22.10.2022

Útlendingamál í nýjan farveg

Morgunblaðið, laugardagur 22. október 2022.

Umræðan um hæl­is­leit­end­ur hef­ur verið hættu­leg og skaðleg að und­an­förnu,“ sagði Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, á alþingi mánu­dag­inn 17. októ­ber. Hvers vegna vill þingmaður­inn ekki að viðruð séu ólík sjón­ar­mið í þess­um mála­flokki eins og öðrum?

Upp­lýst er að Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Sig­ríður Hagalín, fréttamaður á rík­is­út­varp­inu, héldu að hingað streymdu hæl­is­leit­end­ur frá Venesúela af því að Ísland væri fyrsta Schengen-landið fyr­ir þetta fólk „að vest­an“. Fólkið kem­ur þó hingað frá meg­in­landi Evr­ópu, lang­flest í gegn­um Madrid.

Upp­lýst er að úr­sk­urðar­nefnd út­lend­inga­mála veit­ir Venesúel­um sér­staka stöðu, í landi þeirra sé „al­var­legt efna­hags­ástand þar sem laun [dugi] ekki til að upp­fylla grunnþarf­ir al­menn­ings í land­inu, skort­ur á hreinu drykkjar­vatni, há glæpatíðni ...“

Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son hæsta­rétt­ar­lögmaður sagði 14. októ­ber í Morg­un­blaðsgrein að með úr­sk­urðinum tæki nefnd­in „sér bæði laga­setn­ing­ar- og fjár­veit­inga­vald“. Efna­hags­vandi heims­ins yrði ekki leyst­ur, ekki einu sinni minnkaður, með því að skil­greina efna­lítið fólk sem flótta­menn. Og vandi flótta­manna yk­ist auðvitað með útþynn­ingu hug­taks­ins. Það sæi hver maður með heila hugs­un.

2009-Website-Project-GFX-Venezuelan-Refugee-CrisisFlóttamenn flýja sósíalismann í Venesúela.

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir að við veit­um Venesúel­um „viðbót­ar­vernd og göng­um miklu lengra en nokk­ur önn­ur Evr­ópuþjóð því viðbót­ar­vernd er vernd til fjög­urra ára með miklu meiri fé­lags­leg­um rétt­ind­um en nokk­ur önn­ur þjóð í Evr­ópu veit­ir. Meiri en Spánn sem veit­ir vernd á grund­velli mannúðar­mála til eins árs með miklu tak­markaðri rétt­ind­um“.

Ákvörðun úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar hef­ur ýtt und­ir stjórn­leysi í mála­flokkn­um þótt það sé rétt hjá Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að stofn­an­ir og nefnd­ir starfi í sam­ræmi við lög­bundið skipu­lag.

Það ger­ir rétt­ar­kerfið líka. Und­ir lok sept­em­ber 2022 var kveðinn upp héraðsdóm­ur í máli sem hófst í októ­ber 2018 þegar Sýr­lend­ing­ur af­henti fölsuð skil­ríki við komu til lands­ins. Eft­ir mála­vafst­ur í fjög­ur ár var hann dæmd­ur sek­ur, hlaut 30 daga skil­orðsbundna fanga­vist.

Þetta ófremd­ar­ástand er næsti bær við stjórn­leysi.

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sótti fund flótta­manna­nefnd­ar Evr­ópuráðsins í Grikklandi. Hann fræddi alþing­is­menn 19. októ­ber um að emb­ætt­ismaður Sam­einuðu þjóðanna teldi flótta­manna­búðir í Grikklandi stand­ast evr­ópska staðla. Hafnaði hann með öðrum orðum hryll­ings­sög­um ís­lenskra þing­manna um stöðu flótta­manna í Grikklandi.

