14.12.2018

Uppnám á æðstu stöðum

Morgunblaðið, föstudagur, 14. desember 2018

Ang­ela Merkel og Th­eresa May eru á út­leið úr stjórn­mál­um. Ekki er leng­ur spurt hvort held­ur hvenær. Emm­anu­el Macron hef­ur stigið af hefðart­ind­in­um í von um að stilla til friðar í Frakklandi. Í þrem­ur öfl­ug­ustu Evr­ópu­ríkj­un­um er póli­tískt upp­nám á æðstu stöðum. Sömu sögu er að segja um Banda­rík­in þar sem þreng­ir að Don­ald Trump. Hér verður litið til Þýska­lands, Frakk­lands og Bret­lands.

Þýska­land

Annegret Kramp-Karren­bau­er var kjör­in formaður Kristi­lega demó­krata­flokks­ins (CDU) í Þýskalandi föstu­dag­inn 7. des­em­ber. Hún tek­ur við for­mennsk­unni eft­ir 18 ára setu Ang­elu Merkel. Hún er sama sinn­is og Merkel, vill halla sér inn að miðjunni. Merkel kallaði hana frá Sa­ar­landi í fe­brú­ar 2018 og gerði að fram­kvæmda­stjóra CDU í Berlín. Nú er Annegret Kramp-Karren­bau­er (AKK) orðin flokks­formaður. Merkel vill halda kansl­ara­embætt­inu út kjör­tíma­bilið, til 2021.

Ekki er ólík­legt að AKK vilji fá að sanna sig sem kansl­ari fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2021 eða fyrr til að kanna traust kjós­enda í sinn garð og CDU. Hún hikaði ekki við að rjúfa þing og boða til kosn­inga í Sa­ar­landi til að styrkja stöðu sína. Hún sat þar sem for­sæt­is­ráðherra frá 2011 til 2018.

Þegar litið er til Sa­ar­lands er annað en stærð og mann­fjöldi sem réð því að Merkel fékk augastað á AKK sem eft­ir­manni sín­um. Stjórn­mála­skýrend­ur segja að skjót­an frama nýs for­manns CDU megi rekja til úr­slita kosn­inga til landsþings­ins í Sa­ar­landi árið 2017. Þá óttaðist Merkel vin­sæld­ir og at­hygl­ina sem Mart­in Schulz, kansl­ara­efni jafnaðarmanna (SPD), hlaut. Skoðanakann­an­ir vorið 2017 sýndu að hann mundi sigra Merkel í sam­bandsþings­kosn­ing­un­um í sept­em­ber 2017. Schulz naut 100% stuðnings inn­an SPD og fór með him­inskaut­um.

Vin­sæld­ir Schulz meðal eig­in flokks­manna sögðu ekki alla sög­una. Þær mæld­ust meðal ann­ars í þing­kosn­ing­um ein­stakra sam­bands­landa og þar var Sa­ar­land fyrst í röðinni. Í þeim sigraði Annegret Kramp-Karren­bau­er með um 40% at­kvæða. Schulz missti fót­anna á sig­ur­göngu sinni og Merkel fékk áhuga á að kynn­ast AKK nán­ar og nýta krafta henn­ar í þágu CDU-flokks­ins alls. Schulz er týnd­ur og tröll­um gef­inn.

Fyrsta for­manns­verk AKK var að gera Paul Ziem­iak að arf­taka sín­um sem fram­kvæmda­stjóra flokks­ins. Hann var formaður ungliðahreyf­ing­ar flokks­ins og harður gagn­rýn­andi út­lend­inga­stefnu Merkel sem hef­ur verið CDU til vand­ræða síðan 2015.

Þótt Merkel og AKK séu í meg­in­drátt­um sam­stiga trygg­ir það ekki snurðulaust sam­starf þeirra. Inn­an CDU þekkja menn sögu um það. Helmut Kohl valdi Ang­elu Merkel sem eft­ir­mann sinn en lagði síðar fæð á hana. Sannaðist þar að fyr­ir sterka flokks­for­ingja get­ur verið pirr­andi að sitja án allra þráða í hendi sér.

Frakk­land

Sömu vik­ur og Mart­in Schulz fór sig­ur­för í skoðana­könn­un­um í Þýskalandi vorið 2017 beind­ist at­hygli um­heims­ins að ein­stakri fram­göngu Emm­anu­els Macrons í for­seta­kosn­ing­un­um í Frakklandi. Lítt þekkt­um banka­manni tókst að mynda um sig stjórn­mála­hreyf­ingu og stemn­ingu sem fleytti hon­um í for­seta­embættið og tryggði hon­um nokkr­um vik­um síðar hrein­an meiri­hluta á franska þing­inu.

