31.12.2022

Sex áhrifaviðburðir ársins 2022

Morgunblaðið, laugardagur 31. desember 2022

Hér skulu nefnd sex markverð tíðindi á ár­inu 2022 sem móta það sem ger­ist árið 2023 og til lengri framtíðar.

Útlönd

Stríðið í Úkraínu. Inn­rás­in í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 tek­ur á sig grimmd­ar­legri mynd eft­ir því sem stríðið leng­ist. Mark­mið Vla­dimirs Pút­ins Rúss­lands­for­seta var að afmá Úkraínu sem sjálf­stætt ríki. Að baki bjuggu keis­ara­leg­ir stór­veld­is­draum­ar. Ástandið er hættu­legra í Evr­ópu en nokkru sinni frá lok­um annarr­ar heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Vegna óvissu um áform Rússa sóttu Finn­ar og Sví­ar um aðild að NATO. Í árs­byrj­un var óhugs­andi að þjóðirn­ar teldu nauðsyn­legt að velja þá leið. Úkraínu­menn sýndu meiri and­stöðu en Pút­in vænti og þeir hafa nú var­an­lega skipað sér með ná­grannaþjóðum Rússa sem verj­ast ásókn þeirra hvað sem það kost­ar. Var­an­leg breyt­ing hef­ur orðið á hernaðarleg­um áhersl­um í okk­ar heims­hluta. At­hygli bein­ist meira en áður að norður­slóðum eft­ir því sem þreng­ir að Rúss­um á Eystra­salti og Svarta­hafi. Til að halda Rúss­um í skefj­um þarf öfl­ug­ar, var­an­leg­ar varn­ir á Norður-Atlants­hafi.

Trump til hliðar. Óhugs­andi er að Don­ald Trump bjóði sig fram til end­ur­kjörs sem for­seti Banda­ríkj­anna. Niður­stöður rann­sókn­ar þing­nefnd­ar á at­b­urðunum 6. janú­ar 2021 þegar ráðist var á þing­húsið í Washingt­on við af­greiðslu kjör­bréfs Joes Bidens sem arf­taka Trumps á for­seta­stóli eru áfell­is­dóm­ur yfir Trump sem bind­ur enda á stjórn­mála­fer­il hans. Álög Trumps á flokk re­públi­kana hverfa smátt og smátt. Þeim fram­bjóðend­um var ýtt til hliðar í kosn­ing­um í nóv­em­ber 2022 sem börðust und­ir Trump-merk­inu um að sigr­in­um hefði verið stolið af hon­um með svindli í kosn­ing­un­um 2020.

Kína í kreppu. Xi Jin­ping tókst á ár­inu að rjúfa óskráðu regl­una frá falli ein­ræðis­herr­ans Maós að eng­inn valdamaður Komm­ún­ista­flokks Kína skyldi sitja leng­ur við völd en í 10 ár. Í tíð Xis hef­ur Kína ein­angr­ast á alþjóðavett­vangi og harðstjórn hef­ur auk­ist heima fyr­ir sem birt­ist und­an­far­in miss­eri skýr­ast í of­sókn­um gegn minni­hluta­hóp­um og inni­lok­un þjóðar­inn­ar vegna COVID-far­ald­urs­ins. Þegar þjóðinni var nóg boðið vegna inni­lok­un­ar­inn­ar og lá við að upp úr syði um landið allt kúventi Kína­stjórn og sit­ur nú uppi með hundruð millj­óna sýktra og lítt bólu­settra ein­stak­linga sem sliga heil­brigðis­kerfið. Kína er í kreppu um þessi ára­mót. Ná­grannaþjóðir ótt­ast kín­versk áhrif meira en áður, yf­ir­gangs­stefna Xis á heima­velli nær út fyr­ir land­stein­ana. Draum­ur hans um al­heims-ítök í krafti fjár­fest­ing­ar­stefn­unn­ar sem kennd var við belti og braut er úr sög­unni.