Birg­ir lýsti heim­sókn í mót­töku­stöð þar sem flótta­menn dvelja í þrjá til fjóra daga þar til þeir fá skil­ríki. Þaðan fara þeir í aðrar búðir í þrjá til 12 mánuði meðan mál þeirra eru til skoðunar. Þar rík­ir ferðaf­relsi. Tel­ur Birg­ir „eft­ir þessa upp­lýs­andi ferð að flótta­menn í Grikklandi búi við mann­sæm­andi aðstæður“.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, sagði um út­lend­inga­stefnu Dana eft­ir kynn­ing­ar­fundi þeirra: „Því miður fannst mér það ein­kenna allt þeirra tal um mála­flokk­inn, eins og það væri verið að bjarga dýra­hjörð en ekki að taka á móti mann­eskj­um.“ Hún móðgar hik­laust bæði Dani og þá sem leita hæl­is hjá þeim.

Ný borg­ara­leg rík­is­stjórn í Svíþjóð boðar stefnu í út­lend­inga­mál­um að danskri fyr­ir­mynd.

Jyl­l­ands-Posten seg­ir í leiðara ekki skrýtið að Sví­ar taki sér tak í mála­flokkn­um. Tíðni morða í Svíþjóð sé meiri en ann­ars staðar í Evr­ópu. Glæpa­gengi, aðlög­un­ar­vandi inn­flytj­enda og skaut­un ríki nú í þjóðfé­lagi sem áður var talið ör­uggt sem fol­kehem­met . Hrein­ræktuð glæpa­mennska sé hin hliðin á sænsku medal­í­unni sem allt of lengi hafi verið fegruð með lyg­um, einnig af fjöl­miðlum. Einu besta og eins­leit­asta sam­fé­lagi í heimi hafi verið unnið tjón af stjórn­mála­mönn­um sem þurftu ekki sjálf­ir að gjalda fyr­ir að gera til­raun með Svíþjóð sem mannúðlegt stór­veldi. Af ein­skærri góðmennsku hafi venju­leg­um Svía verið leyft að súpa seyðið af því.

Þeir sem tala nú eins og leita eigi fyr­ir­mynd­ar ís­lenskr­ar út­lend­inga­stefnu og lög­gjaf­ar í úr­elt­um regl­um í Svíþjóð ættu að færa sig inn í sam­tím­ann.

Sig­mar Guðmunds­son spurði Sig­urð Inga Jó­hanns­son, formann Fram­sókn­ar­flokks­ins, á alþingi 17. októ­ber „hvort hon­um hugn­ist hug­mynd­ir um harðari inn­flytj­enda­stefnu að danskri fyr­ir­mynd“.

Viðreisn­arþing­mann­in­um bauð við dönsku stefn­unni en Sig­urður Ingi sagði fram­sókn­ar­menn þeirr­ar skoðunar að við ætt­um að horfa til Norður­land­anna í þessu efni, að vera með sam­bæri­legt reglu­verk og þar. Það væri „skyn­sam­legt til þess að við séum með sam­bæri­leg­ar niður­stöður“. Hann vildi þó ræða málið nán­ar áður á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sig­mar sagði móðgaður í þingsaln­um 18. októ­ber: „Ég spurði svo formann Fram­sókn­ar­flokks­ins um af­stöðu hans til máls­ins í gær og fékk ákaf­lega fram­sókn­ar­legt svar sem var efn­is­lega svohljóðandi: Ég svara því seinna.“

Helga Vala tók und­ir orð Sig­mars sem „auðmjúk­ur þingmaður“ og leitaði „ásjár for­seta“ vegna óljósra svara for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins 19. októ­ber var Sig­mar spurður hvað Íslend­ing­ar gætu tekið á móti mörg­um hæl­is­leit­end­um og hvað það mætti kosta. Því vildi hann ekki svara þar og þá. Hann fór að dæmi Sig­urðar Inga sem hann hafði þó for­dæmt.

Þeir sem hafa illa grundaðan málstað kvarta und­an umræðum um út­lend­inga­mál. Þannig er komið fyr­ir Viðreisn, Pír­öt­um og Sam­fylk­ingu. Stuðning­ur við mál­flutn­ing Jóns Gunn­ars­son­ar eykst, það er hvorki skaðlegt né hættu­legt.