18.1.2025

Rannsóknir almannavarnaatvika

Morgunblaðið, laugardagur 18. janúar 2025.

Í árs­byrj­un hóf störf þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd á máls­at­vik­um í tengsl­um við hörmu­lega snjóflóðið sem féll í Súðavík 16. janú­ar 1995. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd alþing­is flutti til­lögu um nefnd­ina, var hún samþykkt 30. apríl 2024 og valdi alþingi síðan nefnd­ar­menn.

Hlut­verk þeirra er að draga sam­an og búa til birt­ing­ar upp­lýs­ing­ar um máls­at­vik í Súðavík í því augnamiði að varpa ljósi á ákv­arðanir og verklag stjórn­valda. Lýsa á (1) hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarn­ir, hvernig skipu­lagi byggðar var háttað með til­liti til snjóflóðahættu, gerð hættumats og hvernig staðið var að upp­lýs­inga­gjöf um snjóflóðahættu til íbúa Súðavík­ur; (2) fyr­ir­komu­lagi og fram­kvæmd al­manna­varnaaðgerða í aðdrag­anda snjóflóðsins, í kjöl­far þess og þar til hættu­ástandi var aflétt og (3) eft­ir­fylgni stjórn­valda í kjöl­far snjóflóðsins.

Í grein­ar­gerð með til­lögu stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar er tekið fram að við um­fjöll­un máls­ins hafi „hún ekki orðið þess áskynja að neitt sak­næmt hafi átt sér stað“ og það sé því ekki til­efni rann­sókn­ar­inn­ar.

Nefnd­in lýs­ir for­sögu máls­ins á þann veg að 6. júní 2023 hafi henni borist bréf frá Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Þar sagði ráðherr­ann að sér hefði borist er­indi frá lög­manns­stofu fyr­ir hönd aðstand­enda og eft­ir­lif­andi ætt­ingja þeirra fjór­tán ein­stak­linga sem lét­ust í snjóflóðinu í Súðavík. Hefði þess verið óskað að rann­sókn færi fram á þætti hins op­in­bera í snjóflóðinu, til að mynda með skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar á grund­velli laga um rann­sókn­ar­nefnd­ir.

Það var mat stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að mik­il­vægt væri að stofna til hlut­lægr­ar og óháðrar rann­sókn­ar á þann veg sem síðan var lýst í til­lögu henn­ar og getið er hér að ofan. Skort­ur á slíkri rann­sókn hefði skapað tor­tryggni og van­traust gagn­vart stjórn­völd­um sem mik­il­vægt væri að eyða. Rann­sókn­in gerði alþingi og stjórn­völd­um eft­ir at­vik­um kleift að meta hvort dreg­inn hefði verið lær­dóm­ur af at­b­urðunum og hvort úr­bóta væri þörf. Þá væri með rann­sókn­inni svarað ákalli um óhlut­dræga rann­sókn á máls­at­vik­um sem hefði verið uppi frá því að at­b­urðirn­ir urðu.

Frétt um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar birt­ist hér í blaðinu miðviku­dag­inn 15. janú­ar, dag­inn áður en rétt 30 ár voru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík. Þann dag, 16. janú­ar, kom fólk nú sam­an í kirkj­um í Reykja­vík og Súðavík auk þess sem þar var far­in blys­för við minn­is­varða um þá sem lét­ust í snjóflóðinu.

Störf nefnd­ar­inn­ar þjóna von­andi þeim til­gangi sem að er stefnt.

Sudavik_minnisvardi_visir.is_-696x464Minnisvarði um snjóflóðin í Súðavík (mynd:visir.is).

Hér skal rifjað upp að í lög­um um al­manna­varn­ir sem voru samþykkt 30. maí 2008 voru ákvæði um að alþingi kysi þrjá menn til fimm ára í rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna sem starfaði sjálf­stætt og óháð stjórn­völd­um og öðrum rann­sókn­araðilum, ákæru­valdi og dóm­stól­um. Skyldi nefnd­in að loknu hættu­ástandi rann­saka þær viðbragðsáætlan­ir sem stuðst var við og viðbrögð viðbragðsaðila, þar á meðal vakt­stöðvar sam­ræmdr­ar neyðarsvör­un­ar, sam­hæf­ing­ar- og stjórn­stöðvar, lög­reglu, slökkviliðs, land­helg­is­gæslu og al­manna­varna­nefnda.

Ákvæði lag­anna um þessa sjálf­stæðu rann­sókn­ar­nefnd voru felld úr al­manna­varna­lög­um með breyt­ingu sem alþingi samþykkti 9. júní 2022. Í staðinn skal al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra halda rýnifundi eft­ir að al­manna­varna­stigi hef­ur verið aflétt með full­trú­um viðbragðsaðila. Ljóst er að slík­ir fund­ir koma aldrei í stað út­tekt­ar sjálf­stæðrar nefnd­ar óháðra aðila.

Það verður ætíð þörf á sjálf­stæðri út­tekt á al­manna­varna­at­vik­um, smá­um eða stór­um, til lær­dóms fyr­ir þá sem al­manna­vörn­um sinna, til að vinna gegn tor­tryggni og til að upp­lýsa þá sem eiga um sárt að binda.

Við blas­ir að ekki hef­ur verið gerð viðun­andi út­tekt á því sem gerðist inn­an op­in­beru stjórn­sýsl­unn­ar og á grund­velli sótt­varna- og al­manna­varna­laga á covid-19-tím­an­um. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur ef menn halda að í ósk um slíka út­tekt fel­ist grun­semd­ir um ein­hver sak­næm brot. Hlut­læg skýrsla um viðbrögð við heims­far­aldr­in­um gæfi hand­höf­um lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valds hug­mynd um hvar skerpa þyrfti kröf­ur til heim­ilda og ferla yrði að nýju að skylda fólk til að halda sig heima eða í byrgj­um, bera hlífðarfatnað eða þiggja lyfja­gjöf, til dæm­is vegna eld­gosa eða átaka.

Vegna elds­um­brot­anna á Reykja­nesi, rým­ing­ar Grinda­vík­ur og Bláa lóns­ins og aðgerða til að verj­ast hraun­straumi hef­ur orðið til mik­il reynsla hjá al­menn­ingi, fyr­ir­tækj­um og op­in­ber­um aðilum á veg­um sveit­ar­fé­laga og rík­is­ins sem nauðsyn­legt er að halda til haga svo að hana megi nýta í öðrum til­vik­um og við aðrar aðstæður. Það verður ekki gert nema staðreynd­um og lýs­ingu á viðbrögðum sé haldið til haga.

Hvarvetna ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um hafa stjórn­völd dreift til heim­ila bæk­ling­um og öðru fræðslu­efni um viðbrögð á hættu­stundu. Ekki dug­ir að gera slíkt efni aðgengi­legt á net­inu því að lík­legt er að á því slokkni vegna raf­magns­leys­is.

Óviðun­andi er að 30 ár líði frá sorg­arat­b­urði eins og snjóflóðunum í Súðavík þar til haf­in er sjálf­stæð rann­sókn á þeim. Alþingi brást vel og skyn­sam­lega við til­mæl­un­um frá for­sæt­is­ráðherra. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd alþing­is mótaði far­veg fyr­ir skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar í al­manna­varna­til­vik­um.

Þegar alþingi kem­ur sam­an hljóta þing­menn að búa þannig um hnúta að ekki líði 30 ár þar til óhlut­dræg­ar út­tekt­ir liggi fyr­ir um stjórn­sýslu í heims­far­aldri og viðbrögð við jarðeld­um á Reykja­nesi.