12.7.2019

Þrjár valdakonur í ESB

Morgunblaðið föstudagur, 12. júlí 2019

 

Þegar Ursula von der Leyen, varn­ar­málaráðherra Þýska­lands, var til­nefnd næsti for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB braust út reiðialda meðal þýskra stjórn­mála­manna. Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara var bannað að greiða at­kvæði í leiðtogaráði ESB með flokks­syst­ur sinni og nán­um sam­starfs­manni í rík­is­stjórn síðan 2005. Jafnaðar­menn í stjórn Merkel veittu kansl­ar­an­um ekki umboð til að taka af­stöðu.

Megin­á­stæðan fyr­ir þess­ari reiði er ágrein­ing­ur inn­an ESB um hvernig standa skuli að vali for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Ágrein­ing­ur­inn snýst um hve mik­il völd eigi að veita ESB-þing­inu. Hef­ur leiðtogaráð ESB frjáls­ar hend­ur við til­nefn­ing­ar eða ber því að taka til­lit til vilja ESB-þings­ins og kjós­enda?

ESB-þing­menn vilja að fylgt sé reglu sem lýst er með þýska orðinu spitzenk­andi­dat, odd­vita­regl­unni á ís­lensku. Fyr­ir kosn­ing­ar til ESB-þings­ins, þær fóru síðast fram nú í maí, koma þing­flokk­ar sér sam­an um odd­vita á list­um sín­um. Odd­vita þess lista sem fær flest at­kvæði ber sam­kvæmt regl­unni að líta á sem fram­bjóðanda til for­seta­embætt­is í fram­kvæmda­stjórn ESB. Leiðtogaráðið eigi að taka til­lit til þessa.

Nú hefði Bæj­ar­inn Man­fred We­ber, odd­viti mið-hægri­flokks­ins EPP, átt að verða for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar sam­kvæmt regl­unni. Næst­ur í röðinni var Frans Timmerm­ans, jafnaðarmaður frá Hollandi. Hvor­ug­ur hlaut náð fyr­ir aug­um leiðtogaráðsins sem til­nefndi að lok­um Ursulu von der Leyen (EPP) eft­ir langa og stranga fundi.

ESB-þingið ákveður í næstu viku hvort Ursula von der Leyen tek­ur við af Jean-Clau­de Juncker 1. nóv­em­ber. Fræðilega er staða henn­ar sterk. EPP-flokk­ur­inn, S&D-flokk­ur­inn; (sósí­al­ist­ar og lýðræðissinn­ar) og frjáls­lynd­ir eiga sam­tals 444 þing­menn en 376 þarf til að njóta stuðnings hreins meiri­hluta.

Þess­ir flokk­ar standa að baki til­nefn­ingu leiðtogaráðsins en meðal sósí­al­ista kraum­ar mik­il reiði og þess vegna hef­ur von der Leyen þótt miklu skipta að eiga inn­hlaup hjá Græn­ingj­um sem voru sig­ur­veg­ar­ar ESB-þing­kosn­ing­anna. Hvort viðræður henn­ar og for­ystu­manna græn­ingja skila ár­angri kem­ur í ljós. Hún vill frek­ar geta reitt sig á stuðning þeirra en þing­manna sem hafa horn í síðu Brus­sel­valds­ins.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti barðist hart gegn holl­ustu við odd­vita­regl­una í leiðtogaráðinu. Gam­al­grón­ir ESB-þing­menn bundu ekki hend­ur hans og í ESB-þing­flokki hans, frjáls­lynd­um, vilja menn ganga lengst við að styrkja yfirþjóðlegt vald í Banda­ríkj­um Evr­ópu.

Frakk­lands­for­seti stóð að baki til­lögu um Ursulu von der Leyen – meðal ann­ars vegna þess að hún tal­ar frönsku. Þá fékk Frakk­inn Christ­ine Lag­ar­de stól seðlabanka­stjóra Evr­ópu og Belg­inn Char­les Michel verður for­seti leiðtogaráðs ESB, hann er hand­geng­inn Macron.

Christ­ine Lag­ar­de

Þegar hrunið varð haustið 2008 fóru Frakk­ar með póli­tíska for­ystu inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, þess vegna sat fjár­málaráðherra þeirra, Christ­ine Lag­ar­de, í for­sæti fjár­málaráðherra­fund­ar ESB og EES/​EFTA-ríkj­anna sem Árni M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra sótti í Brus­sel í nóv­em­ber 2008 fyr­ir Íslands hönd. Í bók­inni Árni Matt – frá banka­hruni til bylt­ing­ar (útg. 2010) seg­ir Árni að Christ­ine Lag­ar­de hafi í raun verið eini full­trúi ESB á fund­in­um sem reyndi að finna hóf­lega lausn fyr­ir ís­lensku sendi­nefnd­ina. Kynni þeirra Árna og Lag­ar­de á þess­um fundi og öðrum eru á þann veg að hann seg­ir hana jafn­an hafa sýnt Íslend­ing­um skiln­ing og verið „elsku­leg“ eins og hann orðar það.Christine-lagradeChristine Lagarde

Christ­ine Lag­ar­de varð fyrst kvenna for­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) árið 2011. Í embætt­inu kom hún að mál­um Íslands. Íhlut­un henn­ar og sjóðsins í mál hér voru barna­leik­ur miðað við átök­in við Grikki og aðrar þjóðir til bjarg­ar evru-sam­starf­inu. AGS var hluti þríeyk­is­ins sem sett var á lagg­irn­ar til höfuðs Grikkj­um. Hinir tveir full­trú­arn­ir komu frá fram­kvæmda­stjórn ESB og seðlabanka evr­unn­ar.

