17.1.2025

Fortíðin skrifuð inn í samtímann

Umsögn um bók, Morgunblaðið föstudaginn 17. janúar 2025

Conservati­ve Li­ber­alism – North & South ★★★★· Eft­ir Hann­es H. Giss­ur­ar­son. ECR Party, Brus­sel 2024. Kilja, 240 bls. nafna- og heim­ilda­skrár.

Á COVID-19-ár­un­um (2020 og 2021) sendi Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, frá sér tvær bæk­ur á ensku um 24 frjáls­lynda íhalds­menn, Twenty-Four Conservati­ve-Li­ber­al Thinkers.

Þeir eru: Snorri Sturlu­son, St. Thom­as Aquin­as, John Locke, Dav­id Hume, Adam Smith, Ed­mund Burke, And­ers Chyd­enius, Benjam­in Const­ant, Fré­déric Bastiat, Al­ex­is de Tocqu­eville, Her­bert Spencer, Lord Act­on, Carl Menger, William Gra­ham Sumner, Ludwig von Mises, Friedrich A. von Hayek, Wil­helm Röpke, sir Karl R. Popp­er, Michael Oa­kes­hott, Bertrand de Jou­venel, Ayn Rand, Milt­on Friedm­an, James M. Buchan­an og Robert Nozick.

Í röðinni eru nöfn þeirra ská­letruð sem fá sér­staka kafla í bók­inni Conservati­ve Li­ber­alism North & South – Grund­tvig, Ei­naudi and their Relevance Today sem Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son (HHG) sendi frá sér und­ir lok síðasta árs, nú sem pró­fess­or emer­it­us.

6647a53d-57f8-4c60-92bb-917ad60ccd63

Snorri er fremst­ur í nýju bók­inni eins og þegar HHG skipaði hon­um í fyrsta sæti meðal frjáls­lyndra hugsuða árið 2020 og tók til við að færa rök fyr­ir þess­ari skoðun sinni á Snorra í ræðu og riti, hér heima og er­lend­is.

Miðalda­stofa Há­skóla Íslands efndi meðal ann­ars til fund­ar um túlk­un HHG á Snorra sem frjáls­lynd­um íhalds­manni 2. des­em­ber 2021. Þar báru sam­an bæk­ur sín­ar um þetta efni HHG og Sverr­ir Jak­obs­son, pró­fess­or í sagn­fræði, sem sagðist sam­mála HHG um margt eins og sagði hér í blaðinu 4. des­em­ber 2021. Sverr­ir velti hins veg­ar fyr­ir sér „að hve miklu leyti væri hægt að heim­færa skil­grein­ing­ar úr nú­tíma­stjórn­mál­um á menn og mál­efni fyrri alda“.

Það krefst hug­mynda­flugs, þekk­ing­ar og áræðis að tengja sam­an fortíð og samtíð á þann hátt sem HHG ger­ir í nýrri bók sinni. Hann hef­ur vafa­laust fundið þörf fyr­ir yf­ir­lits­rit um fortíð og nútíð frjáls­hyggju við flutn­ing fyr­ir­lestra víða um lönd á und­an­förn­um árum. Þar hef­ur hann verið óþreyt­andi við að skipa Snorra Sturlu­syni sess meðal hugsuða sem hafa mótað stjórn­ar­far frjál­syndra lýðræðis­ríkja í sam­tím­an­um. HHG tel­ur að frið eigi að reisa á því sem hann kall­ar nor­rænu leiðina í alþjóðamál­um: friðsam­leg­um aðskilnaði þjóða, sjálf­stjórn þjóðar­brota, landa­mæra­breyt­ing­um sam­kvæmt at­kvæðagreiðslum, mál­skoti til alþjóðadóm­stóla um deilu­mál ríkja og sjálfsprottnu sam­starfi þeirra með lág­marks­afsali full­veld­is.

HHG seg­ir að frjáls­hyggja eigi sér ann­ars veg­ar djúp­ar ræt­ur í venju­rétti og þing­haldi nor­rænna þjóða, eins og Snorri Sturlu­son lýs­ir í Heimskringlu, og hins veg­ar í nátt­úru­rétti í sam­ræmi við skoðun heil­ags Tóm­as­ar af Akvín­as, það er að til séu siðferðileg­ar, al­gild­ar meg­in­regl­ur sem móti lög­in.

Upp úr þess­um hug­mynd­um hafi rétt­ar­ríkið sprottið. Lög­in ráði frek­ar en menn­irn­ir. Al­menn­ing­ur geti skipt um vald­hafa á nokk­urra ára fresti, ef hann vill.

