18.4.2019

Yfirráð í orkumálum – hert útlendingalög

Fimmtudagur, 18. apríl 2019 - Morgunblaðið

Hér ber þann boðskap hátt að fyr­ir stjórn­völd­um vaki að af­henda Evr­ópu­sam­band­inu ráð yfir orku­lind­um lands­ins. Ekk­ert slíkt er þó á döf­inni. Á hinn bóg­inn hef­ur inn­leiðing svo­nefnds orkupakka þrjú sem hluta af EES-sam­starf­inu verið túlkuð á þenn­an sér­kenni­lega hátt.

Nokk­ur þátta­skil urðu þó í umræðunum eft­ir samþykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar 22. mars þar sem áréttað er að orkupakk­inn kall­ar aðeins á laga­breyt­ingu varðandi aukið sjálf­stæði Orku­stofn­un­ar sem eft­ir­litsaðila í þágu neyt­enda. Þó láta sum­ir enn eins og um framsal valds til fag­stofn­un­ar ESB, ACER, sé að ræða.

Þá er það til­laga rík­is­stjórn­ar­inn­ar að verði ákvörðun tek­in um að ráðast í lagn­ingu sæ­strengs til að flytja raf­orku héðan til Bret­lands eða annarra landa skuli alþingi samþykkja það með lög­um.

Þeim sem hafa staðið utan umræðna um orku­mál koma hat­ramm­ar deil­ur um sæ­streng­inn og eign­ar­hald á orku­fyr­ir­tækj­um á óvart. Að óreyndu hefði mátt ætla, eft­ir margra ára at­hug­an­ir, að rök­studd sátt ríkti um þessa grunnþætti í stefnu Íslands í orku­mál­um.

Á vefsíðu Lands­virkj­un­ar er að finna ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um rann­sókn­ir vegna hugs­an­legs sæ­strengs héðan til Bret­lands. Upp­lýs­ing­arn­ar sýna að ekk­ert hef­ur verið gert af op­in­berri hálfu varðandi sæ­streng síðan árið 2016. Þegar rætt er um framtíð verk­efn­is­ins seg­ir meðal ann­ars:

„Talið er að það taki um fimm ár að klára nauðsyn­leg­ar rann­sókn­ir og und­ir­bún­ings­vinnu í sam­bandi við lagn­ingu strengs­ins. Að því loknu verður hægt að taka end­an­lega ákvörðun um hvort af verk­efn­inu verður. Ef tek­in verður ákvörðun um slíkt mun það taka fimm til sex ár að fram­leiða og leggja streng­inn og reisa land­stöðvar, há­spennu­lín­ur og fleira.“

Sæ­streng­ur er með öðrum orðum ekk­ert sem menn hrista fram úr erm­inni. Þarna er talað um allt að 12 ára und­ir­bún­ings- og fram­kvæmda­tíma vegna strengs­ins. Þriðji orkupakk­inn hef­ur verið til af­greiðslu í ís­lenska stjórn­kerf­inu síðan 2010. Gengi allt eins og smurð vél frá 2020 vegna strengs­ins yrði hann kannski tengd­ur árið 2032. Að lík­ind­um yrði þessi tími tölu­vert lengri.

Þörf er á meiri umræðum á stjórn­mála­vett­vangi um streng­inn, eign­ar­hald á orku­lind­um og alþjóðaþróun. Þessi spurn­ing er áleit­in: Á að spyrja þjóðina hvort hún vilji raf­streng til annarra landa? Þá yrði sá þátt­ur máls­ins rædd­ur til hlít­ar. Þriðji orkupakk­inn er hins veg­ar til­bú­inn til af­greiðslu núna, enda þaul­rædd­ur.

Þróun hæl­is­mála

Sam­tök­in No Bor­ders sem berj­ast gegn landa­mær­um og hafa sér­stak­lega horn í síðu reglna um brott­vís­un ólög­legra inn­flytj­enda láta nú að sér kveða á nýj­an leik. Full­trú­ar þeirra sitja reglu­lega fyr­ir fólki í and­dyri dóms­málaráðuneyt­is­ins.

Borg­ar­yf­ir­völd leyfðu hæl­is­leit­end­um og No Bor­ders að reisa tjald og gista á Aust­ur­velli í nokkr­ar næt­ur til að árétta kröf­ur sín­ar. Var stytt­an af Jóni Sig­urðssyni notuð sem snagi und­ir mót­mæla­spjöld.

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs leituðu 223 ein­stak­ling­ar hæl­is eða alþjóðlegr­ar vernd­ar hér á landi, á sama tíma í fyrra stóðu 138 í þess­um spor­um en árið 2017 voru þeir 226.

54415253_382723932562145_4108922902013804544_nÞessi mynd birtist á DV og sýnir Halldór Blöndal, fyrrv., forseta alþingis og ráðherra, lýsa vanþóknun sinni á framgöngu No Borders-fólksins á Austurvelli.

