1.2.2025

Kyrrstöðustjórn kemur til þings

Morgunblaðið, laugardagur 1. febrúar 2025.

Alþingi kem­ur sam­an þriðju­dag­inn 4. fe­brú­ar þegar rúm­ir tveir mánuðir eru liðnir frá kjör­degi, 30. nóv­em­ber, og ný rík­is­stjórn hef­ur setið frá 21. des­em­ber.

Al­mennt séð er óviðun­andi að svo lang­an tíma taki að form­festa úr­slit þing­kosn­inga og kalla ný­kjörið þing sam­an til síns fyrsta fund­ar. Var það í raun ætl­un­in með kosn­inga­lög­un­um sem tóku gildi 1. janú­ar 2022 að hanna reglu­verk sem virkaði á þenn­an veg?

Sam­kvæmt grein­ar­gerð með frum­varp­inu að kosn­inga­lög­un­um, sem samið var af nefnd og flutt af þáver­andi þing­for­seta, Stein­grími J. Sig­fús­syni, var til­gang­ur lag­anna að ein­falda reglu­verk vegna kosn­inga. Um frum­varpið var ekki ágrein­ing­ur á þingi, sé tekið mið af áliti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Hvað sem reglu­verk­inu líður er löngu tíma­bært að þing komi sam­an, stefnuræða for­sæt­is­ráðherra verði flutt og kynnt hvaða frum­vörp nýir ráðherr­ar ætla að leggja fyr­ir þingið.

Listi um frum­vörp­in er birt­ur á þing­mála­skrá sem fylg­ir stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra. Yf­ir­leitt er skrá­in unn­in þannig að ráðherra viðkom­andi mála­flokks set­ur þar frum­vörp sem snerta verk­efna­svið hans. Ekki felst nein skuld­bind­ing um fram­lagn­ingu frum­varps­ins. Af skránni má ráða hvaða frum­vörp eru í smíðum í hverju ráðuneyti fyr­ir sig. Með sam­ráðsgátt og frum­vörp­um sem þar eru kynnt hef­ur frétta­gildi skrár­inn­ar minnkað.

Fyr­ir þá sem unnið hafa að gerð þings­mála­skráa kom á óvart að Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra taldi sér ekki fært að sækja mik­il­væg­an fund nor­rænna for­sæt­is­ráðherra og Finn­lands­for­seta um ör­ygg­is­mál þjóðanna þegar um 10 dag­ar voru til þing­setn­ing­ar.

Að for­sæt­is­ráðherra telji sig þurfa að vera með putt­ana í því hvað fer á þessa skrá er ný­mæli. Ef til vill átt­ar for­sæt­is­ráðherra sig ekki á því að rík­is­stjórn­in er ekki fjöl­skipað stjórn­vald held­ur ber hver ráðherra ábyrgð á þeim mála­flokk­um sem und­ir hann eru færðir með for­seta­úrsk­urði um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna milli ráðuneyta. Þing­mál sem for­sæt­is­ráðherra flyt­ur ber oft að með þeim hætti að þeirra er ekki getið á þing­mála­skrá enda er hún ekki á nokk­urn hátt bind­andi.

IMG_0906Smiðjan – nýbygging alþingis.

Sam­fylk­ing­armaður­inn Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, boðaði að vænt­an­lega á fyrsta degi nýs þings myndi hann leggja fram frum­varp til laga í því skyni að bregðast við óvissu­ástandi í orku­mál­um vegna dóms í héraði sem felldi virkj­un­ar­leyfi Hvamms­virkj­un­ar úr gildi. Mark­mið hans sé að koma í veg fyr­ir frek­ari taf­ir á virkj­un­inni.

Verði frum­varpið á þann veg sem ráðherr­ann boðar verður að lík­ind­um eng­in andstaða við það á þingi. Þannig kynn­ast menn því á einu fyrsta máli ný­kjör­ins þings hvaða áhrif það hef­ur á umræður um virkj­ana­mál að Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð (VG) og Pírat­ar eiga ekki leng­ur neina þing­menn.

