta stefnu NATO gagn­vart Sov­ét­ríkj­un­um: (1) um öfl­ug­an fæl­ing­ar­mátt gegn þeim og (2) boð um viðræður til að minnka spennu.

Í aðdrag­anda for­seta­kjörs­ins 29. júní 1980, þegar Vig­dís sigraði, færðist sí­fellt meiri hiti í deil­ur um ör­ygg­is- og varn­ar­mál hér og ann­ars staðar í Evr­ópu. Þá var keppni milli aust­urs og vest­urs, komm­ún­isma og lýðræðis.

Don­ald Trump nefndi ekki Græn­land í inn­setn­ing­ar­ræðu sinni 20. janú­ar. Það gerði hann þó síðar sama dag. Hann sagði Græn­land stór­brot­inn stað og að Banda­ríkja­menn þyrftu á því að halda til að tryggja alþjóðlegt ör­yggi. Hann væri viss um að Dan­ir myndu laga sig að því.

Ísland er aldrei nefnt þegar Trump ræðir Græn­land en um­mæli hans sýna áhuga hans á norður­slóðum. Að ís­lensk stjórn­völd nýti sér ekki áhug­ann og at­hygl­ina til að styrkja sam­band við nýja, fram­taks­sama for­ystu­sveit í Banda­ríkj­un­um held­ur sýsli við gaml­ar ESB-aðild­ar­möpp­ur er ekki góð hags­muna­gæsla.