25.9.2021

Menningarfrömuður á Sauðárkróki

Morgunblaðið, laugardagur 25. september 2021

Eyþór Stefánsson tónskáld ****-

Eft­ir Sölva Sveins­son. Innb. 327 bls., ljós­mynd­ir, heim­ilda­skrá, nafna­skrá. Útgef­andi: Sögu­fé­lag Skag­f­irðinga, Sauðár­króki, 2021.

Sögu­fé­lag Skag­f­irðinga er elsta héraðssögu­fé­lag lands­ins. Það var stofnað árið 1937. Fé­lagið hef­ur gefið út meira en 100 rit um sögu Skaga­fjarðar. Nýj­asta bók fé­lags­ins er Eyþór Stef­áns­son, tón­skáld – Ævi­saga eft­ir Sölva Sveins­son, fyrr­ver­andi skóla­meist­ara. Bók­in er gef­in út í til­efni 150 ára byggðaraf­mæl­is Sauðár­króks.

Eyþór Stef­áns­son (1901-1999) lét víða að sér kveða í heima­bæ sín­um. Hann var kenn­ari og burðarás tón­list­ar-, kirkju- og leik­list­ar­starfs á Sauðár­króki. Öðrum þræði er bók­in því ann­áll blóm­legs starfs á öll­um þess­um meg­in­sviðum menn­ing­ar­legs sam­fé­lags. Fá­menn­ur en sam­hent­ur hóp­ur karla og kvenna fékk miklu áorkað með list­rænu fram­lagi. Þá tókst að skapa starf­inu um­gjörð sem höfðaði til margra.

Sælu­vik­an á Sauðár­króki kom til sög­unn­ar árið 1945 og leysti af hólmi skemmt­an­ir sem tengd­ust ár­leg­um sýslufundi Skag­f­irðinga, sýslufund­ar­vik­unni. Öll fé­lög sem stóðu fyr­ir skemmt­ana­haldi á Krókn­um sam­mælt­ust þá um að færa Sælu­viku inn á daga­talið, hún skyldi hefjast 10. mars ár hvert eða þar um bil.

Vik­an varð þjóðkunn­ur menn­ing­ar­viðburður og er það enn. Í vor var hún til dæm­is vik­una 25. apríl til 1. maí 2021 með ör­lítið breytt­um hætti vegna far­ald­urs­ins.

Eyþór kom fyrst fram á leik­sviðið árið 1917, 16 ára gam­all. Alls birt­ist hann í 118 hlut­verk­um á ferli sín­um, stjórnaði tug­um leik­sýn­inga og hlaut gull­merki Fé­lags ís­lenskra leik­ara. Af fræðilegri ná­kvæmni er þessi þátt­ur í leik­list­ar­sögu þjóðar­inn­ar rak­inn.

Þá seg­ir einnig frá hlut Eyþórs sem org­an­ista og stjórn­anda kirkju­kórs­ins frá ár­inu 1929 til 1972. Þeir sr. Helgi Kon­ráðsson, prest­ur frá 1934, voru alda­vin­ir og létu að sér kveða út fyr­ir veggi kirkj­unn­ar með sam­starfi sínu. Eyþór samdi lög við ljóð sr. Helga.

Sr. Þórir Stephen­sen náði kjöri að sr. Helga látn­um árið 1959 og áttu þeir Eyþór góða sam­vinnu: „Mess­um fjölgaði á starfs­ár­um hans og kirkju­sókn jókst. Eyþór hafði nóg að starfa,“ seg­ir á s. 209. Eft­ir að sr. Þórir hætti 1971 varð lægð í kirkju­starfi á Sauðár­króki. Tíu árum síðar rætt­ist úr þegar sr. Hjálm­ar Jóns­son hlaut kosn­ingu sem prest­ur á Sauðár­króki. Sjálf­ur sótti Eyþór síðast messu árið 1994.

Frá­sögn­in af leik­list og kirkju­starfi er aðeins brot af texta bók­ar­inn­ar. Meg­in­efnið snýr að Eyþóri sjálf­um, tón­smíðum hans og fjöl­skyldu. Með ein­stöku áræði, dugnaði og sköp­un­ar­gáfu ávann Eyþór sér virðingu sem tón­skáld og menn­ing­ar­frömuður. Alls ekki lá í hlut­ar­ins eðli að svo langt mætti ná á þeim braut­um á fyrri hluta 20. ald­ar á Sauðár­króki.

Stefán Íslandi kem­ur víða við sögu í bók­inni og er helgaður séstak­ur kafli. Þeir Eyþór voru frænd­ur og Stefán lauk ár­leg­um söng­ferðum sín­um um landið á Sauðár­króki. Jók það áhuga á flutn­ingi tón­list­ar í bæn­um. Stebbi söng­ur, eins og ten­ór­inn frægi er kallaður í bók­inni, tók ást­fóstri við lög Eyþórs og kom þeim á meira flug en ella hefði orðið.