Flokk­un­um var hafnað í þing­kosn­ing­un­um 30. nóv­em­ber og þar með þagna aft­ur­halds­sam­ar radd­ir þeirra í þingsaln­um. Aðferðir þeirra til að tefja af­greiðslu mála af þessu tagi eru ekki í verk­færa­k­istu stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Hún hvatti til þess að ráðherr­ann eyddi taf­ar­laust öll­um vafa vegna Hvamms­virkj­un­ar með bráðabirgðalög­um.

Á liðnu hausti lá fyr­ir að annaðhvort yrði samþykkt heim­ild til að fresta áfram fram­kvæmd sam­ræmdra prófa í grunn­skól­um eða göm­ul laga­ákvæði um þau tækju að nýju gildi nú um ára­mót­in. Ein­mitt það gerðist.

Í stjórn­arsátt­mál­an­um frá 21. des­em­ber er ekk­ert minnst á úr­lausn þessa máls og því er ekki vitað um stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mennta­málaráðherra Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir grunn­skóla­kenn­ari kem­ur úr Flokki fólks­ins. Sá fé­lags­skap­ur hef­ur ekki, svo vitað sé, mótað sér neina stefnu í mennta­mál­um. Ráðherr­ann nú­ver­andi lýsti í þingum­ræðum í júní 2022 ánægju með frum­varp sem þá var lagt fram um að leggja sam­ræmd próf niður, að minnsta kosti tíma­bundið. Hún tók þó jafn­framt fram í þing­ræðu að hún væri „í sjálfu sér al­veg á því að það mætti fleygja þess­um próf­um og aldrei taka þau upp“.

Ætlar ráðherr­ann að fylgja þess­ari rót­tæku skoðun sinni eft­ir nú í upp­hafi þings? Það verður að skýr­ast fljótt vegna óviss­unn­ar sem skapaðist um ára­mót­in.

Hér á þess­um stað hef­ur verið varað við niður­fell­ingu sam­ræmds mæli­kv­arða á skólastarf og hvatt til hald­góðra upp­lýs­inga um stöðu ein­stakra skóla til að tryggja sem mest gæði mennt­un­ar og best­an ár­ang­ur nem­enda.

Töl­ur um lækk­un verðbólgu sýna að þar geng­ur allt eft­ir eins og rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar sagði fyr­ir kosn­ing­ar. Eina fram­lag rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur í efna­hags- og rík­is­fjár­mál­um hef­ur verið að óska eft­ir til­lög­um um hag­sýni í rík­is­rekstri í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Hátt í 4.000 til­lög­ur bár­ust áður en gátt­inni var lokað 23. janú­ar. Nú er málið í nefnd.

All­ir sem þekkja rekst­ur rík­is­ins vita að út­gjöld­in eru mest vegna launa- og vel­ferðar­mála. Eigi að ná markverðum ár­angri í rík­is­sparnaði verður að taka væna sneið af þess­um út­gjöld­um og létta á skyld­um rík­is­ins sem vinnu­veit­anda og greiðanda fé­lags­legra bóta.

Marg­ar til­lög­ur í þessa veru voru send­ar rík­is­stjórn­inni í sam­ráðsgátt­inni ásamt hug­mynd­um um sölu rík­is­eigna til að minnka rík­is­um­svif var­an­lega. Brátt reyn­ir á viðbrögð stjórn­ar­flokk­anna gagn­vart umbeðnum til­lög­um.

Til þessa hef­ur kyrrstaða ein­kennt stjórn­ina. Hún boðar hins veg­ar at­hafn­ir en ekki aðgerðarleysi. Hef­ur stjórn­in burði til að rjúfa kyrr­stöðuna? Inn­an­mein í sam­starf­inu kunna að hindra það.