29.6.2019

Útlendingamálin og dauði Evrópu

Dauði Evrópu eftir Douglas Murray. Jón Magnús­son þýddi. 448 bls., kilja, Tján­ing­ar­frelsið, 2019. Bókarumsögn í Morgunblaðinu 29. júní 2019

Ný­lega skrifaði Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags og stofn­andi Sósí­al­ista­flokks Íslands, bréf til Svan­hild­ar Kon­ráðsdótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Hörpu, og hvatti hana til að höf­und­ur bók­ar­inn­ar Dauði Evr­ópu, Douglas Murray, fengi ekki að tala á fundi í Hörpu.

Svan­hild­ur varð ekki við til­mæl­um Viðars.

Fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar sakaði Murray um „hat­ursorðræðu sem ógn­ar ör­yggi fólks og á ekki heima í heil­brigðri sam­fé­lagsum­ræðu“ og sagði: „Ég vona inni­lega að þú fyr­ir hönd Hörpu af­lýs­ir viðburðinum í nafni mann­rétt­inda og ör­ygg­is minni­hluta­hópa. Það væri mik­ill blett­ur á Hörpu ef þessi viðburður yrði kveikja að of­beld­is­verknaði gegn inn­flytj­end­um eða öðrum sem eiga und­ir högg að sækja.“

G4514EOF7.1_1164766Höf­und­ur­inn Douglas Murray, höf­und­ur Dauða Evr­ópu. — Ljós­mynd/​Re­bel Wis­dom

Kraf­an um þögg­un var skýr. Að sögn gekk fund­ur­inn með Murray hins veg­ar vel og þótti fróðleg­ur. Eng­inn and­mæl­andi hans sá til­efni til að láta ljós sitt skína.

Mis­heppnað frum­hlaup Viðars Þor­steins­son­ar ætti heima í bók­inni Dauði Evr­ópu til marks um hve umb­urðarlyndi sumra íbúa frjáls­lyndra sam­fé­laga er lítið. Þetta er stór hluti þess vanda sem við er að glíma í umræðunum um út­lend­inga­mál.

Sé farið inn á netið og flett upp á Douglas Murray má fljótt álykta að Harpa hefði skipað sér ein­kenni­leg­an sess sem tón­list­ar- og ráðstefnu­hús hefði verið lokað á Murray. Hann fer víða sem fyr­ir­les­ari og er auk þess vin­sæll viðmæl­andi eða stjórn­andi í sjón­varps­sam­töl­um.

Í bók­inni dreg­ur hann sam­an á einn stað mikið magn frétta, frá­sagna og um­sagna vegna straums flótta- og far­and­fólks til Evr­ópu. Fyr­ir hvern venju­leg­an les­anda sem ekki fylg­ist þeim mun bet­ur með evr­ópsk­um hrær­ing­um á þessu sviði kann þetta að virka yfirþyrm­andi. Dæm­in eru mörg átak­an­leg og viðbrögðin furðuleg.

Að telja óvina­bragð í garð múslima að birta þess­ar upp­lýs­ing­ar í bók er í besta falli lang­sótt. Al­gengt er að þeir sem fremja hryðju­verk eða of­beld­is­verk lýsi þeim sigri hrós­andi á hend­ur sér. Þau styrki stöðu þeirra í eig­in sam­fé­lagi.

Að út­gáfu bók­ar­inn­ar á ís­lensku stend­ur Tján­ing­ar­frelsi ehf. Þýðandi bók­ar­inn­ar er Jón Magnús­son, hrl. og fyrr­ver­andi alþing­ismaður. Þýðing­in er skýr og auðles­in en kafl­ar bók­ar­inn­ar þar sem fjallað er um heim­speki, trú­ar­brögð og slíka hluti verða stund­um þung­melt­ir. Í bók­inni eru til­vís­ana- og manna­nafna­skrár.

Murray hef­ur af því áhyggj­ur að í Evr­ópu hafi um of verið höggvið á menn­ing­ar­leg­ar og kristn­ar ræt­ur þjóðanna. Varðstaða við þær hverfi með tali um fjöl­menn­ingu sem reyn­ist hættu­lega mark­laust. Þessi mik­il­væga taug í boðskap Murrays og skil­grein­ing hans á því að um átök sé að ræða milli ólíkra trú­ar- og menn­ing­ar­heima virðist helst vekja and­stæðing­um hans reiði.

