12.10.2024

Faggilding gegn kyrrstöðu

Morgunblaðið, laugardagur 12. október 2024.

Viðskiptaráð birti 27. ág­úst út­tekt und­ir heit­inu Rétt­um kúrsinn: Um­bæt­ur í op­in­beru eft­ir­liti. Þar er full­yrt að op­in­bert eft­ir­lit standi sam­keppn­is­hæfni Íslands fyr­ir þrif­um. Íþyngj­andi út­færsl­ur hafi verið vald­ar auk þess sem fjöldi og um­svif eft­ir­lits­stofn­ana séu mik­il sam­an­borið við grann­ríki.

Sagt er að á Íslandi starfi um 3.750 manns hjá 50 op­in­ber­um stofn­un­um sem sinni eft­ir­liti. Tæp­lega 2.200 manns starfi við lög­gæslu, toll­gæslu og eft­ir­fylgni með greiðslu skatta og gjalda, það er stjórn­sýslu­eft­ir­lit. Þá starfi um 1.600 manns við svo­kallað sér­hæft eft­ir­lit. Þar fram­fylgi starfs­fólk af­mörkuðum eft­ir­lits­regl­um sem bein­ist að fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um.

Gagn­rýnt er að op­in­ber­um aðilum sé falið bæði reglu­setn­ing­ar­vald og fram­kvæmd eft­ir­lits þó svo að fleiri leiðir séu fær­ar, t.d. út­vist­un eft­ir­lits til fag­giltra eft­ir­litsaðila. Hag­kvæm­ari leiðir eins og fag­gild­ing hafi verið vannýtt­ar þrátt fyr­ir já­kvæða reynslu af slíkri út­færslu.

Sem dæmi um ágæti fag­gild­ing­ar er bent á ör­yggis­eft­ir­lit með bif­reiðum sem var til árs­ins 1989 í hönd­um Bif­reiðaeft­ir­lits rík­is­ins. Þá varð til Bif­reiðaskoðun Íslands hf., sem var í helm­ingseigu rík­is­ins, með það að mark­miði að fag­gilda starf­sem­ina og færa fram­kvæmd eft­ir­lits­ins á sam­keppn­ismarkað.

Árið 1995 var fram­kvæmd eft­ir­lits­ins síðan gef­in frjáls og hófu einka­rekn­ar skoðun­ar­stof­ur að veita þjón­ust­una. Bif­reiðaskoðun Íslands var síðan skipt í tvær ein­ing­ar árið 1997. Ann­ars veg­ar skrán­ing­ar­hluta, sem nú er Sam­göngu­stofa og fer með stjórn­sýslu­hluta eft­ir­lits­ins, og hins veg­ar skoðun­ar­hluta, sem fór með fram­kvæmd eft­ir­lits­ins. Ríkið seldi síðar skoðun­ar­hlut­ann og nú eru starf­andi fjór­ar einka­rekn­ar skoðun­ar­stöðvar með fag­gild­ingu sem fram­kvæma eft­ir­lit með ör­yggi bif­reiða um allt land.

Þrátt fyr­ir fjölg­un skoðun­ar­skyldra öku­tækja í um­ferð um 19% hef­ur starfs­mönn­um skoðun­ar­fyr­ir­tækja fækkað lít­il­lega frá 2016. Af­köst skoðun­ar­fyr­ir­tækja hafa þannig auk­ist stöðugt á und­an­förn­um árum.

Metadata_datascientest-1024x585-1Yjirþyrmandi eftirlitskerfi veldur stöðnun.

Viðskiptaráð viðrar þá skoðun að heil­brigðis­nefnd­ir sveit­ar­fé­laga verði lagðar niður. Í stað þeirra verði stjórn­sýsluþátt­ur heil­brigðis­eft­ir­lits færður til eft­ir­lits­stofn­ana og fram­kvæmdaþátt­ur til einkaaðila með fag­gild­ingu.

Í út­tekt­inni er sér­stak­lega fjallað um heil­brigðis­eft­ir­lit und­ir fyr­ir­sögn­inni: Óheil­brigt fyr­ir­komu­lag heil­brigðis­eft­ir­lits. Þar er þess getið að dag­leg fram­kvæmd heil­brigðis­eft­ir­lits sé að veru­leg­um hluta hjá heil­brigðis­nefnd­um sveit­ar­fé­laga á níu heil­brigðis­svæðum und­ir for­sjá tveggja rík­is­stofn­ana, Um­hverf­is­stofn­un­ar og Mat­væla­stofn­un­ar. Fimm mis­mun­andi teg­und­ir gagna­grunna séu notaðar við fram­kvæmd eft­ir­lits­ins og gjald­skrár ósam­ræmd­ar.

