18.6.2022

Úr sveitamenningu í fúnkis

Morgunblaðið, laugardag 18. júní 2022,

Þórir Baldvinsson arkitekt ****½

Rit­stjórn: Ólaf­ur J. Engil­berts­son. Innb. 163 bls., mynd­ir, teikn­ing­ar, skrár. Útg. Sögumiðlun og Vest­ur­bær, Rvk. 2021.

Forsíðumynd bók­ar­inn­ar Þórir Bald­vins­son arki­tekt er snilld­ar­vel val­in. Pét­ur A. Ólafs­son tók hana árið 1938 af röð funk­is­húsa eft­ir Þóri (1901-1986) við Helgama­gra­stræti á Ak­ur­eyri, fremst á henni stend­ur hest­ur spennt­ur fyr­ir kerru.

GP417MPR4Þarna er hug­sjón Þóris lýst á ein­fald­an hátt. Þórir var framtíðarmaður sem átti djúp­ar ræt­ur í ís­lenskri sveita­menn­ingu. Að loknu námi í San Francisco flutti hann nýja strauma í bygg­ing­ar­list til lands­ins í byrj­un fjórða ára­tug­ar­ins og tók að stuðla að bylt­ingu í ís­lensk­um land­búnaði.

Mynd­in er einnig tákn­ræn fyr­ir hve hönn­un og skipu­lag bók­ar­inn­ar er þaul­hugsað. Þar er sag­an ekki aðeins sögð í fróðleg­um textum held­ur einnig með 162 ljós­mynd­um, í lit og svart/​hvít­um, og teikn­ing­um.

Ólaf­ur J. Engil­berts­son, menn­ing­armiðlari, sagn­fræðing­ur, leik­mynda­höf­und­ur og graf­ísk­ur hönnuður, rit­stýr­ir bók­inni og skrif­ar æviþátt um Þóri (7-43). Arki­tekt­arn­ir Jó­hann­es Þórðar­son og Ólaf­ur Mat­hiesen skrifa bók­arkafl­ann: Úr Kinn­inni í Ing­ólfs­stræti – með viðkomu í San Francisco (45-71). Pét­ur H. Ármanns­son arki­tekt á bók­arkafl­ann: Nýir straum­ar úr óvæntri átt – um bygg­ing­ar­list Þóris (71-101) og Árni Daní­el Júlí­us­son sagn­fræðing­ur skrif­ar kafl­ann: Þórir og land­búnaður­inn. (101-119)

Kafl­arn­ir eru mis­mikið myndskreytt­ir en aft­an við meg­in­málið eru: Til­vís­an­ir, heim­ild­ir, mynda­skrá, verka­skrá, ævi­ágrip höf­unda og sagt frá til­urð bók­ar­inn­ar. Pét­ur H. Ármanns­son gerði texta um bygg­ing­ar og verka­skrá (149-155). Að skaðlausu hefði einnig mátt hafa manna­nafna­skrá.

Ljós­mynd­irn­ar eru gaml­ar og nýj­ar, bregða ljósi á fjöl­skyldu Þóris, þróun at­vinnu­hátta auk fjöl­margra mynda af bygg­ing­um sem hann teiknaði.

Langafa­barn Þóris, Úlfur Kolka, gerði loka­verk­efni sitt við Lista­há­skóla Íslands árið 2008 um hús Þóris á höfuðborg­ar­svæðinu. Um var að ræða ljós­mynda­bók með for­mála eft­ir Beru, dótt­ur Þóris, og Pét­ur H. Ármanns­son. Varð það kveikj­an að þess­ari bók og sá Úlfur um út­lit henn­ar en Arki­tekta­fé­lag Íslands veitti styrk til út­gáf­unn­ar árið 2011 og birt­ist hún ára­tug síðar, í nóv­em­ber 2021.

Þórir var hóg­vær maður og yf­ir­læt­is­laus, áhugamaður um strauma og stefn­ur sam­tím­ans heima og er­lend­is. Í sam­töl­um við hann var hvergi komið að tóm­um kof­un­um og hann spurði margs. Bók­in opn­ar nýja sýn á stöðu hans meðal ís­lenskra arki­tekta og hve mikið hann lagði af mörk­um við að nú­tíma­væða ís­lensk­an land­búnað. Ævi­st­arfið var mikið og ár­ang­urs­ríkt.

Þegar Þórir var í San Francisco veikt­ist hann árið 1926 al­var­lega af löm­un­ar­veiki og var frá störf­um til 1928. Til Íslands kom hann aft­ur í mars 1930 og tengd­ist heim­kom­an m.a. því að þetta ár fékk hann bréf frá sveit­unga sín­um úr Bárðardaln­um í Þing­eyj­ar­sýslu og ráðherra, Jónasi Jóns­syni frá Hriflu, sem bauð hon­um starf við Teikni­stofu Bygg­ing­ar- og land­náms­sjóðs, sem frá 1938 hét Teikni­stofa land­búnaðar­ins. Taldi Þórir ekki „hægt að hugsa sér“ betra starf (54). Hann var for­stöðumaður teikni­stof­unn­ar frá 1938 til 1969.

