22.5.2024

Varað við lélegri lagasmíð

Morgunblaðið, miðvikudagur 22. maí 2024.

Mín eig­in lög ★★★½· Eft­ir Hauk Arnþórs­son. a2s ehf., 2024. Kilja, 211 bls.

Bók dr. Hauks Arnþórs­son­ar stjórn­sýslu­fræðings heit­ir Mín eig­in lög – Fram­kvæmd stjórn­ar­skrárá­kvæða um meðferð laga­frum­varpa á Alþingi og í danska þing­inu. Bók­ar­heitið gef­ur óljósa hug­mynd um efnið. Höf­und­ur skýr­ir það á þann veg að þing virði eig­in lög, að öðrum kosti breyti þau þeim (5). Hann seg­ir bók­ina einkum fjalla um „þær gæðakröf­ur sem stjórn­ar­skrárá­kvæðið um þrjár meðferðir frum­varpa ger­ir til laga­gerðar“ ann­ars veg­ar á alþingi og hins veg­ar á danska þing­inu (Fol­ket­in­get) (151).


Alþing­is­menn hafa miklu meira svig­rúm til að breyta stjórn­ar­frum­vörp­um eða til að flytja mál en dönsku þing­menn­irn­ir. Hér er einnig mun meira sam­ráð en í Dan­mörku við al­menn­ing og hagaðila bæði áður en frum­vörp eru lögð fram á þingi og í meðför­um þar. Í Dan­mörku send­ir þing­nefnd til dæm­is ekki frum­vörp til um­sagn­ar eða fær gesti á fund til að ræða þau held­ur er skrif­leg­um fyr­ir­spurn­um beint til rík­is­stjórn­ar­inn­ar eða dönsku ráðuneyt­anna sé tal­in þörf á skýr­ing­um vegna frum­varps sem unnið er að í þing­nefnd (120).

Höf­und­ur er hrifn­ari af danska fyr­ir­komu­lag­inu en því ís­lenska. Hann seg­ir að sam­ráð alþing­is við al­menn­ing „ógni gæðum laga­setn­ing­ar“ hversu já­kvætt sem það sé að öðru leyti. Rök hans eru að gott sam­ráð af hálfu ráðuneyta tryggi að bet­ur unn­in frum­vörp komi inn í þingið „til eft­ir­lits, staðfest­ing­ar og próf­un­ar“ og þar með auk­ist „laga­gæði“ (127). Sam­ráð og um­sagn­ir til þing­nefnda auki hættu á lé­legri laga­smíð.

05f7e3d6-879b-4835-8c1a-fb9d853c984e

Nú í mars 2024 full­yrti Hauk­ur að samþykkt alþing­is á bú­vöru­lög­um hefði verið ólög­leg þar sem laga­frum­varpið hefði tekið of mikl­um breyt­ing­um í meðför­um þing­nefnd­ar. Í stjórn­ar­skránni segði að ekk­ert laga­frum­varp mætti samþykkja án þess að hafa fengið þrjár umræður á alþingi. Bú­vöru­frum­varpið hefði breyst svo mikið að það hefði orðið að öðru máli en var rætt við fyrstu umræðu. Í lok grein­ar hér í blaðinu 25. mars 2024 sagði hann „spenn­andi“ ef full­trú­ar ís­lensks al­menn­ings létu reyna á þetta – bú­vöru­laga­breyt­ing­in virt­ist „kjörið próf­mál“ fyr­ir dóm­stól­um.

Þótt Hauk­ur fjalli ekki um það vek­ur þrískipt­ing valds­ins spurn­ing­ar um hvort dóm­ar­ar hafi heim­ild til að ákveða hvernig þing­menn fari með vald sitt inn­an þings þótt óum­deilt sé að dóm­ar­ar geti úr­sk­urðað hvort efni laga brjóti í bága við stjórn­ar­skrá.

Þannig er ým­is­legt óljóst af því sem reifað er í bók Hauks þótt hann leiti svara allt aft­ur til þess tíma á 19. öld þegar Dana­kon­ung­ur af­salaði sér völd­um til héraðsþinga og síðan annarra þinga inn­an danska rík­is­ins.

Hér liggja mörg frum­vörp óaf­greidd á alþingi við þinglok, og þau verður að end­ur­flytja á síðara þingi eigi þau að koma til kasta þings­ins að nýju (131).

Rök hníga að því að skyn­sam­legt sé að hefja fer­il frum­varpa á nýju þingi þar sem frá var horfið við þinglok. „Ákvæði í þingsköp­um um að slík frum­vörp færu í bið milli þinga væri í takt við gæðakröf­una um þrjár meðferðir,“ seg­ir Hauk­ur (133).

Hann velt­ir fyr­ir sér hvernig staðið sé að ákvörðun um að frum­vörp dagi uppi. Í þeim vanga­velt­um lít­ur hann fram hjá samn­ingaviðræðum milli for­ystu­manna stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu und­ir þinglok. Þar eru ör­lög margra frum­varpa ráðin eins og eðli­legt er þar sem lög­gjaf­arþingið er sam­starfs­vett­vang­ur stjórn­mála­manna.

Dr. Hauk­ur dreg­ur sam­an mik­inn fróðleik í bók sinni. Hann skipt­ir bók­inni í tvo meg­in­kafla: Sög­una ann­ars veg­ar og nú­tím­ann hins veg­ar. Í viðauk­um í bókarlok birt­ir hann meðal ann­ars texta á dönsku og ís­lensku frá 1867 um kon­ung­legt frum­varp til stjórn­skipu­laga handa Íslandi.

Þá hef­ur hann tekið sam­an ít­ar­lega skrá yfir gild­andi lög sem sam­in voru og flutt af þing­nefnd­um á ár­un­um 1991-2023. Hann tel­ur að frum­vörp nefnda fái í raun ekki þing­lega meðferð en þau séu „upp­á­hald þings­ins“ af því að nefnd­irn­ar sem semji þau „hafi nán­ast lög­gjaf­ar­vald“ (139).

Þarna birt­ist enn sú afstaða Hauks að áhrif fram­kvæmda­valds­ins, stjórn­sýsl­unn­ar, verði að auka á starf þing­manna til að tryggja vandaða laga­gerð.

Oft­ar en einu sinni vaknaði sú spurn­ing við lest­ur bók­ar­inn­ar hvort kenn­ing höf­und­ar og ábend­ing­ar ættu ekki bet­ur heima í fræðilegri tíma­rits­grein þar sem hann drægi sam­an niður­stöður sín­ar án þess að birta sögu­legu frum­gögn­in. Þau draga at­hygli al­menns les­anda frá kjarna máls­ins sem á er­indi til þeirra sem hafa áhuga á vönduðum vinnu­brögðum lög­gjaf­ans.