24.1.2020

Kínverskar risaframkvæmdir og umbreyting orkugjafa

Morgunblaðið, föstudagur, 24. janúar 2020

William & Mary, W&M, eða fullu nafni The Col­l­e­ge of William and Mary in Virg­inia, er op­in­ber rann­sókn­ar­há­skóli í Williams­burg í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um. Skól­inn var stofnaður árið 1693 með leyf­is­bréfi frá Vil­hjálmi III. og Maríu II. drottn­ingu. Hann er önn­ur elsta æðri mennta­stofn­un í Banda­ríkj­un­um á eft­ir Har­vard-há­skóla.

Inn­an skól­ans starfar AidData (aiddata.org), 30 manna rann­sókn­ar­stofn­un sem safn­ar grunnupp­lýs­ing­um í þágu þeirra sem taka stefnu­mót­andi ákv­arðanir eða stunda þró­un­ar­starf með sjálf­bærni að leiðarljósi. Þar er að finna viðamestu og ná­kvæm­ustu upp­lýs­ing­ar um þró­un­ar­verk­efni á veg­um Kín­verja um heim all­an.

Í byrj­un janú­ar 2020 birti kanadíska vefsíðan Visual Capital­ist sam­an­tekt um kín­verska aðild að risa­verk­efn­um um heim all­an með vís­an til gagna AidData um árin 2000 til 2017. Kín­verj­ar hafa mark­visst fest ræt­ur með stór­fram­kvæmd­um víða um heim, einkum í Afr­íku og Suður-Asíu. Þeir eru sagðir hafa varið 270 millj­örðum doll­ara til að styrkja alþjóðlega fót­festu sína frá alda­mót­um.

Visual Capital­ist nefn­ir þrjú kín­versk risa­verk­efni til sög­unn­ar.

1. Pak­ist­an

Xi Jing­p­ing, for­seti Kína, heim­sótti Islama­bad, höfuðborg Pak­ist­ans, árið 2015 og staðfesti fjár­fest­ingaráætl­un sem nem­ur 46 millj­örðum doll­ara. Hún er hluti af kín­versku belti og braut-stefn­unni. Í krafti henn­ar hafa grunn­kerfi Pak­ist­ana á sviði sam­gangna og orku­fram­leiðslu tekið stakka­skipt­um.

Um 40% at­vinnu­leysi er meðal ungs fólks í Pak­ist­an og þess vegna fagn­ar það stór­fram­kvæmd­um af þessu tagi. Árið 2014 naut Kína hvergi meira álits en í Pak­ist­an, tæp­lega 80% lýstu vel­vilja í garð Kína.

2. Eþíópía.

Með aðstoð Kín­verja hafa sam­göngu­mann­virki gjör­breyst í höfuðborg­inni Add­is Ababa. Lagðar hafa verið hraðbraut­ir um­hverf­is borg­ina og jarðlesta­kerfi auðveld­ar ferðir inn­an henn­ar.

Árið 2012 gáfu borg­ar­yf­ir­völd í Pek­ing borg­ar­stjórn Add­is Ababa 200 millj­ón doll­ara bygg­ingu, höfuðstöðvar Afr­ík­u­sam­bands­ins.

3. Srí Lanka.

Á ár­un­um 2000 til 2017 hafa rúm­lega 12 millj­arðar doll­ara runnið frá Kína til Srí Lanka, lands í skulda­feni.

Visual Capital­ist seg­ir að um­deild­asta kín­verska fram­kvæmd­in sé höfn á suður­strönd Srí Lanka, strategísk­um punkti við eina um­svifa­mestu sigl­inga­leið heims. Árið 2011 var lokið við Ham­banota-hafn­ar­verk­efnið. Ferlið er nú orðið dæmi­gert þegar Kín­verj­ar eiga í hlut. Eft­ir op­in­bert útboð fjár­magnaði kín­verska stjórn­in verk­efnið og réð fyr­ir­tæki í rík­is­eign til að gera höfn­ina, einkum með kín­versk­um verka­mönn­um.

Árið 2017 sligaðist rík­is­stjórn Srí Lanka und­an skuld­um. Eft­ir margra mánaða viðræður tóku Kín­verj­ar við stjórn hafn­ar­inn­ar og fengu land um­hverf­is hana leigt til 99 ára. Niðurstaðan var strategísk­ur sig­ur Kín­verja sem hafa nú fasta viðveru við sigl­inga­leið ná­lægt Ind­verj­um, keppi­naut­um sín­um á svæðinu.

Ind­verj­ar sitja ekki aðgerðalaus­ir. Fyr­ir viku var greint frá því að þeir ætluðu að veita stjórn­völd­um í Srí Lanka fjár­hags­leg­an stuðning til að stuðla að auknu ör­yggi lands­ins og sam­vinnu við Ind­verja í því skyni.

HambantotaPortplan2009_pchTeikning af Hambamota-höfninni á Srí Lanka

 

Umbreyt­ing orku­gjafa

For­skotið sem Kín­verj­ar stefna að í heimsviðskipt­um ræðst ekki aðeins af tengsl­um þeirra við ein­stök ríki eða tengslaneti í Afr­íku og Asíu. Þeir boða jafn­framt nýj­ar áhersl­ur í orku­mál­um með vís­an til lofts­lags­breyt­inga.