Litið var á Macron sem full­trúa nýrra tíma og nýrr­ar kyn­slóðar Frakka sem ætlaði að losa um stöðnun­ar­hlekki fransks þjóðlífs, rífa upp efna­hag­inn og ekki láta und­an þeim sem þyldu eng­ar breyt­ing­ar, jafn­vel þótt beitt yrði hefðbundn­um frönsk­um aðferðum og efnt til mót­mæla á göt­um úti. Macron nýt­ur nú minni stuðnings en nokk­ur for­vera hans og aðstoðar­menn eru sagðir ótt­ast að reynt verði að ræna hann völd­um.

Í 13 mín­útna sjón­varps­ávarpi mánu­dag­inn 10. des­em­ber 2018 viður­kenndi Macron að sér hefði ekki tek­ist að virkja frönsku þjóðina til sam­starfs við sig. Þá höfðu staðið stöðug mót­mæli frá 17. nóv­em­ber. Þau hóf­ust vegna boðaðra hækk­ana á eldsneyt­is­skött­um í byrj­un árs 2019 en sner­ust síðan harka­lega gegn for­set­an­um og stjórn hans.

„Ég veit að ég hef sært sum ykk­ar með um­mæl­um mín­um,“ sagði for­set­inn og taldi þjóðina á „sögu­leg­um tíma­mót­um“. Macron sagði reiði friðsamra mót­mæl­enda „skilj­an­lega“ og hún kynni að „skapa tæki­færi“. Deyfð hefði verið yfir þjóðlíf­inu í 40 ár, þjóðin hefði látið sér það lynda „vegna hug­leys­is“. Ekk­ert rétt­lætti þó of­beldisaðgerðir og árás­ir á lög­reglu­menn eða op­in­ber­ar eign­ir.

Hann lofaði meðal ann­ars 100 evru mánaðarlegri hækk­un á lág­marks­laun­um í rúm­lega 1.400 evr­ur (rúm­lega 200.000 ísl. kr). For­set­inn hafnaði kröfu mót­mæl­enda um að end­ur­vekja auðlegðarskatt sem hann af­nam að hluta í fyrra. Sósí­alist­inn Franço­is Mitterrand inn­leiddi skatt­inn í for­setatíð sinni fyr­ir 30 árum.

Hvort Macron hafi í raun tek­ist að snúa vörn í sókn með ávarpi sínu sést nú um helg­ina. Þátt­taka í mót­mæl­um þá gef­ur vís­bend­ingu um það.

Hryðju­verka­árás í Strass­borg að kvöldi þriðju­dags 11. des­em­ber minnti Frakka á hve sam­fé­lags­gerðin er brot­hætt og mik­ils virði að standa vörð um hana. Gul­vestung­ar hljóta að taka mið af því eins og aðrir.

Bret­land

Th­eresa May varð for­sæt­is­ráðherra Breta sum­arið 2016 þegar Dav­id Ca­meron hrökklaðist frá völd­um eft­ir að þjóðar­at­kvæðagreiðslan um af­stöðu Breta til aðild­ar að ESB fór á ann­an veg en hann vildi.

Til að sanna styrk sinn og fá ör­uggt umboð til að semja um ESB-úr­sögn Breta rauf May þing og boðaði til kosn­inga tæpu ári eft­ir að hún varð for­sæt­is­ráðherra. Íhalds­flokk­ur­inn hlaut hlut­falls­lega mikið fylgi (42,4%) en tapaði 13 þing­sæt­um. Í stað þess að leiða stjórn með 17 þing­manna meiri­hluta sat May uppi með minni­hluta á þingi og varð að semja við Lýðræðis­lega sam­bands­flokk­inn á Norður-Írlandi til að tryggja stjórn sinni næg­an þingstuðning.

Eu-summitmayÞótt May hafi ekki viljað Breta úr ESB vinn­ur hún mark­visst að úr­sögn­inni en með svo hörmu­legri niður­stöðu að meiri­hluti þing­manna er and­víg­ur henni. Hún féll frá að bera til­lögu sína und­ir at­kvæði þings­ins 11. des­em­ber og miðviku­dag­inn 12. des­em­ber varð hún að verj­ast van­trausti inn­an eig­in þing­flokks. Hún hélt velli sem leiðtogi með 200 at­kvæðum gegn 117 eft­ir að hafa boðað að hún mundi ekki leiða flokk­inn til kosn­inga árið 2022. May nýt­ur trausts en all­ur vind­ur er úr segl­um henn­ar.

Brex­it-áhuga­menn beittu sér fyr­ir van­traust­inu og þeir eru jafn­fúl­ir í garð May nú og áður. Flokks­regl­ur banna þeim sam­bæri­legt áhlaup á hana næstu 12 mánuði. Hún kann að nota skjólið til að semja við stjórn­ar­and­stöðuna um Brex­it-niður­stöðu sem nýt­ur meiri­hluta á þingi.

Ágrein­ing­ur­inn snýst um varnagla­ákvæði varðandi Norður-Írland. Deila um Gíbralt­ar milli Breta og Spán­verja var leyst með bréfi og bless­un fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Svipuð lausn kann að finn­ast vegna norðurírska varnagl­ans.