6.4.2018

Ekki kalt heldur blandað stríð

Eft­ir að rík­is­stjórn­ir tæp­lega 30 vest­rænna þjóða höfðu gripið til sam­eig­in­legra aðgerða gegn Rúss­um vegna eit­ur­efna­árás­inn­ar á Ser­gej Skripal, fyrr­ver­andi rúss­nesk­an njósn­ara, og dótt­ur hans Ju­liu í Sal­isbury á Englandi sunnu­dag­inn 4. mars sat Al­bert Jóns­son sendi­herra fyr­ir svör­um í Kast­ljósi sjón­varps­ins. Hann var spurður hvort þetta væri ekki til marks um nýtt kalt stríð.

Al­bert svaraði af­drátt­ar­laust að svo væri ekki. Þetta er rétt mat hjá sendi­herr­an­um. Ástandið núna er allt annað en í kalda stríðinu. Í stuttu máli má segja að þá hafi annað risa­veldið reynt að hafa bet­ur í keppn­inni við hitt: ávinn­ing­ur ann­ars var tap hins. Nú er mun erfiðara að draga skýr­ar lín­ur við mat á stöðunni í ör­ygg­is­mál­um. Hætt­an er þó ekki minni en áður var.

Hér er komið að skil­grein­ingu á því sem felst í enska hug­tak­inu „hybrid threats“, blönduðum ógn­um. Ógn­irn­ar, aðferðirn­ar og aðgerðirn­ar birt­ast á mörg­um sviðum og tengsl­in milli þeirra eru ekki endi­lega auðgrein­an­leg. Stund­um er alls ekki unnt að sann­reyna eðli þess sem gerst hef­ur. Blandaðar ógn­ir eru næsta stig við blandaðan hernað eða bein­lín­is blandað stríð. Finn­ar hafa stofnað alþjóðlegt set­ur í Hels­inki til að rann­saka og skil­greina þess­ar blönduðu hætt­ur á sviði ör­ygg­is­mála.

Geri menn sér ekki grein fyr­ir ógn­un­um og láti hjá líða að bregðast við þeim er hætta á að þær breyt­ist í blandað stríð. Þannig er bent á að blandaðar ógn­ir – ólík­ar ógn­ir tengd­ar inn­byrðis án þess að tengsl­in séu greini­leg – hafi verið fyr­ir hendi löngu áður en Rúss­ar inn­limuðu Krímskaga eða Ríki íslams komst til áhrifa. Við þess­um ógn­um var ekki brugðist og blönduð átök leiddu til blóðbaðs.

Blandaðar árás­ir frá Rúss­um

And­ers Fogh Rasmus­sen, fyrrv. for­sæt­is­rá­herra Dan­merk­ur (2001 til 2009) og fram­kvæmda­stjóri NATO (2009 til 2014), sagði í The Daily Tel­egraph 16. mars að árás­in í Sal­isbury væri liður í blönduðu stríði Vla­dimirs Pútíns gegn Vest­ur­lönd­um. Hann sagði:

„Mörg­um aðferðum er beitt í þessu stríði allt frá hefðbundn­um hernaði til netárása, her­ferðum með upp­lýs­inga­föls­un­um, tölvu­inn­brot­um, af­skipt­um af kosn­ing­um og til þess að framd­ar séu póli­tísk­ar af­tök­ur. Skipu­lega er unnið að því að vopn­væða sjálfa grunnþætti op­inna, lýðræðis­legra sam­fé­laga okk­ar, fyr­ir löngu er tíma­bært að lýðræðis­rík­in snú­ist til gagn­sókn­ar.“

Fogh Rasmus­sen sagði næst­um öll NATO-rík­in hafa kynnst ein­hverri teg­und af blandaðri árás frá Rúss­um. Þeir hefðu til dæm­is látið að sér kveða sér í kosn­inga­bar­áttu í Banda­ríkj­un­um, Frakklandi og á Ítal­íu. Efnt hefði verið til upp­lýs­inga her­ferðar til að ýta und­ir spennu vegna út­lend­inga­mála í Mið-Evr­ópu­lönd­um og gripið til netárása til dæm­is á danska varn­ar­málaráðuneytið. Þá telja spænsk stjórn­völd að Rúss­ar ýti und­ir ólgu í Katalón­íu með því að nýta netið og sam­fé­lags­miðla.

NATO-fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi sagðist oft hafa átt sam­skipti við Pútín. Af þeirri reynslu væri hann í eng­um vafa um að Rúss­lands­for­seti skildi aðeins boðskap valds­ins.

