13.5.2023

Sungið og fundað í Evrópu

Morgunblaðið, 13. maí 2023.

Maí má kalla mánuð Evr­ópu þegar litið er til þess hve marg­ir dag­ar í mánuðinum eru helgaðir álf­unni á einn eða ann­an hátt.

Al­menna at­hygl­in bein­ist nú mest að Eurovisi­on, söngv­akeppni Evr­ópu. All­ur heim­ur­inn fylg­ist með hver sigr­ar í Li­verpool í kvöld þegar keppt er til úr­slita í keppn­inni í 67. skiptið.

Bret­ar eru gest­gjaf­ar keppn­inn­ar í ní­unda sinn og hlaupa í skarðið fyr­ir Úkraínu­menn sem sigruðu í fyrra en geta ekki haldið keppn­ina vegna inn­rás­ar Rússa og stríðsins. Volódímír Selenskí Úkraínu­for­seti harmaði í vik­unni að ekki hefði verið unnt að hýsa keppn­ina ein­hvers staðar nær Úkraínu svo að fólk þaðan gæti sótt hana land­veg – það sé of langt að fara til Li­verpool.

Bret­um hef­ur ekki alltaf vegnað vel í söngv­akeppn­inni. Töluðu bresk­ir fjöl­miðlar um hana af vax­andi vand­læt­ingu þar til nú, þegar þeir hampa henni mikið. Er engu lík­ara en Li­verpool gangi í end­ur­nýj­un lífdaga við að fá keppn­ina í 11.000 manna sal­inn sinn og kom­ast í alþjóðlega fjöl­miðlaljósið.

Reykja­vík verður í frétt­um í næstu viku þegar fjöl­menn­asti alþjóðlegi leiðtoga­fund­ur Íslands­sög­unn­ar verður hald­inn í Hörpu. Rík­is­odd­vit­ar 46 aðild­arþjóða Evr­ópuráðsins eða staðgengl­ar þeirra auk full­trúa frá fimm áheyrn­ar­ríkj­um ráðsins og Sam­einuðu þjóðunum, Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu (ÖSE) og Evr­ópu­sam­band­inu, hitt­ast nú í fjórða sinn í 74 ára sögu ráðsins.

Vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu þótti óhjá­kvæmi­legt að kalla æðstu menn ríkja Evr­ópuráðsins sam­an. Íslend­ing­ar fara með póli­tíska for­ystu í ráðinu frá nóv­em­ber 2022 til maíloka 2023. Lýsti rík­is­stjórn­in sig reiðubúna til að halda fund­inn í Reykja­vík nú í maí og var það samþykkt í ráðherra­nefnd Evr­ópuráðsins í nóv­em­ber 2022. Nú er spurn­ing hvort Selenskí þyki of langt að koma hingað.

Íslend­ing­ar hafa verið aðilar að Evr­ópuráðinu frá 7. mars 1950 en ráðið var stofnað 5. maí 1949. Höfuðstöðvar þess og helstu stofn­ana þess þings, ráðherr­aráðs og mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins eru í Strass­borg í Frakklandi.

Þing ráðsins samþykkti ein­róma í októ­ber 1955 að í merki Evr­ópuráðsins yrðu 12 gyllt­ar stjörn­ur á blá­um feldi og í des­em­ber sama ár samþykkti ráðherr­aráðið að merkið yrði að Evr­ópuf­ána.

OIP-3-

Evr­ópuráðsþingið hvatti ít­rekað til þess að merkið yrði tekið upp af öðrum evr­ópsk­um stofn­un­um til að árétta sam­stöðu milli fjölþjóðlegra sam­taka í sam­einaðri, lýðræðis­legri Evr­ópu.

Strax eft­ir að Evr­ópu­sam­bandsþingið kom til sög­unn­ar 1979 var lögð fram til­laga þar um að gylltu stjörn­urn­ar 12 á bláa feld­in­um yrðu fáni sam­bands­ins og árið 1986 kom ESB-fán­inn til sög­unn­ar með samþykki Evr­ópuráðsins. ESB-fán­inn blakt­ir að jafnaði við hlið þjóðfána í aðild­ar­ríkj­um ESB.