Fireworks-574739__480Heima

Kjara­mál. Vil­hjálm­ur Birg­is­son, verka­lýðsfor­ingi á Akra­nesi og formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, braut ís­inn í kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) 3. des­em­ber og síðan sigldu önn­ur stór fé­lög í kjöl­farið. Mark­miðið með sam­floti fjöl­mennra fé­laga í Alþýðusam­bandi Íslands (ASÍ) og SA í kjaraviðræðum náðist. Rík­is­stjórn­in lagði sitt af mörk­um. Samn­ing­arn­ir hlutu af­ger­andi stuðning fé­lags­manna í at­kvæðagreiðslum um þá. Bylt­ing var gerð í ASÍ. Drífa Snæ­dal hrökklaðist úr for­seta­stóln­um í ág­úst, tveim­ur mánuðum fyr­ir ASÍ-þing. Þar var þó ekki gengið til for­seta­kosn­inga. Lík­leg­asti fram­bjóðand­inn, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, gaf fram­boðið móðgaður frá sér vegna mót­stöðu í umræðum á þing­inu. Hann skrifaði und­ir kjara­samn­ing 12. des­em­ber ásamt Kristjáni Þórði Snæ­bjarn­ar­syni, for­manni Rafiðnaðarsam­bands Íslands, starf­andi ASÍ-for­seta. Ragn­ar Þór treysti sér þó ekki til að mæla með eig­in samn­ingi. Það gerði Kristján Þórður sem hef­ur reynst far­sæll ASÍ-for­seti. Hann kem­ur líka beint að samn­inga­borðinu en er ekki upp­haf­inn skrif­stofumaður eins og for­ver­ar hans. Til­raun­ir þeirra til að sanna gildi sitt með stór­yrt­um yf­ir­lýs­ing­um auðvelduðu ekki endi­lega gerð samn­inga. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir skip­ar nú hlut­verk upp­hafna hróp­and­ans með hóp ein­kennisklæddra samn­inga­manna að baki sér – til hvers? Lít­ilsvirðing henn­ar í garð brottrek­inna starfs­manna Efl­ing­ar gagn­ast ekki fé­lags­mönn­um Efl­ing­ar.

Útlend­inga­mál. Alls voru 64.735 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar skráðir með bú­setu hér 1. des­em­ber 2022, eru þeir nú 16,72% íbúa lands­ins. Þeim fjölgaði um 9.758 frá 1. des­em­ber 2021, eða um 17,7%. Á sama tíma­bili fjölgaði ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um um 1.564 eða 0,5%. Fyrsta des­em­ber 2022 voru alls 2.300 úkraínsk­ir rík­is­borg­ar­ar skráðir til heim­il­is á Íslandi. Nú er 1.251 ein­stak­ling­ur með venesú­elskt rík­is­fang bú­sett­ur hér. Þá fjölgaði íbú­um frá Palestínu tölu­vert, það er um 156 ein­stak­linga eða um 96,3%. Töl­urn­ar sýna mikla breyt­ingu á ís­lensku sam­fé­lagi. Umræður um þró­un­ina verða fljótt til­finn­ingaþrungn­ar vegna þess að tals­menn engra landa­mæra vilja ræða málstað sinn með skír­skot­un til ein­stak­linga í stað þess að tekið sé mið af dap­ur­legri reynslu ná­grannaþjóða og þeirri staðreynd að hér eru höml­ur við landa­mæri mun veik­ari en hjá þeim. Landa­mæra­vörslu hef­ur því miður ekki verið breytt hér í ljósi þess sem gerst hef­ur. Í stað þess að krefjast harðari vörslu er aðild að Schengen-sam­starf­inu rang­lega kennt um skort á varðstöðunni. Þá er látið eft­ir­lits- og átölu­laust að varið skuli á ann­an tug millj­arða króna m.a. til að laða hæl­is­leit­end­ur hingað.

Sam­fylk­ing­in. Að lok­um skal talið til markverðra tíðinda á ár­inu 2022 að skipt var um for­ystu í Sam­fylk­ing­unni. Nýr formaður sagði skilið við stefn­una sem fylgt hef­ur verið frá Jó­hönnu-tím­an­um um nýja stjórn­ar­skrá og ESB-aðild.

Þakka sam­fylgd­ina 2022. Gleðilegt nýtt ár!