6.7.2024

Norrænu ríkin öll á 75 ára NATO-toppfundi

Morgunblaðið, laugardagur 6. júlí 2024.


Rík­is­odd­vit­ar 32 landa Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) koma sam­an til sögu­legs fund­ar í Washingt­on 9. og 10. júlí. Þar verður hald­inn 75 ára af­mæl­is­fund­ur banda­lags­ins sem var stofnað í Washingt­on 4. apríl 1949.

Aðild Svíþjóðar að banda­lag­inu og valið á Mark Rutte sem arf­taka Jens Stolten­bergs í embætti fram­kvæmda­stjóra NATO hljóta form­lega staðfest­ingu. Rætt verður um stríðið í aust­ur­hluta Evr­ópu og efl­ingu varna banda­lags­ins. Lagt verður á ráðin um framtíðaraðstoð við Úkraínu.

Til hliðar við form­lega fundi verður rætt um stjórn­mála­ástandið í ein­stök­um lönd­um, ekki síst í kjarn­orku­veld­un­um þrem­ur inn­an banda­lags­ins, Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Frakklandi.

Í öll­um lönd­un­um þrem­ur rík­ir póli­tísk óvissa vegna kosn­inga og breyt­inga á rík­is­stjórn­um. Kjós­end­ur hafa tekið af skarið í Bretlandi og Frakklandi án þess að afstaðan til aðild­ar land­anna að NATO breyt­ist. Í Banda­ríkj­un­um er óviss­an tvíþætt, hvort Joe Biden for­seti bjóði sig fram til end­ur­kjörs og hvað ger­ist gagn­vart NATO sigri Don­ald Trump í kosn­ing­un­um í nóv­em­ber.

Við framtíðarspurn­ing­um fást eng­in end­an­leg svör en áhersl­an er á að tryggja að NATO hafi fæl­ing­ar­mátt sem dugi til þess að halda Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta í skefj­um. Brotni varn­ar­lín­an í Úkraínu ótt­ast fleiri ná­grannaþjóðir Rússa og fyrr­ver­andi lýðveldi inn­an Sov­ét­ríkj­anna að á þau verði ráðist. Hug­sjón­in um Stór-Rúss­land keis­ara­tím­ans nýt­ur samúðar á ólík­leg­ustu stöðum. Til­efn­is­laus árás Pútíns á Úkraínu er skýrð með samúðar­votti, Rúss­ar glími við of­sókn­aræði gagn­vart vestr­inu. Rússa­grýl­an sé þar ljós­lif­andi.

Inside_Update-email-photo_-46-

Nor­ræn­ar ná­grannaþjóðir okk­ar sam­hæfa herafla sinn á mark­viss­an hátt. Al­ex­and­er Stubb Finn­lands­for­seti, Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, og Ulf Kristers­son, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, hitt­ust til dæm­is 19. og 20. júní í Bodø í Nor­egi til að ræða leiðir til að dýpka varn­ar­sam­starf sitt í hánorðri inn­an ramma aðild­ar sinn­ar að NATO.

Finn­lands­for­seti sagði að þeir hefðu einnig rætt hvernig þeir myndu haga störf­um sín­um á rík­is­odd­vita­fund­in­um í Washingt­on 9. og 10. júlí. Það væru mörg mál­efni sem þeir gætu kynnt sam­eig­in­lega á fund­in­um

Eitt af þeim mál­um sem þró­ast hef­ur hratt frá aðild Finna og Svía að NATO er ákvörðunin um að inn­an her­stjórn­ar­kerf­is NATO eigi nor­rænu rík­in öll að falla und­ir sam­eig­in­legu NATO-her­stjórn­ina JFC Nor­folk í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um eins og Kefla­vík­ur­stöðin gerði í kalda stríðinu. Þá var skipu­lagið hins veg­ar þannig að Nor­eg­ur og Dan­mörk féllu und­ir Evr­ópu­her­stjórn NATO.

Varn­ar­málaráðherr­ar Dana og Norðmanna rituðu 27. júní und­ir tví­hliða sam­komu­lag um aukið varn­ar­sam­starf sem snýr að N-Atlants­hafi og norður­slóðum. Í sam­komu­lag­inu er meðal ann­ars rætt um eft­ir­lit með drón­um og aukn­ar loft­varn­ir.