Í Grikklandi beittu stjórn­mála­öfl sér harka­lega gegn Christ­ine Lag­ar­de og AGS en ekki síður gegn Þjóðverj­um. Ang­elu Merkel og Wolfgang Schäu­ble, fjár­málaráðherra Þýska­lands, var lýst sem höfuðfjend­um Grikkja. Nú er það áfram hlut­verk Lag­ar­de að verja evr­una, sjálft djásnið í aug­um þeirra sem vilja meiri samruna í Evr­ópu.

Ang­ela Merkel

Herfried Münkler, stjórn­mála­fræðing­ur og fyrrv. kenn­ari við Hum­boldt-há­skól­ann í Berlín, birti í vik­unni grein í Die Welt þar sem hann fær­ir fyr­ir því rök að odd­vita­regl­an sé hættu­leg fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið. Í henni fel­ist of mik­il áhersla á vald meiri­hlut­ans. Frá önd­verðu hafi sam­bandið mót­ast af ríku til­liti til rétt­ar minni­hlut­ans.

Aðilar sam­bands­ins séu full­valda og sjálf­stæð ríki, telji þau á sér troðið kunni þau að hugsa sér til hreyf­ings og sundr­ung mynd­ist í hópn­um. Þetta sé ekki sögu­leg staðreynd held­ur lif­andi eins og komið hafi í ljós árið 2005 þegar Frakk­ar og Hol­lend­ing­ar höfnuðu frum­varpi að stjórn­ar­skrá Evr­ópu í þjóðar­at­kvæðagreiðslum. Í stað henn­ar kom Lissa­bon­sátt­mál­inn árið 2009.

Inn­an ESB tog­ast með öðrum orðum á kraf­an um að rétta lýðræðis­hall­ann með auknu valdi ESB-þings­ins og til­litið til þjóðrík­is­ins og full­veld­is þess.

Münkler seg­ir að með vís­an til virðing­ar fyr­ir þjóðrík­inu sé höfuðáhersla lögð á ein­róma ákv­arðanir á vett­vangi ESB, ör­sjald­an sé gengið til at­kvæða. Odd­vita­regl­an sé and­stæð þessu meg­in­sjón­ar­miði og í raun geng­in sér til húðar.

Að leggja nafn Man­freds We­bers fyr­ir ESB-þingið rauf sam­starf Þjóðverja og Frakka, póli­tíska þunga­miðju ESB. Að gera til­lögu um Frans Timmerm­ans gekk gegn vilja rík­is­stjórna í aust­ur­hluta Evr­ópu og á Ítal­íu.

Herfried Münkler seg­ir að við þess­ar aðstæður hafi Ang­ela Merkel enn einu sinni látið sam­stöðu inn­an ESB vega þyngra en flokk­spóli­tísk sjón­ar­mið. Þar með hafi hún opnað leiðina að sam­eig­in­legri niður­stöðu í leiðtogaráði ESB.

Stjórn­mála­fræðing­ur­inn seg­ir að í átök­un­um um for­ystu­menn ESB hafi á ný sann­ast að þar nái menn ekki fram vilja sín­um með stór­yrt­um yf­ir­lýs­ing­um og úr­slita­kost­um um menn og mál­efni held­ur með sveigj­an­leika og því að halda mörg­um leiðum opn­um. Sá sem hafi þessa aðferð best á valdi sínu nái einnig mest­um ár­angri.

Münkler seg­ir að um þess­ar mund­ir ríki jafn­mik­il óvissa um hvort Ursula von der Leyen verði kjö­in næsti for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB og hvort stóra sam­steypu­stjórn­in und­ir for­ystu Merkel lifi áfram í Berlín. Eitt sé þó víst að Ang­ela Merkel ætli að kveðja stjórn­mál­in. Af­leiðing­ar þess verði meiri í Brus­sel en í Berlín því að framtíð ESB ráðist af því hvort tak­ist að finna ein­hvern í Merkel stað sem gegni sam­an hlut­verki við að setja niður ágrein­ing og hafi það á valdi sínu. Emm­anu­el Macron hafi í síðasta „valdatafli“ sýnt að hon­um sé hlut­verkið um megn, sjón­ar­hornið sé of þröngt. Grein­inni lýk­ur á þess­um orðum:

„Þess vegna kann mál­um að vera þannig háttað að brott­hvarf Merkel af evr­ópska sviðinu sé upp­haf enda­lok­anna í Brus­sel.“