Ferðir hæl­is­leit­enda eru sjald­an óskipu­lagðar. Oft­ast hafa þeir notið aðstoðar ein­hverra sem þiggja greiðslu fyr­ir að leiðbeina þeim. Veitt­ar eru upp­lýs­ing­ar um hvert best sé að leita og hvernig best sé að ná ár­angri á áfangastað.

Bar­átta No Bor­ders við ís­lensk stjórn­völd snýst um betri aðbúnað og þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur. Fjölg­un þeirra á þessu ári fell­ur að mark­miðum No Bor­ders.

Viðbrögð dóms­málaráðherra

Vegna þess­ar­ar þró­un­ar hef­ur dóms­málaráðherra Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir nú flutt frum­varp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­un­um.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að nú bíði rúm­lega 600 ein­stak­ling­ar sem þiggja þjón­ustu á biðtím­an­um úr­lausn­ar sinna mála eða end­ur­send­ing­ar til ann­ars rík­is. Stjórn­sýsl­an ráði ekki við að af­greiða um­sókn­ir inn­an ásætt­an­legs tíma og kostnaður við fram­færslu um­sækj­enda um alþjóðlega vernd vaxi hröðum skref­um. Þarna er um að ræða marga millj­arða króna sem velt er yfir á skatt­greiðend­ur.

Skýr­ing­in á þess­ari fjölg­un er sögð tvíþætt: „Í fyrsta lagi hef­ur fjölgað nokkuð í hópi þeirra sem hingað leita eft­ir vernd frá stríðshrjáðum lönd­um, ekki síst Írak og Af­gan­ist­an. Í öðru lagi hef­ur þeim sem sækja hér um alþjóðlega vernd fjölgað um­tals­vert á ný þrátt fyr­ir að vera ekki á flótta und­an of­sókn­um í sínu upp­runa­r­íki.“

Þeir sem mynda síðari hóp­inn eru fólk frá ör­uggu ríki sem nýt­ur fé­lags­legr­ar aðstoðar á meðan kom­ist er að niður­stöðu um af­greiðslu ber­sýni­lega til­hæfu­lausr­ar um­sókn­ar þess. Þá er í hópn­um fólk sem ber lög­um sam­kvæmt að sækja um hæli í öðru ríki eða hef­ur ef til vill gert það en kýs samt að koma hingað. Loks er þarna fólk sem þegar hef­ur fengið stöðu flótta­manns í Evr­ópu en ákveður af ein­hverj­um ástæðum að sækja líka hér um hæli.

Í frum­varp­inu sem ligg­ur fyr­ir alþingi núna er enn gerð til­raun til að ein­falda reglu­verkið í kring­um til­hæfu­laus­ar um­sókn­ir og stytta þar með dvöl um­sækj­enda á kostnað skatt­greiðenda hér á landi.

Átök í Kaup­manna­höfn

Dansk­ir stjórn­mála­menn ræða opið um vand­ann vegna hæl­is­leit­enda. Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn hef­ur aukið fylgi sitt frá því að hann tók að nálg­ast harða út­lend­inga­stefnu Danska þjóðarflokks­ins. Hér á landi mega Sam­fylk­ing­in eða aðrir vinst­ris­inn­ar ekki heyra á slíkt minnst – þvert á móti.

Í dönsku sam­fé­lagi rík­ir nokk­ur spenna vegna út­lend­inga­mál­anna. Það kom til dæm­is til harðra átaka sunnu­dag­inn 14. apríl á Norður­brú í Kaup­manna­höfn.

Dönsk yf­ir­völd hafa á rúmu ári greitt 24 millj­ón­ir króna (um 450 m. ísl. kr.) til að verja lög­fræðing­inn Rasmus Palu­dan sem berst af hörku gegn múslim­um. Í óeirðunum á sunnu­dag­inn beitti lög­regl­an tára­gasi og hand­tók 23 eft­ir að Palu­dan kastaði Kór­an­in­um í loft upp og lét hann falla til jarðar á Blág­arðstorgi.

Frá því í fyrra hef­ur Palu­dan efnt til 70 mót­mæla. Hann held­ur úti flokkn­um Stram kurs, Stífri stefnu, sem fékk 923 at­kvæði í sveit­ar­stjórna­kosn­ing­um árið 2017. Þeir sem tala máli hans á stjórn­mála­vett­vangi segja að ekki sé við Palu­dan að sak­ast vegna lög­gæslu­kostnaðar held­ur þá sem veita hon­um ekki svig­rúm til að mót­mæla. Gegn þeim verði lög­regl­an að láta að sér kveða.

Átök­in í Kaup­manna­höfn eru aðeins ein birt­ing­ar­mynd vand­ans sem skap­ast í út­lend­inga­mál­um rask­ist eðli­legt jafn­vægi. Ástæða er til að velta fyr­ir sér hvort mót­mæl­in á Aust­ur­velli og mót­mæla­set­an í dóms­málaráðuneyt­inu séu ekki ein­mitt til marks um slíka rösk­un hér á landi og þess vegna sé tíma­bært að alþingi samþykki nýtt frum­varp dóms­málaráðherra.