Mynd­in á bók­ar­káp­unni frá Helgama­gra­stræti á Ak­ur­eyri er af svo­kölluðum sam­vinnu­hús­um og sam­bæri­leg fúnk­is­hús teiknaði Þórir við Ásvalla­götu í Reykja­vík. Við gerð hús­anna kynnti Þórir fyrst­ur manna til sög­unn­ar forsköl­un í hús­bygg­ing­um hér á landi. Við Löngu­hlíð fyr­ir aust­an Klambra­tún, milli Skafta­hlíðar og Úthlíðar, má sjá tvö fjöl­býl­is­hús sem Þórir teiknaði. Einnig eru mynd­ir af hús­um á Mel­un­um, Hög­un­um og í Eski­hlíð. Þá teiknaði hann fjöl­marg­ar op­in­ber­ar bygg­ing­ar; héraðsskóla, kaup­fé­lags­hús, sam­komu­hús og verk­smiðju­hús vítt og breitt um landið og þekkt­ar bygg­ing­ar í Reykja­vík eins og Alþýðuhúsið við Hverf­is­götu og Mjólk­ur­stöðina við Lauga­veg sem nú hýs­ir Þjóðskjala­safnið.

Öllu er þessu til skila haldið í bók­inni í máli og mynd­um og tengt inn í strauma og stefn­ur bygg­ing­ar­list­ar­inn­ar.

Árni Daní­el Júlí­us­son sagn­fræðing­ur er manna fróðast­ur um sögu ís­lensks land­búnaðar. Hann árétt­ar það sem víðar kem­ur fram í bók­inni að með grein í And­vara árið 1931 boðaði Þórir lausn­ir í húsa­gerð til sveita sem á kreppu­ár­um áttu að auðvelda efna­litl­um bónda „að hýsa jörð sína án þess að það verði hon­um ofviða fjár­hags­lega“. Í stað torf­bæja rísi mik­il og sterk­leg stein­hús. Raf­ljós komi í stað grút­ar­lampa. (101)

Í sögu­legu til­liti má líta á þetta skref frá miðöld­um inn í nú­tím­ann og átti Þórir rík­an þátt í bylt­ing­unni sem varð til sveita með um­skipt­um í húsa­kosti. Seg­ir Árni Daní­el að „flutn­ing­ur­inn úr torf­hús­un­um og yfir í stein­steyptu hús­in hafi að mestu verið um garð geng­inn þegar um 1950“. (105)

Það voru ekki aðeins íbúðar­hús sem Þórir þróaði og teiknaði held­ur einnig gripa­hús og hlöður. Þórir boðaði árið 1948 súgþurrk­un í hlöðugólfi. „Súgþurrk­un sé góð, en mjög dýr.“ (109) Þórir hafði mik­il áhrif á þróun ís­lensks land­búnaðar fram yfir miðja 20. öld­ina.

Í lok grein­ar sinn­ar seg­ir Árni Daní­el að ol­íukrepp­an í upp­hafi átt­unda ára­tug­ar­ins hafi haft mik­il verðbólgu­áhrif og að sam­fé­lags­s­átt­in frá fjórða ára­tug 20. ald­ar með banda­lagi bænda­hreyf­ing­ar og verka­lýðshreyf­ing­ar hafi molnað. Land­búnaður­inn hafi lent í kreppu upp úr 1980, sauðfé fækkað um helm­ing en mjólk­ur­fram­leiðsla hald­ist áfram svipuð. „Sam­vinnu­hreyf­ing­in lenti síðan í mjög al­var­legri kreppu upp úr 1990 og hrundi raun­ar, en þrátt fyr­ir það hef­ur grund­völl­ur land­búnaðar­stefn­unn­ar sem lagður var um 1934 hald­ist lítið breytt­ur fram und­ir þetta.“ (115)

Árni Daní­el tal­ar þarna um „land­búnaðar­stefnu“. Var hún form­lega mótuð eða fólst hún í lausn­um hug­sjóna­manna eins og Þóris Bald­vins­son­ar til að gera bænd­um kleift að reka bú sín við nú­tíma­leg­ar aðstæður?

Hvað sem því líður eru nú tíma­mót vegna ol­íukreppu, orku­verðs í hæstu hæðum, skorts á áburði og ógn­ar við fæðuör­yggi. Nú liggja fyr­ir til­lög­ur um land­búnaðar­stefnu til framtíðar sem mótaðar voru í fyrra eft­ir sam­ráð við hundruð kvenna og karla. Hvar eru hug­sjóna­menn­irn­ir til að skapa bænd­um nýja starfs­um­gjörð í krafti bestu land­nýt­ing­ar á græn­um tím­um? Þekk­ing, fram­sýni og ný­sköp­un eru lyk­il­orðin núna eins og áður.

Bók­in Þórir Bald­vins­son arki­tekt er saga um ár­ang­ur sem má ná með hug­sjón­ir, fræðslu og raun­hæf­ar lausn­ir að leiðarljósi.