29.11.2019

Varðstaða gegn útþenslu einræðis

Morgunblaðið, föstudagur, 29. nóvember 2019

Í rit­stjórn­ar­grein­um Morg­un­blaðsins á árum áður var orðið smán­ar­múr oft notað þegar rætt var um Berlín­ar­múr­inn. Hann táknaði smán komm­ún­ista sem urðu að reisa múr þvert í gegn­um Berlín til að halda fólki nauðugu und­ir ein­ræðis- og fá­tækt­ar­stjórn sinni.

Fyr­ir tæpri viku birt­ist hér í blaðinu grein um stöðu mála í Þýskalandi þegar 30 ár eru liðin frá því að Berlín­ar­múr­inn féll. Í henni kem­ur hvorki fyr­ir orðið sósí­al­ismi né orðið komm­ún­ismi. Væri skrifað um stöðu mála í Þýskalandi og síðari heims­styrj­öld­ina án þess að minn­ast á nazista þætti það sögu­föls­un. Dett­ur ein­hverj­um í hug að skrifa sögu kalda stríðsins án þess að tala um komm­ún­isma og stjórn­kerfi hans?

Í Krakkaf­rétt­um rík­is­út­varps­ins 11. nóv­em­ber 2019 sagði: „Höfuðborg­inni í Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reist­ur múr til að aðgreina borg­ar­hlut­ana. Það var líka gert til að koma í veg fyr­ir að fólk flytt­ist á milli, aðallega frá austri til vest­urs.“ Þarna er látið eins og um skipu­lags­ákvörðun hafi verið að ræða. Þetta voru átök milli tveggja stjórn­kerfa, keppni tveggja hug­mynda­kerfa um hvernig fólk fengið best notið sín.

Dæm­in tvö sýna ásetn­ing um að færa sög­una í nýj­an bún­ing. Grafið er und­an vit­und­inni um að í Evr­ópu eru enn þann dag í dag tvö ólík stjórn­kerfi. Frjáls­lynd lýðræðis­ríki þar sem rétt­ur ein­stak­lings­ins til orðs og æðis er viður­kennd­ur. For­ræðis­ríki þar sem vald­haf­ar ganga á rétt borg­ar­anna og beita gagn­rýn­end­ur valdi. Þar er nær­tæk­ast að benda á Rúss­land og Hvíta-Rúss­land.

Sunnu­dag­inn 17. nóv­em­ber var kosið til þings Hvíta-Rúss­lands. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var þar við kosn­inga­eft­ir­lit og sagði meðal ann­ars á FB-síðu sinni mánu­dag­inn 18. nóv­em­ber:

„Þrátt fyr­ir að tveir bunk­ar mis­mun­andi fram­bjóðanda hafi sýnst mjög sam­bæri­leg­ir fyr­ir okk­ur í eft­ir­lit­inu (sem auðvitað mátt­um bara standa í hæfi­legri fjar­lægð) þá hafði sig­ur­veg­ar­inn sam­kvæmt op­in­beru töl­un­um næst­um því þris­var sinn­um fleiri at­kvæði. Á þess­um tíma­punkti varð mér ein­fald­lega flök­urt og þegar ég sagði það við túlk­inn minn þá sagði hún bara, ímyndaðu þér hvernig mér líður.“

Aðeins stuðnings­menn ein­ræðis­herr­ans Al­ex­and­ers Luka­sj­en­kos for­seta náðu kjöri á þingið í Hvíta Rússlandi. Í Aust­ur-Þýskalandi hurfu þess­ir komm­ún­ísku stjórn­ar­hætt­ir um leið og Berlín­ar­múr­inn. Aðild að eft­ir­liti með kosn­ing­um í ein­ræðis­ríkj­um skap­ar íbú­um þar þá sorg­legu til­finn­ingu að eft­ir­litsþjóðirn­ar leggi bless­un sína yfir skrípaleik­inn. Hér á landi er auk þess minna fjallað um of­stjórn og kúg­un í Hvíta-Rússlandi en skoðanir þeirra sem hlutu ný­lega meiri­hluta í lýðræðis­legri kosn­ingu í Póllandi.

Þjóðverj­ar brenndu sig svo illa á af­leiðing­um ein­ræðis­stjórna að hjá þeim eru fjöl­marg­ar hindr­an­ir gegn því að slík­ar hörm­ung­ar end­ur­taki sig. Varn­ar­virk­in gegn póli­tísk­um of­rík­is­mönn­um eru því miður ekki alls staðar jafnöflug og í Þýskalandi. Ein­mitt þess vegna er brýnt að sag­an gleym­ist ekki og lýðræðisþjóðir í vestri styrki lýðræðis­lega grunnþætti í mið- og aust­ur­hluta Evr­ópu. EES/​EFTA-rík­in Ísland, Liechten­stein og Nor­eg­ur gera þetta meðal ann­ars sér­stak­lega í gegn­um Upp­bygg­ing­ar­sjóð EES sem legg­ur sig fram um stuðning við frjáls fé­laga­sam­tök.

