27.5.2023

Verðbólguslagurinn harðnar

Morgunblaðið, laugardagur 27. maí 2023.

Efna­hagsum­ræður hér fara gjarn­an út um víðan völl þegar tekn­ar eru óvin­sæl­ar ákv­arðanir eins og til dæm­is um hækk­un vaxta. Nú bar það til dæm­is við að ýms­ir vildu að kveikt yrði á græna ESB-aðild­ar­ljós­inu vegna henn­ar.

Þá er al­veg litið fram hjá því að all­ir stjórn­mála­flokk­ar eru sam­mála um að ESB-aðild komi ekki til álita nema stjórn­ar­skránni sé breytt. Þá vilja flokk­arn­ir all­ir umboð frá kjós­end­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu áður en aðild­arþráður­inn sé tek­inn upp gagn­vart ESB. Fyrsta skref ESB-aðild­ar­flokk­anna verður vænt­an­lega að kynna til­lög­ur á þingi, ann­ars veg­ar um breyt­ingu á stjórn­ar­skránni og hins veg­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um ESB-aðild­ar­viðræðurn­ar.

Sedlabankinn_peningastefnunefnd_hopmynd_a_2023Peningastefnunefnd 24. maí 2023 (mynd: seðlabankinn).

Þegar pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands til­kynnti 24. maí að vext­ir bank­ans hækkuðu um 1,25 pró­sent­ur og yrðu 8,75% á sjö daga bundn­um inn­lán­um, sagði í til­kynn­ingu nefnd­ar­inn­ar að efna­hags­um­svif í land­inu hefðu „verið kröft­ug“ á ár­inu og í þjóðhags­spá bank­ans væri nú spáð 4,8% hag­vexti í ár, en í fe­brú­ar 2023 spáði seðlabank­inn 2,6% hag­vexti á ár­inu. Sagt var að vöxt­ur inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar vægi þungt í aukn­um hag­vexti en einnig væri út­lit fyr­ir „kröft­ugri um­svif í ferðaþjón­ustu“ en talið var í fe­brú­ar.

Þensl­una, sem veld­ur því að verðbólga mæld­ist 9,9% í apríl og jókst lít­il­lega frá því í mars, má því rekja til „kröft­ugra um­svifa“ sem birt­ast meðal ann­ars í því að at­vinnu­leysi mæld­ist aðeins 2,3% í apríl og dróst sam­an um 0,8 pró­sentu­stig á milli mánaða, eins og seg­ir í til­kynn­ingu frá hag­stof­unni.

Við því var bú­ist að ferðaþjón­ust­an tæki vel við sér að heims­far­aldr­in­um lokn­um, en hraði viðbragðsins og um­fang er meira en vænst var. Þrýst­ing­ur á rík­is­sjóð og kraf­an um auk­in rík­is­út­gjöld var mik­il á tíma far­ald­urs­ins. Nú er ljóst að taka þurfti í verðbólgu­brems­una fyrr en gert var. Hjól­in sner­ust of hratt.

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sagði að verðbólg­an hér væri „á nokkuð breiðu bili, ansi margt að hækka“. Þá væru „gríðarlega mik­il áhrif af síðustu kjara­samn­ing­um“. Þau kæmu „mjög hratt inn í hag­kerfið“. Fólk væri „að eyða þeim pen­ing­um sem það fékk í um­slagið“. Í lönd­un­um í kring­um okk­ur hefðu svona samn­ing­ar ekki átt sér stað og þar væri verðbólg­an far­in að hjaðna. Þetta væri alltaf spurn­ing um mark­mið fólks og leiðir. Aðilar vinnu­markaðar­ins gætu ekki firrt sig ábyrgð.

