10.9.2021

Sigrún Gísladóttir - minning

Sigrún Gísla­dótt­ir sýndi mik­inn styrk í veik­ind­um sín­um. Hún vissi að hverju stefndi um nokk­urt skeið án þess að láta hug­fall­ast. And­lát henn­ar kom okk­ur í ut­an­ferð MR-64-ár­gangs­ins því ekki al­veg í opna skjöldu þegar frétt­in barst. Vin­ur henn­ar, Júlí­us Sæ­berg Ólafs­son, skóla­bróðir okk­ar, sendi hana til for­ystu ferðar­inn­ar. Vöknuðu þá góðar og bjart­ar minn­ing­ar um hlut Sigrún­ar í fyrri ferðum sama hóps. Í sam­eig­in­leg­um kvöld­verði í ferðarlok minnt­ust all­ir Sigrún­ar af hlýhug.

XD2018_GBR_806A9073Nú eru því um 60 ár frá því að leiðir okk­ar Sigrún­ar lágu sam­an í MR. Í ár­gang­in­um var einnig Guðjón Magnús­son síðar eig­inmaður henn­ar, lækn­ir og pró­fess­or, sem varð bráðkvadd­ur og öll­um harmdauði í októ­ber 2009. Í Há­skóla Íslands sát­um við Guðjón sam­an í stúd­entaráði og átt­um góða sam­vinnu þótt í ólík­um deild­um vær­um.

Síðar urðu kynn­in við Sigrúnu og Guðjón nán­ari og per­sónu­legri þegar börn okk­ar Sig­ríður Sól og Heiðar felldu hugi sam­an og gengu í hjóna­band árið 1999.

Sigrún skipaði sér í for­ystu hvar sem hún lét að sér kveða. Hún stjórnaði skóla sín­um, Flata­skóla í Garðabæ, í 20 ár, frá 1984 til 2004. Tók hún við skóla­stjórn­inni af þjóðkunn­um skóla­manni, Vil­bergi Júlí­us­syni. Lagði hann grunn að starfi skól­ans árið 1958. Sigrún tók því við mik­illi ábyrgð á stóli skóla­stjór­ans eft­ir að frum­kvöðull­inn hafði setið þar í 26 ár.

Hún komst þannig að orði að í tvo ára­tugi hefði hún gegnt „drauma­starf­inu“. Hún lét af störf­um til að geta dval­ist með Guðjóni í Kaup­manna­höfn þar sem hann gegndi for­stöðumanns­starfi á veg­um Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO).

Flata­skóli naut vin­sælda og virðing­ar meðal Garðbæ­inga og sat skóla­stjór­inn tvö kjör­tíma­bil í bæj­ar­stjórn fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Tvisvar fékk ég sem mennta­málaráðherra tæki­færi til að kynn­ast metnaðarfull­um skóla­bragn­um. Í fyrra skiptið í nóv­em­ber 1996 í þann mund sem grunn­skól­inn flutt­ist frá rík­inu til sveit­ar­fé­lag­anna. Í seinna skiptið í sept­em­ber 1998 þegar Soroptim­ist­ar völdu Flata­skóla sem upp­hafs­skóla í átaki meðal sex ára barna til að efla gagn­kvæma virðingu. Fór­um við Salóme Þor­kels­dótt­ir, for­seti lands­sam­taka Soroptim­ista, þá til skóla Sigrún­ar og af­hent­um börn­un­um fræðslu­efni.

Eft­ir að fjöl­skyldu­tengsl okk­ar komu til sög­unn­ar kynnt­umst við Rut því af eig­in raun hve Sigrún lét sér inni­lega annt um syni sína þrjá, tengda­dæt­ur og barna­börn­in átta.

Þegar Bjarki Heiðars­son varð stúd­ent í lok maí 2021 tók hún þátt í fagnaðinum og hafði lif­andi áhuga á því sem hæst bar eins og jafn­an endra­nær.

Sigrúnu var mikið í mun að gefa barna­börn­um sín­um færi á að sjá sem flest­ar leik­sýn­ing­ar. Er ekki að efa að með þeim lif­ir sú minn­ing sterkt auk ut­an­ferða sem hún skipu­lagði með hóp­inn sinn til hátíðarbrigða.

Við Rut minn­umst ánægju­stunda með þakk­læti og einnig þess hve mik­inn styrk Sigrún sýndi við skyndi­legt brott­hvarf Guðjóns.

Við fær­um ást­vin­un­um öll­um inni­leg­ar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minn­ing Sigrún­ar Gísla­dótt­ur.