29.6.2018

Útlendingamálin eru Angelu Merkel dýrkeypt

Morgunblaðið föstudag 29. júní

Fund­ur leiðtogaráðs ESB hófst í Brus­sel í gær og hon­um lýk­ur í dag. Í aðdrag­anda hans hef­ur at­hygl­in beinst að deilu inn­an þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún er milli kristi­legu syst­ur­flokk­anna (CDU/​CSU) en ekki þeirra og jafnaðarmanna (SPD). Kristi­legu flokk­arn­ir, tveir mið-hægri-flokk­ar, hafa verið þunga­miðja þýskra stjórn­mála í um það bil 70 ár. Nú hef­ur jafn­vel verið spurt hvort samstaða þeirra kunni að rofna vegna mis­mun­andi út­lend­inga­stefnu.

Straum­ur farand- og flótta­fólks til Þýska­lands hef­ur stór­lega minnkað frá ár­inu 2015 þegar Ang­ela Merkel kansl­ari (CDU) ákvað að tekið skyldi á móti öll­um sem komu frá Sýr­landi og Norður-Afr­íku til Þýska­lands. Tal­an ein og hálf millj­ón er gjarn­an nefnd til að lýsa fjöld­an­um sem þá leitaði skjóls hjá Þjóðverj­um. Nú fyrst er komið að póli­tísk­um skulda­dög­um Merkel.

Haustið 2017 var gengið til þing­kosn­inga í Þýskalandi. Kristi­leg­ir héldu stöðu sinni sem stærsti þing­flokk­ur­inn, jafnaðar­menn fóru halloka en Alternati­ve für Deutsch­land (AfD), nýr flokk­ur hægra meg­in við CDU/​CSU, sigraði í kosn­ing­un­um og varð þriðji stærsti þing­flokk­ur­inn.

Andstaða við út­lend­inga­stefnu Merkel var helsta bar­áttu­mál AfD. Að kosn­ing­um lokn­um tók það Merkel tæp­lega hálft ár að mynda stjórn að nýju með SPD. Hún eft­ir­lét SPD embætti fjár­málaráðherra. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, varð inn­an­rík­is­ráðherra og fékk þar með fram­kvæmd út­lend­inga­stefn­unn­ar í sín­ar hend­ur. Fyr­ir rúm­um hálf­um mánuði kynnti hann í 63 liðum hvernig hann ætlaði að standa að gæslu þýskra landa­mæra. Hann sagði Merkel hafa samþykkt 62,5 liði. Spurn­ing er hvort 0,5 sem eft­ir eru verða til að fella stjórn Merkel og jafn­vel sundra sam­stöðu CDU og CSU.

Kosn­ing­ar í Bæj­aralandi

Sam­bands­lýðveldið Þýska­land skipt­ist í 16 sam­bands­lönd og er Fríríkið Bæj­ara­land (Freista­at Bayern) syðst þeirra. Landið er annað fjöl­menn­asta sam­bands­landið með um 13 millj­ón­ir íbúa, en stærst að flat­ar­máli, um 70.000 fer­kíló­metr­ar. Fyr­ir utan landa­mæri að öðrum þýsk­um sam­bands­lönd­um liggja landa­mæri Bæj­ara­lands að Tékklandi og Aust­ur­ríki.

CSU, Kristi­lega sósíal­sam­bandið, hef­ur verið ráðandi flokk­ur Bæj­ara­lands frá síðari heims­styrj­öld. For­sæt­is­ráðherra lands­ins hef­ur komið úr röðum flokks­ins síðan 1957 og frá 1966 (fyr­ir utan kjör­tíma­bilið 2008 til 2013) hef­ur flokk­ur­inn átt meiri­hluta á þingi í höfuðborg­inni München. Nú á flokk­ur­inn 101 þing­mann af 180 á þingi Bæj­ara­lands.

Kosið verður til þings­ins í októ­ber 2018 og sæk­ir AfD í fyrsta sinn gegn CSU. Ein­falda lýs­ing­in á því sem grein­ir á milli CDU og CSU er að Bæj­ara­flokk­ur­inn sé íhalds­sam­ur á sviði fé­lags­mála og íhlut­un­ar­sam­ur á sviði fjár­mála. Þetta er áherslumun­ur milli flokka sem í sjö ára­tugi hafa átt sam­leið þótt stund­um hafi slest upp á vin­skap­inn og nú illi­lega í út­lend­inga­mál­un­um.

Horst Seehofer vill reka alla hæl­is­leit­end­ur sem sótt hafa um hæli eða skráð sig í öðru ESB/​Schengen-landi taf­ar­laust frá Þýskalandi. Dublin-reglu­gerðin, hluti Schengen-sam­starfs­ins, ger­ir ráð fyr­ir að um­sókn­ir allra hæl­is­leit­enda séu tekn­ar til at­hug­un­ar sé óskað hæl­is við landa­mæri rík­is og eigi hæl­is­leit­and­inn rétt á að dvelj­ast í viðkom­andi landi á meðan um­sókn­in er veg­in og met­in.

Ang­ela Merkel vildi ekki að Seehofer gripi til ein­hliða aðgerða af þessu tagi. Hafa yrði sam­ráð um málið inn­an ESB og helst ná sam­eig­in­legri niður­stöðu á leiðtogaráðsfund­in­um 28. og 29. júní, Seehofer skyldi halda að sér hönd­um fram yfir fund­inn og samþykkti hann það.