Í mál­gagni Sam­bands ísl. sveit­ar­fé­laga, Sveit­ar­stjórn­ar­mál­um, birt­ist í mars 1965 grein um að ráðherra­nefnd Evr­ópuráðsins mælt­ist til þess að sér­stak­ur Evr­ópu­dag­ur yrði hald­inn í aðild­ar­ríkj­um ráðsins 5. maí ár hvert, á stofn­degi ráðsins.

Seg­ir í grein­inni að Alþjóðasam­band sveit­ar­fé­laga hafi átt frum­kvæði að ákvörðun­inni um Evr­ópu­dag. Til þess sé ætl­ast að op­in­ber­ar bygg­ing­ar verði fán­um skrýdd­ar með þjóðfána hvers lands eða Evr­ópuráðsfán­an­um þenn­an dag. Þá verði dags­ins einnig minnst á ann­an hátt.

Sveit­ar­fé­lög hér á landi fóru að þess­um til­mæl­um og minn­ast vafa­laust marg­ir þess að á sum­um op­in­ber­um bygg­ing­um hafi verið flaggað með Evr­ópuf­án­an­um þenn­an dag. Sé 5. maí minnst hér enn sem Evr­ópu­dags dreg­ur það ekki að sér mikla at­hygli.

Evr­ópu­sam­bandið valdi síðan 9. maí sem sinn Evr­ópu­dag. Tek­ur dag­setn­ing­in mið af því þegar Robert Schum­an, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, gaf þann dag árið 1950 út yf­ir­lýs­ingu sem tal­in er upp­haf Kola- og stál­sam­bands­ins, for­vera sam­starfs­ins sem nú er und­ir merkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Í upp­hafi var gjarn­an talað um 9. maí sem Schum­andag.

Rúss­ar halda upp á 9. maí sem sig­ur­dag gegn nazist­um. Að þessu sinni var her­sýn­ing­in á Rauða torg­inu aðeins svip­ur hjá sjón. Ein­um fornskriðdreka var ekið fram hjá hátíðar­pall­in­um þar sem Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seti laug því í ræðu að þjóð sinni að hún ætti enn í stríði við ígildi nazista sem hefðu ráðist á hana úr vestri. Er jafn­vel talið að Kreml­verj­ar hafi sviðsett dróna­árás á kast­ala sinn til að hafa þá skýr­ingu á reiðum hönd­um að ekki væri var­legt að hafa fleiri vopn á Rauða torg­inu af ör­ygg­is­ástæðum.

Öryggi fund­ar­manna er of­ar­lega í huga þeirra sem skipu­leggja leiðtoga­fund­inn mikla í Hörpu. Hér verðum við lík­lega helst vör við ráðstaf­an­ir sem gerðar eru vegna þess á göt­um Reykja­vík­ur. Örygg­is­gæsl­an, und­ir­bún­ing­ur og þjálf­un lög­reglu­manna í þúsund­ir klukku­stunda í aðdrag­anda fund­ar­ins, kost­ar sitt. Fyr­ir utan ótald­ar vinnu­stund­ir lög­reglu­manna dag og nótt. Þessi gæsla og leig­an á Hörpu eru stærstu kostnaðarliðirn­ir.

Rósa Björk Björg­vins­dótt­ir, verk­efna­stjóri alþjóðamála hjá for­sæt­is­ráðuneyt­inu, sagði hér í blaðinu á dög­un­um að unnið væri með 1,8 millj­arða kr. óstaðfesta kostnaðartölu sem viðmiðun vegna fund­ar­ins mikla hér – end­an­leg tala birt­ist ekki fyrr en að fund­in­um lokn­um.

Rík­is­odd­vit­ar NATO-ríkj­anna koma sam­an í Vilnius, höfuðborg Lit­há­ens, í júlí 2023. Reiknað er með þátt­töku sendi­nefnda frá um 40 lönd­um. Í fyrra sagði ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins að kostnaður­inn við fund­inn yrði um 30 millj­ón­ir evra, 4,5 millj­arðar ísl. kr.

Þetta kost­ar allt sitt, hvort held­ur er söngv­akeppni eða stór­fund­ir. Mestu skipt­ir að lok­um að umstangið og erfiðið skili betri og friðsam­ari heimi.