Þegar lesið er um þetta sam­starf um gæslu í næsta ná­grenni okk­ar má spyrja hvort ekki sé sam­starfs­áhugi hjá þess­um vinaþjóðum gagn­vart okk­ur eða hvort ís­lensk stjórn­völd hafi eng­an áhuga á varn­ar­sam­starfi við nor­rænu rík­in. Þau haldi sig al­farið að Banda­ríkj­un­um í krafti varn­ar­samn­ings­ins.

Þrátt fyr­ir samn­ing­inn verðum við að huga að okk­ar eig­in fram­lagi. Í til­kynn­ingu um dansk/​norska sam­starfið var sagt frá þjálf­un norskra flug­manna og flug­virkja hjá danska flug­hern­um á Sea­hawk-þyrl­um. Dan­ir hafa tekið þær í notk­un og Norðmenn keypt. Þeir sem nú skoða end­ur­nýj­un á þyrlu­flota land­helg­is­gæsl­unn­ar ættu ekki að leita langt yfir skammt. Áhrif af rekstri sam­bæri­legra þyrlna myndu birt­ast í gagn­kvæmu ör­yggi og ná­inni sam­vinnu.

Kaup á nýj­um banda­rísk­um þyrl­um yrði mik­il­vægt fram­lag Íslands til eig­in ör­ygg­is og til að efla ör­yggi á N-Atlants­hafi auk þess sem huga ætti að drón­um bæði í lofti og hafi. Þeir eru borg­ara­leg tæki fyr­ir borg­ara­leg­ar stofn­an­ir.

Í 17. júní-ræðu sinni sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra meðal ann­ars:

„Það er frum­skylda okk­ar að huga enn bet­ur að eig­in vörn­um og styðja við varn­ir banda­manna okk­ar – rétt eins og við treyst­um á að þeir gerðu væri á okk­ur ráðist. Það fer vel sam­an að vera friðelsk­andi þjóð og verja þau gildi sem til­vist okk­ar sem sjálf­stæðrar þjóðar grund­vall­ast á.“

Hvað ætl­um við að leggja af mörk­um? Til eig­in varna og banda­manna okk­ar? Hvar fara fram umræður um það? Á hvaða grunni grein­um við stöðu okk­ar?

Við verðum að skil­greina okk­ar skýru rödd og taka þátt í sam­starfi með banda­mönn­um okk­ar sem tengipunkt­ur N-Am­er­íku og N-Evr­ópu. Við eig­um að skapa sem mest ör­yggi fyr­ir þá sem tryggja heims­frið með friði í okk­ar heims­hluta.

Fram­varn­ar­lína NATO hef­ur verið dreg­in fyr­ir norðan Ísland. Fund­ur ráðamanna Finna, Norðmanna og Svía í Bodø sner­ist að veru­legu leyti um flutn­ing á liðsauka og her­gögn­um sem kæmu sjó­leiðis til N-Nor­egs og færu þaðan til Svíþjóðar, Finn­lands og suður til Eystra­saltsþjóðanna.

Bjarni Bene­dikts­son, þáv. ut­an­rík­is­ráðherra, sagði á alþingi 22. fe­brú­ar 2024 að inn­an NATO hefði staðan á norðvest­ur­svæðinu verið end­ur­skil­greind, Ísland væri hluti þess svæðis. Þar yrði eft­ir­lit aukið og hann hefði falið emb­ætt­is­mönn­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins að „skoða sér­stak­lega þörf­ina fyr­ir end­ur­skoðun á því sem snýr sér­stak­lega að varn­ar­mál­un­um“ í ljósi þess­ara breyt­inga og þess að til­tölu­lega lítið væri vikið að þeim í ný­upp­færðri þjóðarör­ygg­is­stefnu.

Til að varn­aráætlan­ir á N-Atlants­hafi séu trú­verðugar er þörf fyr­ir viðbúnað af marg­vís­legu tagi hér. Um eðli hans og fram­lag okk­ar verður að ræða að ís­lensku frum­kvæði.