7.6.1997

Smáþjóðaleikar - lokaathöfn

Smáþjóðaleikarinir - lokaathöfn
7. júní 1997.

Sjöundu Smáþjóðaleikunum er nú að ljúka. Undirbúningur okkar Íslendinga undir leikana stóð í mörg ár. Hinn 1. maí fórum við að telja dagana til setningarhátíðarinnar með því að senda logandi kyndil með hlaupurum umhverfis landið. Við lok leikana getum við fagnað því, að hin mikla undirbúningsvinna bar ríkulegan ávöxt. Logi leikanna mun áfram verða okkur hvatning til góðs árangurs.

Á fimm frekar köldum en sólríkum dögum hafa keppendur frá átta smáríkjum Evrópu reynt krafta sína í mörgum greinum og náð góðum og jafnvel glæsilegum árangri. Óska ég þeim öllum innilega til hamingju.

Samhliða leikunum hafa forystumenn Alþjóðaólympíunefndarinnar efnt til funda og einnig ráðherrar íþróttamála í þátttökuríkjunum. Er það samdóma álit allra, að þessu mikilvæga samstarfi í íþróttamálum verði haldið áfram. Næstu Smáþjóðaleikar verða í Liechtenstein árið 1999 og síðan hefst ný umferð í San Marino árið 2001.

Íslenska íþróttahreyfingin og sérstök undirbúningsnefnd undir forystu Ólympíunefndar Íslands hefur borið hita og þunga af Smáþjóðaleikunum, aðrir hafa í raun verið undir forsjá og umsjón hennar. Allir, sem hafa komið að framkvæmd leikanna, geta verið stoltir af starfi sínu.

Til staðfestingar á því mati, að allt hafi gengið eftir eins og að var stefnt, leyfi ég mér að vitna til þess, sem Artur Takatch, fulltrúi forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, segir í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið á öllum Ólympíuleikum frá því í Berlín 1936 og lýsir mikilli ánægju yfir því, hvernig hefur verið staðið að leikunum hér. Hann hafi skoðað alla keppnisstaði og séð, að öll íþróttamannvirki væru til fyrirmyndar. Þá segir hann orðrétt: “Umgjörðin er glæsileg og greinilegt að Ólympíunefnd Íslands hefur unnið gott starf. Framkvæmdin er á alþjóða mælikvarða og íslenska þjóðin getur verið stolt af henni."

Ég tek undir þessi orð með þökkum og hamingjuóskum til þeirra, sem eiga þetta lof sannarlega skilið.

For the Icelandic people it has been both an honour and pleasure to host and orgainze the Seventh Games of the Small States in Europe, which are now coming to an end. Although the last five days have been exceptionally cold and windy, even with some snow today, I hope all the foreign participants have felt themselves warmly welcomed by their Icelandic hosts.

We admire your fine results in a fair competition and congratulate you all.

Allow me to bring special thanks to the Icelandic Olympic Committe and the Organising Committee of the Games. It has been a matter of national pride to make this greatest sports event ever celebrated in Icleland both successful and memorable. I hope you all agree with me, that this aim has been reached. We also sincerely hope that you have had a pleasant stay as our guests.

I wish you all safe return to your home countries and we all look forward to the Eighth Games in Liechtenstein in 1999.