Í til­lög­um að land­búnaðar­stefnu sem samþykkt var 1. júní 2023 seg­ir að tryggja beri að fram­kvæmd heil­brigðis- og mat­væla­eft­ir­lits sé sam­ræmd um land allt þannig að ójafn­vægi mynd­ist ekki milli aðila eða lands­hluta. Við und­ir­bún­ing stefn­unn­ar kom í ljós að þeir sem vildu stunda heimaslátrun eða full­vinnslu á afurðum á búum sín­um sátu ekki við sama borð vegna ólíkra skil­yrða eða gjalda á heil­brigðis­svæðunum níu.

Í út­tekt sinni legg­ur Viðskiptaráð til að stjórn­sýsluþátt­ur heil­brigðis­eft­ir­lits­ins varðandi holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir verði hjá Um­hverf­is­stofn­un en varðandi mat­væli hjá Mat­væla­stofn­un. Fram­kvæmd eft­ir­lits­ins verði út­vistað til fag­giltra aðila.

Fag­gild­ing er form­leg viður­kenn­ing þar til bærs stjórn­valds á því að aðili sé hæf­ur til að vinna til­tek­in verk­efni varðandi sam­ræm­is­mat, svo sem að prófa eig­in­leika efna, skoða ástand tækja og verk­smiðja eða votta stjórn­un­ar­kerfi. Sam­ræm­is­mat er mat á því hvort vara, ferli, kerfi eða aðili upp­fylli kröf­ur.

Í lög­um um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir frá 1998 er í 56. gr. heim­ild fyr­ir ráðherra til „að ákveða með reglu­gerð, að höfðu sam­ráði við Um­hverf­is­stofn­un, að starf­semi heil­brigðis­eft­ir­lits sveit­ar­fé­laga skuli hljóta fag­gild­ingu vegna rann­sókn­ar og eft­ir­lits og þá hvernig að henni skuli staðið“. Sömu­leiðis er heil­brigðis­nefnd­um og Um­hverf­is­stofn­un heim­ilt að fela til­tekna þætti heil­brigðis­eft­ir­lits­ins fag­gilt­um skoðun­araðilum. Svipaðar heim­ild­ir til að fela fag­gilt­um vott­un­ar-, próf­un­ar- eða skoðun­ar­stof­um til­tekna þætti op­in­bers eft­ir­lits er einnig að finna í 23. gr. laga um mat­væli frá 1995. Þess­ar heim­ild­ir hafa hins veg­ar lítið sem ekk­ert verið nýtt­ar til þessa.

Und­an­far­in ár hef­ur styrk­ur fag­gild­ing­ar­sviðs Hug­verka­stofu (ISAC) auk­ist með gagn­kvæmri viður­kenn­ingu fag­gild­inga. Í júní 2024 fór fram jafn­ingjamat á starf­semi fag­gild­ing­ar­sviðs Hug­verka­stof­unn­ar á veg­um evr­ópsku fag­gild­ing­ar­sam­tak­anna EA. Matið er grund­völl­ur gagn­kvæmr­ar viður­kenn­ing­ar á fag­gild­ingu og sam­ræm­is­mati meðal aðila EA, niðurstaða þess var já­kvæð.

Aðkoma að mót­un land­búnaðar­stefnu og leiða til að auka byggðafestu hef­ur sann­fært mig um mik­inn ný­sköp­un­ar­áhuga meðal bænda. Sé svig­rúm til ný­sköp­un­ar aukið, til dæm­is með því að nýta fag­gild­ingu til eft­ir­lits á meiri jafn­ingja­grund­velli, verður auðveld­ara að laða yngra fólk til að stunda land­búnað.

Það er verðugt og brýnt verk­efni að skapa nýtt viðhorf bænda og annarra til nauðsyn­legs eft­ir­lits. Sann­gjarnt svig­rúm ýtir und­ir fjöl­breytt­ari at­vinnu­hætti og stuðlar þar með að byggðafestu. Þekk­ing­in er fyr­ir hendi, fag­gild­ing­ar­kerfið hef­ur verið hannað, laga­heim­ild­ir hafa verið veitt­ar. And­stöðu við breyt­ing­ar þarf að skil­greina og yf­ir­vinna.