Murray seg­ir sögu ein­stak­linga til að skýra mál sitt. Þar má nefna sómölsku kon­una Hirsi Ali sem flúði til Hol­lands til að kom­ast hjá þving­un­ar­hjóna­bandi. Eft­ir að hafa unnið í verk­smiðju varð hún MA í stjórn­mála­fræði og síðan þingmaður fyr­ir Frjáls­lynda flokk­inn. Hún sagði skilið við íslam eft­ir árás­irn­ar 9/​11 og þorði að viður­kenna op­in­ber­lega að hún væri ekki leng­ur trúuð. Seg­ir Murray að sótt hafi verið að henni úr tveim­ur átt­um í Hollandi. Ann­ars veg­ar frá vinstri af þeim sem vildu að hún segði eitt­hvað sem þeir gætu síðar notað til árása á hana, hins veg­ar frá vinstri og hægri af þeim sem vildu að hún segði eitt­hvað svo að all­ir aðrir gætu sagt það líka. Það væri erfiðara að saka svarta konu um ras­isma en hvít­an karl­mann. Samt sagði hún of mikið, jafn­vel fyr­ir hol­lenskt sam­fé­lag, og varð að búa í sér­stakri ör­yggis­íbúð í óþökk ná­granna sinna. Vegna ásak­ana um að hún hefði leynt því að hafa sagt ósatt þegar hún sótti um hæli í Hollandi árið 1992 svipti ráðherra, flokks­bróðir henn­ar, hana hol­lensk­um rík­is­borg­ara­rétti árið 2006. Flutti Hirsi Ali þá til Banda­ríkj­anna og varð með orðum rit­höf­und­ar­ins Salm­ans Rus­hdies „ef til vill fyrsti flóttamaður­inn frá Vest­ur-Evr­ópu síðan í út­rým­ing­ar­her­ferð nas­ista“.

Hirsi Ali kom hingað til lands á bók­mennta­hátíð í sept­em­ber 2007. Í Morg­un­blaðinu birt­ist viðtal Kristjáns Jóns­son­ar blaðamanns við hana 10. sept­em­ber 2007 og lauk því á þess­um orðum:

„Hirsi Ali seg­ir að ef leyft sé að reisa mosku handa inn­flytj­end­um í evr­ópsku sam­fé­lagi verði að vera al­veg á hreinu hvaða gildi sam­fé­lagið, t.d. á Íslandi, leggi áherslu á. Leyfa eigi hús til að stunda bæna­gjörð en ekki hús sem verði skjól og miðstöð póli­tísks áróðurs of­stæk­is­fullra íslam­ista eins og víða hafi orðið reynd­in. „Þið ættuð ein­göngu að leyfa að mús­límaklerk­ar pre­diki hér á máli sem flest­ir hér skilja.““

Í raun má segja að í þess­um til­vitnuðu orðum úr sam­tal­inu frá 2007 sé að finna kjarna þess sem Douglas Murray vill koma til skila með bók sinni: Evr­ópu­bú­ar hafa opnað dyr sín­ar fyr­ir ein­hverju sem þeir skilja ekki til fulls.

Annaðhvort vilji þeir ekki horf­ast í augu við það eða þeir láti sér það lynda í þögn. Komi til árekstra verði há­vær­ar kröf­ur um að látið sé und­an aðkomu­fólk­inu. Loks sjóði upp úr vegna ein­hverra at­vika sem ekki geti legið í þagn­ar­gildi. Þá sé oft of seint að grípa til skyn­sam­legra mót­vægisaðgerða.

Und­ir lok bók­ar­inn­ar seg­ir: „Ef til vill mun evr­ópsk­ur lífs­stíll, menn­ing og áhersl­ur lifa af á af­skekkt­um stöðum. Í dag eru svæði, sem inn­flytj­end­ur vilja ekki flytja til og munu ekki fara til. Þeir sem hafa bol­magn munu, eins og dæm­in hafa sýnt, geta haldið áfram svipuðum lífs­stíl eitt­hvað leng­ur. Aðrir verða að sætta sig við að búa ekki leng­ur á eig­in heim­ili held­ur alls heims­ins.“

Douglas Murray boðar ekki neina lausn á vand­an­um. Grein­ing hans sýn­ir hins veg­ar að ráði óhjá­kvæmi­leik­inn för dreg­ur það al­var­leg­an dilk á eft­ir sér.

Bók­in Dauði Evr­ópu á er­indi í umræður á Íslandi. Viðfangs­efn­in hér eru þau sömu og ann­ars staðar í álf­unni. Þögg­un leys­ir eng­an vanda.