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ræddi efna­hags­mál við for­sæt­is­ráðherra á alþingi þriðju­dag­inn 23. maí, dag­inn fyr­ir vaxta­ákvörðun­ina, og hóf ræðu sína á þess­um hugg­un­ar­orðum: „Þó að mis­tök hafi verið gerð þá þýðir ekki að gef­ast upp núna. Mig lang­ar til að stappa aðeins stál­inu í hæst­virta rík­is­stjórn.“ Flokks­formaður­inn sagði einnig: „Vissu­lega hafa verið gerð mis­tök í hag­stjórn­inni en það þýðir ekki að hengja haus yfir því.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra svaraði og hafnaði þessu tali flokks­for­manns­ins um „ein­hvers kon­ar mis­tök“. Frá heims­far­aldr­in­um hefði þjóðin komið „með þá ein­stöku stöðu að kaup­mátt­ur allra“ jókst á tíma far­ald­urs­ins. Rík­is­sjóði hefði verið beitt „af full­um þunga, jafn­vel of mikið“, segðu menn núna þótt stjórn­in hefði verið gagn­rýnd fyr­ir „að ganga ekki nógu langt“. Síðan hefði stjórn­in „gripið til mark­vissra aðgerða til að kæla hag­kerfið, hægja á fjár­fest­ingu“ og boðað „aukið aðhald á tekju- og gjalda­hlið“.

Kristrún Frosta­dótt­ir skuld­ar skýr­ingu á því sem hún tel­ur „mis­tök“ í hag­stjórn­inni. Af viðtali við hana hér í blaðinu fyr­ir viku má ráða að leið henn­ar sé að hækka út­gjöld til heil­brigðismála og hækka skatta. Varla kall­ast það aðhalds­stefna?

Flest bend­ir til að und­ir stjórn Kristrún­ar stefni Sam­fylk­ing­in að hand­stýrðu milli­færslu­kerfi und­ir póli­tískri for­sjá. Þrá henn­ar eft­ir að kom­ast í fjár­málaráðuneytið ráðist af áhuga henn­ar á að fá að hand­leika stjórn­völ slíks kerf­is.

Í sam­tali við mbl.is 24. maí sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra að stjórn­völd hefðu mest­ar áhyggj­ur núna af viðkvæm­ustu hóp­un­um, ann­ars veg­ar tekju­lægstu ein­stak­ling­un­um með minnst borð fyr­ir báru og hins veg­ar þeim sem væru á hús­næðismarkaði með óverðtryggða vexti. Fjár­mála­fyr­ir­tæk­in yrðu að koma til móts við viðskipta­menn sína, eins og þau segðust ætla að gera. Af hálfu stjórn­valda yrði fylgst mjög vel með því. Ráðherr­ann sagði einnig að aðhald réði ákvörðunum í rík­is­fjár­mál­um, það hefði þó mátt vera meira.

Bjarni sagðist hafa orðið fyr­ir mest­um von­brigðum vegna þess hve illa hefði gengið „að stilla sam­an aðgerðir stjórn­valda og vinnu­markaðar“. Það yrði að finna „nýj­an jafn­vægispunkt“ í hag­kerf­inu.

Á lýðveld­is­tím­an­um hef­ur eng­inn setið leng­ur í embætti fjár­málaráðherra en Bjarni Bene­dikts­son, eða í 10 ár. (Ey­steinn Jóns­son Fram­sókn­ar­flokki var sam­tals fjár­málaráðherra í 13 ár, þar af fimm, 1934-1939, fyr­ir stofn­un lýðveld­is­ins.)

Bjarni hef­ur sem ráðherra leitt mörg mik­il­væg verk­efni til far­sæll­ar niður­stöðu og er ein­kenni­legt að Kristrún Frosta­dótt­ir telji sér sæma að víkja að störf­um hans á þann veg sem hún ger­ir. Þau eru í anda þeirr­ar áráttu and­stæðinga hans að vega að mann­in­um en ekki verk­um hans.

Í fyrr­nefndu viðtali á mbl.is fer Bjarni lof­sam­leg­um um­mæl­um um sam­starf sitt og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, stjórn­ar­samtarfið hafi skilað góðum ár­angri en á hinn bóg­inn geti verið „krefj­andi að sætta ólík sjón­ar­mið og það [geti] dregið úr skerp­unni í póli­tísku sýn­inni“.

Nú reyn­ir enn á sam­starf þeirra, að þessu sinni í slagn­um við verðbólg­una.