13.4.2007

Kveðja til landsfundar.

Allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ég tekið þátt í landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Lifað mig inn í andrúmsloftið og notið þess að hitta vini og flokkssystkin.

Vegna veikinda er mér ekki fært að sitja fundinn að þessu sinni enda er ég að ná mér eftir uppskurð sem heppnaðist vel miðvikudaginn 11. apríl sl.

Ég hefði af stolti og ánægju viljað kynna ykkur hinn mikla árangur sem áunnist hefur í ráðuneyti mínu á þessu kjörtímabili, en hitt nægir að vísu að láta verkin tala og þá góðu sveit manna sem gætir öryggis okkar til lands og sjávar.

Ég flyt ykkur góðar óskir um heilladrjúgt starf á fundinum – glæsileiki fundarins og góð stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins er besta veganestið til sigurs í kosningunum 12. maí.

Fram til sigurs!

Með góðri baráttukveðju

Björn Bjarnason