Vitnað er í bréfa­skipti þeirra frænda en Eyþór hélt auk þess dag­bæk­ur mjög skipu­lega frá 1959 til 1994 og um fyrri ut­an­ferð sína, til Ham­borg­ar árið 1934. Hann naut þar vin­semd­ar og leiðsagn­ar Björns Kristjáns­son­ar, sem ættaður var frá Sauðár­króki, og konu hans Hermínu Sig­ur­geirs­dótt­ur pí­anó­leik­ara. Opnaði dvöl­in í Þýskalandi hon­um nýj­ar list­ræn­ar vídd­ir enda nýtti hann hverja stund til að njóta tón­leika, sviðslista og kirkju­tón­list­ar.

GEP16TQKUHjón­in Eyþór og Sig­ríður Anna Stef­áns­dótt­ir, Sissa, (1905-1992), voru ein­stak­lega sam­hent. „Lífið var í föst­um skorðum. Hann fer í skól­ann, hún í búðina. Hann æfði sig í kirkj­unni, hún iðjaði eitt­hvað heima. Svo hægðist um þegar þau drógu sig út úr skarkala at­vinnu­lífs­ins. En lífið var áfram bundið föst­um venj­um. Þau gengu mikið, skruppu í bank­ann, litu inn á póst­húsið þar sem þau áttu póst­hólf nr. 51 og fyrsta síma­núm­erið þeirra var líka 51.“ (s. 142.)

Sölvi bregður upp ljós­lif­andi mynd­um af þeim hjón­um, virðuleika þeirra og hátt­vísi. Vegna sjón­depru gekk Eyþór jafn­an fast við hlið Sissu og þegar heila­bil­un sótti að henni veitti hann henni aðstoð og leiðsögn eins lengi og hann megnaði.

Virðing og vin­sæld­ir Eyþórs sem tón­skálds vörpuðu menn­ing­ar­legri birtu á Sauðár­krók. Sér­stak­ur kafli í bók­inni er helgaður stóraf­mæl­um Eyþórs. Sölvi minn­ist sem dreng­ur blys­far­ar á sex­tugsaf­mæl­inu. „Eyþór og Sissa komu út á stétt­ina, prúðbúin að vanda.“ Síðar seg­ir: „Það fór ekki fram hjá Króks­ur­um að Eyþór yrði sjö­tug­ur í janú­ar 1971, hvað þá fjöl­skyld­unni.“ Raun­ar fóru stóraf­mæl­in ekki fram hjá nein­um sem hl­ustuðu á einu út­varps­stöð lands­manna á þess­um tíma. Rík­is­út­varpið sendi út sér­stak­ar dag­skrár í til­efni þeirra. Heiðurs­skjöl­um og nafn­bót­um rign­ir yfir af­mæl­is­barnið auk fálka­orðunn­ar. Við dag­bók­ina seg­ir Eyþór að hann sé „hálf smeyk­ur við allt þetta lof“ þegar hon­um er til­kynnt um orðuna og einnig: „Þetta breyt­ir í engu neinu fyr­ir mér, ég er og verð hinn sami Eyþór.“

Sölvi seg­ir dag­bók­ina sýna að Eyþór hafi alla tíð verið „orðvar maður og agaður“. Stíll Sölva tek­ur mið af þessu og hann er skýr og auðles­inn. Röðun á efni bók­ar­inn­ar hef­ur kostað heila­brot við miðlun á fróðleik vegna byggðaraf­mæl­is með ævi og störf Eyþórs sem leiðar­stef. Vegna þess hve þeir Eyþór og Sölvi eru orðvar­ir er aðeins ýjað að því sem kann að vera óvild milli manna. Til að raska ekki því yf­ir­bragði hefði mátt sleppa texta eft­ir Har­ald Björns­son leik­ara sem seg­ir raun­ar meira um hann sjálf­an en leik­sýn­ingu sem hann ræðir.

Með mynd­um er lýst þróun byggðar á Sauðár­króki. Þar má einnig sjá fjöl­marga Króks­ara og gesti þeirra. Fyr­ir mig sem var í sveit í Skagaf­irði á sjötta ára­tugn­um vakti margt, ekki síst mynd­ir af ein­stak­ling­um, góðar minn­ing­ar. Ég minn­ist Guðrún­ar, dótt­ur þeirra hjóna, sr. Helga, Guðjóns bak­ara, Kára Jóns­son­ar o.fl., o.fl. Mér var auðvitað bent á Fögru­hlíð, hús þeirra Eyþórs og Sissu.

Sér­stak­lega þótti mér skemmti­legt að sjá mynd­ina á s. 260 af Stein­dóri í Birki­hlíð og Elinóru, konu hans, með þeim Sissu og Eyþóri. Þegar farið var í göng­ur frá Reyn­istað var alltaf áð og safn­ast sam­an árla morg­uns í Birki­hlíð og þaðan haldið út á Krók und­ir for­ystu fjall­kóngs­ins, Stein­dórs. Í Göngu­skörðum skipu­lagði hann smöl­un í Staðarfjöll­um og sendi hvern mann á sinn stað.