Þótt CSU búi sig und­ir átök við AfD í kom­andi kosn­ing­um hef­ur flokk­ur­inn ekki síður auga á því sem ger­ist í aust­ur­rísk­um og ít­ölsk­um stjórn­mál­um. Sebastian Kruz, kansl­ari Aust­ur­rík­is, er í for­ystu þeirra inn­an ESB sem vilja harða út­lend­inga­stefnu. Ný stjórn á Ítal­íu hef­ur einnig gripið til harðra ráðstaf­ana gagn­vart fólki á ólög­legri ferð yfir Miðjarðar­haf. Matteo Sal­vini inn­an­rík­is­ráðherra vill einnig reka 500.000 ólög­lega inn­flytj­end­ur frá Ítal­íu.

Í des­em­ber 2017 tók ný rík­is­stjórn við völd­um í Aust­ur­ríki með mið-hægri-flokk­inn ÖVP í for­sæti en hægri­flokk­inn FPÖ með inn­an­rík­is­mál­in. Miðviku­dag­inn 20. júní var sam­eig­in­leg­ur fund­ur rík­is­stjórna Aust­ur­rík­is og Bæj­ara­lands í Linz í Aust­ur­ríki og voru út­lend­inga­mál þar á dag­skrá.

Póli­tísk áhrif frá Aust­ur­ríki og Ítal­íu eru meiri í Bæj­aralandi en öðrum sam­bands­lönd­um Þýska­lands. CSU-menn telja sig verða að sýna hörku á borð við ná­granna sína, jafnt gagn­vart Merkel og öðrum.

Lítið skjól í Brus­sel

Efnt var í skyndi til 16 ESB-ríkja leiðtoga­fund­ar í Brus­sel sunnu­dag­inn 24. júní að und­ir­lagi Merkel. Til­lögu henn­ar um fund í Berlín var hafnað og Don­ald Tusk, for­seti leiðtogaráðs ESB, vildi ekki boða fund­inn. Það kom í hlut Jean-Clau­des Junckers, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, að fara að ósk Þýska­landskansl­ara.

Eng­inn sam­eig­in­leg­ur ár­ang­ur náðist á fund­in­um. Merkel hafði vonað að ná sam­komu­lagi við Giu­seppe Conte, nýj­an for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, um eitt­hvað sem róaði Seehofer en það mistókst.

Lars Rasmus­sen Løkke, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, og Sebastian Kruz kansl­ari vinna að hug­mynd um sér­staka mót­töku- og brott­vís­un­ar­stöð hæl­is­leit­enda utan ESB, helst í Norður-Afr­íku. Ítal­ir vilja þetta líka.

Full­trú­ar Pól­lands og Ung­verja­lands sátu ekki leiðtoga­fund­inn 24. júní. Þeir eru hins veg­ar á leiðtogaráðsfund­in­um núna og árétta harða and­stöðu við kvóta­stefn­una sem Merkel hef­ur fylgt, það er að hvert ESB-ríki verði skyldað til að taka sinn hlut hæl­is­leit­enda frá Ítöl­um.

Xa­vier Bettel, for­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar, sagði eft­ir litla leiðtoga­fund­inn: „Þetta mál snýst ekki um hve lengi Merkel get­ur haldið lífi sem kansl­ari.“

ESB breyt­ir um stefnu

Aust­ur­rík­is­menn efndu til sér­stakr­ar æf­ing­ar þriðju­dag­inn 26. júní með her og lög­reglu til að loka landa­mær­um sín­um gagn­vart Slóven­íu. Sögðu yf­ir­völd að þetta væri gert vegna óviss­unn­ar um stefnu Þjóðverja og þess sem væri að gerj­ast á flótta­manna­leiðum í Balk­an­lönd­un­um.

Að kvöldi sama dags komu for­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna CDU, CSU og SPD sam­an í Berlín til að ráða ráðum sín­um. Að morgni miðviku­dags 27. júní voru skila­boðin þessi: Staðan er mjög al­var­leg. Ekk­ert sam­komu­lag milli CDU og CSU og formaður SPD get­ur engu svarað um hvort sam­bandsþingið verði rofið og boðað til kosn­inga. Biðstaða fram yfir fund leiðtogaráðs ESB.

Líf stjórn­ar Ang­elu Merkel er í húfi. Útlend­inga­mál­in eru kansl­ar­an­um dýr­keypt. Í þeim hafa hins veg­ar orðið þátta­skil inn­an ESB. Stefn­an um kvóta­skipt­ingu hæl­is­leit­enda er á und­an­haldi. Nú er rætt hvaða aðferðum skuli beitt til að reka hæl­is­leit­end­ur frá ein­stök­um lönd­um og halda þeim í sér­stök­um búðum í Norður-Afr­íku. Lík­legt er að leiðtogaráð ESB ákveði að stór­efla Frontex, landa­mæra­stofn­un Evr­ópu, til að gæta ytri Schengen-landa­mær­anna. Stefna harðlínu­manna eins og Seehofers verður stefna ESB. Stjórn Merkel er borgið.