NATO-3Leiðtoga­fund­ur NATO

Öllum var þjóðunum und­ir ein­ræði komm­ún­isma mest virði að fá aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO) eft­ir að þær fengu frelsi. Banda­lagið var stofnað fyr­ir 70 árum til að sporna gegn útþenslu komm­ún­ism­ans í krafti lýðræðis­hug­sjóna og mann­rétt­inda. Þjóðirn­ar sem bæst hafa í hóp­inn und­an­far­in ár líta bæði á aðild­ina sem viður­kenn­ingu á leið sinni til lýðræðis og ör­ygg­is­trygg­ingu.

Þetta verður enn einu sinni staðfest á fundi miðviku­dag­inn 4. des­em­ber í London. Hér í þess­um dálki er gjarn­an talað um fund rík­is­odd­vita NATO og er þá vísað til funda sem banda­lagið kall­ar summit á ensku. Fund­inn í London kall­ar banda­lagið hins veg­ar Lea­ders Meet­ing, leiðtoga­fund. Til hans er efnt vegna 70 ára af­mæl­is NATO sem ut­an­rík­is­ráðherr­ar aðild­ar­ríkj­anna 29 fögnuðu í Washingt­on 4. apríl 2019.

Kvöldið fyr­ir fund­inn býður Elísa­bet II. Breta­drottn­ing til at­hafn­ar í Buck­ing­ham-höll. Að morgni 4. des­em­ber hitt­ast leiðtog­arn­ir í Grove Hotel í Hert­fords­hire og ræða sam­an fram að há­degi und­ir for­sæti Jens Stolten­bergs, fram­kvæmda­stjóra NATO. Mark­miðið er að efla og staðfesta enn einu sinni sam­heldni banda­lagsþjóðanna. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sit­ur fund­inn fyr­ir Íslands hönd.

Áhersla á framtíðar­verk­efni

Frá því að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti tók að krefjast auk­inn­ar hlut­deild­ar Evr­ópu­ríkja í sam­eig­in­leg­um út­gjöld­um til her­mála hef­ur orðið breyt­ing í þá átt eins og staðfest verður í London. Þar mun einnig skýr­ast hvaða Evr­ópu­ríki tek­ur for­ystu í hernaðarleg­um ör­ygg­is­mál­um ESB-ríkja eft­ir brex­it 31. janú­ar 2020 fái Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Breta og gest­gjafi í London, nægi­leg­an stuðning í kosn­ing­un­um 12. des­em­ber til að hrinda lof­orðum sín­um í fram­kvæmd.

Ný­leg um­mæli Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta um „heila­dauða“ NATO eru víða tal­in til marks um að hann vilji árétta for­ystu­hlut­verk Frakka, eina kjarn­orku­veld­is­ins inn­an ESB eft­ir brott­för Breta. Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari spyrnti strax við fæti.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar NATO-ríkj­anna hitt­ust á fundi í Brus­sel miðviku­dag­inn 20. nóv­em­ber. Í frétt­um af fund­in­um seg­ir að þar hafi ut­an­rík­is­ráðherr­ar Frakka og Þjóðverja hvor um sig reynt að skipa sér í for­ystusess meðal ESB-ríkja.

Heiko Maas, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, sagði að á tíma umræðna um traust í garð Don­alds Trumps, reiði í garð Tyrkja vegna inn­rás­ar þeirra í Sýr­land og efa­semda um vilja ESB-ríkja til að standa að eig­in vörn­um væri ekki skyn­sam­legt að mæla með því að ESB-rík­in héldu sína leið, leggja ætti rækt við NATO-sam­starfið.

Þessu til staðfest­ing­ar lagði Maas til að Jens Stolten­berg skipaði hóp sér­fræðinga til að ræða framtíðar­stefnu NATO og leggja skýrslu um hana fyr­ir NATO-rík­in.

Til sam­bæri­legr­ar skýrslu­gerðar var gengið á sjö­unda ára­tugn­um þegar Pier­re Har­mel, ut­an­rík­is­ráðherra Belga, leiddi hóp „vísra manna“ sem lagði árið 1967 fram skýrslu um framtíðar­verk­efni banda­lags­ins, þar sem defence, deter­rence og détente – varn­ir, fæl­ing og slök­un – voru lyk­il­orðin. Í því fæl­ust ekki and­stæður að efla varn­ir NATO og fæl­ing­ar­mátt um leið og leitað væri eft­ir vin­sam­leg­um viðræðum við hugs­an­leg­an and­stæðing.

Af frétt­um að dæma naut til­laga þýska ut­an­rík­is­ráðherr­ans meiri stuðnings á fund­in­um en hug­mynd­in sem Jean-Yves Le Dri­an, ut­an­rík­is­ráðherra Frakka, kynnti um „vísa menn“ um mál­efni NATO en ekki und­ir for­sjá NATO.

Það má ráða af yf­ir­lýs­ing­unni sem gef­in verður eft­ir fund­inn í London hvort sjón­ar­mið Þjóðverja eða Frakka fær náð fyr­ir aug­um leiðtog­anna. Víst er að áhersla verður lögð á að sýna gott lífs­mark með NATO, þegar átt­undi ára­tug­ur­inn í sögu banda­lags­ins hefst.