Stjórn­ar­far í þess­um anda er talið sjálfsagt í frjáls­lynd­um lýðræðis­ríkj­um sem virða alþjóðalög. Stjórn­ar­hætt­ir þeirra eiga hins veg­ar und­ir högg að sækja. Her­ská ein­ræðis­ríki færa sig upp á skaftið og fá hljóm­grunn á ólík­leg­ustu stöðum.

Bók HHG er kjör­inn efniviður fyr­ir þá sem vilja hald­góðar rök­semd­ir í málsvörn fyr­ir opna lýðræðis­lega, frjáls­lynda stjórn­ar­hætti. Það sem seg­ir um skoðanir stjórn­mála­heim­spek­ing­anna og þróun kenn­inga þeirra er há­fræðilegt og oft þungt af­lestr­ar. Þegar kem­ur að Dan­an­um Ni­kolaj F.S. Grund­tvig (1783-1872) og Ítal­an­um Luigi Ei­naudi (1879-1963) verður text­inn lipr­ari og ljós­lif­andi.

Í fyrra frum­sýndi danska rík­is­sjón­varpið þáttaröð sem reist er á ævi Grund­tvigs. Áhrif hans á danskt þjóðlíf eru ótví­ræð enn þann dag í dag. Skoðanir sín­ar reisti Grund­tvig meðal ann­ars á þekk­ingu sinni og áhuga á Snorra Sturlu­syni og nor­rænni goðafræði. Enn er vitnað til orða hans: Frelsi fyr­ir Loka eins og fyr­ir Þór. Þau eru túlkuð á þann veg að þeir sem njóti lít­ill­ar virðing­ar eins og Loki eigi ekki síður rétt á að láta rödd sína heyr­ast en hetj­an Þór. HHG seg­ir að meg­in­til­gang­ur Grund­tvigs með því að kynna nor­ræna menn­ing­ar­arf­inn hafi verið að minna Dani á þenn­an þátt sjálfs­mynd­ar sinn­ar (71).

Fyr­ir Grund­tvig vakti að virkja alla til þátt­töku í þjóðlíf­inu þegar ein­veldi kon­ungs var aflétt, ráðgjafaþing komu sam­an og skoðana­frelsi fékkst. Þátt­tak­an skyldi reist á mennt­un og sjálfs­ör­yggi í krafti henn­ar. Þess vegna beitti hann sér fyr­ir að danska yrði kirkju­málið, bænd­ur og borg­ar­ar hitt­ust í lýðhá­skól­un­um og dönsk­um hefðum og þjóðarstolti yrði sýnd virðing. Á árum hans áttu Dan­ir í höggi við Þjóðverja vegna yf­ir­ráða í Slés­vík. Ekki var hlustað á Grund­tvig sem vildi leysa deil­una með þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þeirri aðferð var ekki beitt fyrr en árið 1920, að lokn­um mann­skæðum styrj­öld­um. Nú ef­ast eng­inn um að Græn­lend­ing­ar eigi að ráða framtíð sinni í at­kvæðagreiðslu.

Það er snjall­ræði hjá HHG að bera sam­an alþjóðafrjáls­hyggju Luig­is Ei­naudi og þjóðern­is­frjáls­hyggju Grund­tvigs til að leiða les­and­ann inn í sam­tím­ann í Evr­ópu. Ann­ars veg­ar er skáldið, nor­ræni guðfræðing­ur­inn og alþýðupré­dik­ar­inn um glaðværa krist­in­dóm­inn og hins veg­ar hag­fræðipró­fess­or­inn, skatta­fræðing­ur­inn og al­vöru­gefni stjórn­mála­maður­inn sem lagði grunn að sam­ein­ingu Ítal­íu og stuðlaði að hag­sæld þar eft­ir aðra heims­styrj­öld­ina. Hún sann­færði hann um að vinna bæri að sam­bands­ríki Evr­ópu. Draumi sem ekki ræt­ist, ekki síst vegna þjóðarstolts­ins í norðri.

Álita­málið um að hve miklu leyti sé hægt að heim­færa skil­grein­ing­ar úr nú­tíma­stjórn­mál­um á menn og mál­efni fyrri alda er áleitið. HHG tekst það vel í þess­ari bók sinni. Fyr­ir frjáls­lynda höf­unda og fræðimenn er auðveld­ara að gera það en þá sem aðhyll­ast úr­elt­ar marxí­sk­ar kenn­ing­ar.

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son á brýnt er­indi við sam­tím­ann þegar hann finn­ur frjáls­lyndri íhalds­semi stoð meðal fremstu hugsuða fortíðar, þeirra sem sækja styrk sinn í menn­ing­ar­leg­an trú­ar­arf og viður­kenn­ingu á því að hver sé sinn­ar gæfu smiður.