Sjón­ar­miðið sem birt­ist í grein­inni eft­ir And­ers Fogh Rasmus­sen varð ofan á þegar rík­is­stjórn­ir Vest­ur­landa tóku hönd­um sam­an gegn árás­inni í Sal­isbury. Mánu­dag­inn 26. mars bár­ust frétt­ir um brottrekst­ur rúss­neskra sendi­ráðsmanna frá fjöl­mörg­um vest­ræn­um ríkj­um og um aðrar aðgerðir til að sýna Pútín að hon­um yrði ekki káp­an úr þessu klæðinu.

Nýir vind­ar

Að nú blási aðrir vind­ar en í kalda stríðinu sást meðal ann­ars hér á landi þegar ut­an­rík­is­mála­nefnd alþing­is stóð ein­róma að baki ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar um mót­mælaaðgerðir af hálfu Íslend­inga gegn Rúss­um. Í kalda stríðinu hefði til­raun til að ná póli­tískri sam­stöðu allra flokka um mál and­stætt rúss­nesk­um hags­mun­um verið dauðadæmd.

Ódæðið með eit­ur­efn­un­um var framið í Betlandi. Það hef­ur því komið í hlut bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hafa for­ystu um aðgerðir gegn Rúss­um. Rétti­lega er bent á að sönn­un að saka­mála­lög­um liggi ekki fyr­ir enda er lög­reglu­rann­sókn ekki lokið í Sal­isbury. Bret­ar hafa hins veg­ar kynnt banda­mönn­um sín­um gögn á póli­tísk­um vett­vangi sem duga til að þeir sam­ein­ast um aðgerðir gegn Rúss­um.

Mik­hail Degtjar­jev, þingmaður og formaður nefnd­ar um íþrótta-, ferða- og æsku­lýðsmál í neðri deild rúss­neska þings­ins, sagði ákvörðun ís­lenskra ráðamanna um að sniðganga heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu næsta sum­ar bera þess merki að Ísland væri í raun ekki full­valda ríki. Hann sagði á forsíðu Morg­un­blaðsins 28. mars: „Ísland er orðið gísl – eða eins og þeir segja, fórn­ar­kostnaður – í röð póli­tískra ögr­ana af hendi Breta og Banda­ríkja­manna.“

Þessi óhróður um Ísland er til marks um af­neit­un rúss­neskra ráðamanna þegar kem­ur að viðbrögðum annarra þjóða við eit­ur­efna­árás­inni í Sal­isbury. Von þeirra var að splundra sam­stöðu vest­rænna ríkja. Hún varð að engu og þess vegna er ráðist á rík­in á stjórn­mála­vett­vangi.

Bar­átt­an um al­menn­ings­álitið

Í næstu viku læt­ur HR McMa­ster hers­höfðingi af störf­um sem þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Don­alds Trumps. McMa­ster flutti síðustu op­in­beru ræðu sína í embætti þriðju­dag­inn 3. apríl og vék þar að þaul­hugsuðum aðgerðum Rússa sem væru sér­stak­lega hannaðar til að skila ár­angri án þess að þær kölluðu á hernaðarlegt andsvar.

Þess­ar aðferðir fæl­ust í því að laum­ast inn á sam­fé­lags­miðla, út­breiða áróður, vopn­væða upp­lýs­ing­ar og að beita öðrum aðferðum til und­ir­róðurs og njósna.

„Sum­ar þjóðir hafa ein­fald­lega of lengi látið hjá líða að horf­ast í augu við þess­ar ógn­ir. Rúss­ar neita aðild sinni að aðgerðunum á dólgs­leg­an hátt og við höf­um látið und­ir höfuð leggj­ast að gera þeim þetta nægi­lega dýr­keypt.“

McMa­ster taldi að skort­ur á skýr­um viðbrögðum við fram­ferði Rússa hefði aukið sjálfs­traust Kreml­verja. Útsend­ar­ar hefðu það verk­efni að grafa und­an sjálfs­trausti stjórn­valda á Vest­ur­lönd­um og skapa sundr­ung þeirra á milli.

Ein­mitt þess vegna legg­ur áróður­svél Rússa nú höfuðáherslu á að grafa und­an niður­stöðunni um að „yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ séu á að Rúss­ar hafi staðið að árás­inni í Sal­isbury. Spurn­ing­in um upp­runastað eit­urs­ins er gerð að höfuðmáli. Rúss­ar vita að henni verður ekki svarað án þess að upp­lýst sé um njósn­ara inn­an kerf­is þeirra. Árás­in á Skripal var ef til vill til að finna þá eða hræða?

Bar­átt­an um al­menn­ings­álitið er eins og áður aðeins háð í lýðræðis­ríkj­um. Brýnt er að átta sig á eðli henn­ar og aðferðum.