Á ár­inu 2019 sendi alþjóðleg nefnd und­ir for­mennsku Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, fyrrv. for­seta Íslands, frá sér skýrslu – A New World, The Geopolitics of the Energy Trans­formati­on – Nýr heim­ur, geopóli­tísk áhrif umbreyt­inga orku­gjafa.

Í skýrsl­unni er lýst áhrif­um þess að horfið sé frá að nýta eldsneyti úr jörðu til þess að virkja end­ur­nýj­an­lega orku. Í for­mála skýrsl­unn­ar seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar að umbreyt­ing­in sé knú­in áfram af nýrri tækni sem sí­fellt verði ódýr­ari. Þá komi einnig til frum­kvæði stjórn­valda, fyr­ir­tækja, borga og al­menn­ings auk al­heims­hreyf­ing­ar­inn­ar sem berj­ist gegn lofts­lags­breyt­ing­um og hættu­legri loft­meng­un.

Í lok skýrsl­unn­ar seg­ir að vegna þess­ara umbreyt­inga verði marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar á valda­hlut­föll­um milli ríkja og inn­an ein­stakra ríkja. Vald dreif­ist meira en áður. Áhrif ein­stakra ríkja eins og Kína auk­ist vegna þess að þau hafi fjár­fest mikið í tækni til að nýta end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og lagt sig fram um að nýta tæki­fær­in sem í þeim fel­ast. Ríki sem séu fastheld­in á jarðefna­eldsneyti taki áhættu og kunni að tapa áhrif­um.

Það verði ekki leng­ur á hendi fá­einna ríkja að selja orku þar sem meiri­hluti þjóða eigi þess kost að öðlast sjálf­stæði í orku­mál­um. Við það styrk­ist þau í öllu til­liti.

Íslend­ing­ar hafa ekki farið var­hluta af áhuga Kín­verja á að virkja end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Hann hef­ur meðal ann­ars komið fram í Jarðhita­skóla Sam­einuðu þjóðanna (JHS) sem hef­ur starfað inn­an Orku­stofn­un­ar í meira en 40 ár fyr­ir fé frá ut­an­rík­is- og þró­un­ar­ráðuneyt­inu.

Um 90 kín­versk­ir jarðhita­sér­fræðing­ar hafa út­skrif­ast úr skól­an­um. Nú hafa kín­versk yf­ir­völd stofnað eig­in jarðhita­skóla að ís­lenskri fyr­ir­mynd. Fyrsti ár­gang­ur­inn hóf nám um miðjan nóv­em­ber 2019 með 40 nem­end­um. Ell­efu ís­lensk­ir sér­fræðing­ar og fleiri hafa komið að kennslu, skipu­lagi og und­ir­bún­ingi kín­verska skól­ans.

Raun­ar vek­ur undr­un að spáð sé svo rót­tækri breyt­ingu í kín­versk­um orku­bú­skap og end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjaf­ar verði enn til að styrkja for­ystu Kín­verja á alþjóðavett­vangi. Þetta er allt önn­ur mynd en sú sem birt­ist á líðandi stundu.

 

Raun­hæf viðfangs­efni

Hér er þó ekki rætt um eitt­hvað sem kann að ger­ast held­ur ger­ist hér og nú. Hvað sem líður deil­um um lofts­lags­breyt­ing­ar og ágrein­ingi um ástæðurn­ar fyr­ir þeim er unnið að um­skipt­um frá jarðefna­eldsneyti til end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa. Í Dan­mörku fram­leiða menn raf­orku með vindafli og treysta á vatns­föll Nor­egs sem vara­afl. Sæ­streng­ur­inn milli land­anna er lífæð end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa en ekki ógn við full­veldi þjóðanna.

Skömmu fyr­ir jól áréttaði Guðni Jó­hann­es­son orku­mála­stjóri nauðsyn þess að hér fengju menn tæki­færi til að tak­ast á við verðug verk­efni í þágu end­ur­nýj­an­legr­ar orku. Ekki mætti í nafni nátt­úru­vernd­ar „reisa marg­fald­ar gadda­vírs­girðing­ar í kring­um framtíðar­kosti okk­ar til virkj­un­ar jarðhita og vatns­falla og koma jafn­vel í veg fyr­ir áfram­hald­andi rann­sókn­ir á auðlind­un­um“. Verk­efna­skort­ur inn­an­lands blasti við okk­ar helstu rann­sókna­stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um. Þekk­ing og reynsla brotnaði niður í sund­ur­laus­an eyj­a­rekst­ur og frum­kvæði Íslend­inga og orðspor á alþjóðavett­vangi fjaraði út.

Í þess­um orðum felst í senn ásök­un og áskor­un. Sér­kenni­legt er að þeir sem helst tala gegn hlýn­un jarðar og fyr­ir gagnaðgerðum skuli hafna að end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjaf­ar nýt­ist til fulls hér á landi. Að nýta ekki end­ur­nýj­an­lega orku hér í þágu stóriðju dreg­ur ekki úr þörf fyr­ir stóriðju held­ur ýtir und­ir að hún nýti meng­andi orku­gjafa.

Vilji menn skyn­sam­lega lausn verður að greina þverstæðurn­ar, ekki sveifl­ast öfganna á milli held­ur finna meðal­hófið í þessu efni sem öðrum.